Léttganga og Yoga til Tenerife - 5 göngudagar (2 skór)

Vegna fjölda áskoranna höfum við ásamt Siggu Dís Yogakennara, sett saman ferð til Tenerife fyrir konur á öllum aldri sem eiga það sameiginlegt að hafa gengið í gegnum veikindi, áföll eða aðra erfiðleika í lífinu. Ef þú hefur verið að glíma við líkamleg veikindi á borð við krabbamein, andleg veikindi, missi af einhverju tagi og þarft á uppbyggjandi endurnæringu að halda er þetta tækifærið þitt. Um er að ræða innihaldsríka ferð í sólina sem byggir á léttum göngum og yoga, gleði og nærandi samveru. Ferðin verður með rólegu yfirbragði og ætti að henta konum á öllum aldri sem koma sterkari heim, reynslunni og vinunum ríkari.

 

 

Miðvikudagurinn 7. mars: Koma

Flug frá Keflavík með Primera Air/ Heimsferðum (6F 103) klukkan 08:30. Lent á Tenerife klukkan 14:05 og þaðan er ekið á Zentral Center Hotel og tekur ferðalagið um 15 mínútur. Þeir sem eru í eins manns herbergi gista á hótelinu og hægt er að skoða myndir hér - þeir sem eru í tveggja eða þriggja manna herbergi eru í íbúðum á hótelinu - sjá hér.

 

 

Fimmtudagurinn 8. mars: Los Cristianos

Við byrjum daginn með göngu meðfram ströndinni til Los Cristianos (ca. 45 mín). Þegar þangað er komið munum við hafa yoga á ströndinni (ca. 75 mín) áður en við göngum aftur heim á hótel. Frjáls dagur sem eftir er og sameiginlegur kvöldverður á hótelinu.

 

 

Föstudagurinn 9. mars: Canadas National Park

Ekið verður upp í Canadas þjóðgarðinn um morguninn (rúmlega klukkutími) og byrjum við gönguna í 2112 m hæð og þar tökum við um tveggja tíma gönguferð frá Teleferico til Parador. Í garðinum erum við umvafin hraunklettum og eldfjallið Teide gnæfir hátt yfir. Við munum hafa hádegisstopp á Parador og eftir það verður um 75 mín jógatími áður en við keyrum aftur heim á leið.

Ganga: 6-7 km/ hækkun: 92 m

 

 

Laugardagurinn 10. mars: Playa del Duque

Þennan daginn er gengið til Playa del Duque (ca. 1 og 1/2 tími í göngu). Gengið er út fallega ströndina og tökum svo 75 mín yoga á ströndinni. Þeir sem vilja ganga lengra geta farið áfram til La Calete (ca. 15 mín) sem er lítill sjávarbær en þar er hægt að setjast í drykk áður en gengið er til baka á hótel.  

Ganga: ca. 3 tímar

 

 

Sunnudagurinn 11. mars: Masca

Ekið er upp til Masca eða týnda þorpsins og þar er gengið niður Masca gilið. Gengið er niður að sjó en þá tekur við skemmtileg bátsferð yfir til Los Gigantes. Þeir sem ekki vilja ganga geta tekið leigubíl til Los Gicantes og rölt um þann fallega bæ þar til að báturinn kemur með hópinn. Í Los Gincantes er keyrt heim á hótel og við reiknum með að vera komin á hótelið klukkan 18:00.

Ganga: 5 km (ca. 4 tímar)- lækkun: 600 m

 

 

Mánudagurinn 12. mars: Playa De Las Americas

Þennan daginn munum við byrja á 75 mín yoga. Eftir það verður boðið upp á gönguferð í nágrenni hótelsins. Ef áhugi er í boði er hægt að enda gönguna í verslunarmiðstöðinni í Playa De Las Americas.

Ganga: ca. 2 tímar

 

 

Þriðjudagurinn 13. mars: Frjáls dagur

Fyrir þá sem vilja verður í boði ganga (11 km - hækkun 428 m) upp á Montana Guaza. Eins verður boðið upp á yoga um morguninn fyrir áhugasama.

 

 

Miðvikudagurinn 14. mars: Heimferð

Frjáls dagur fram að brottför. Flug með Primera Air/ Heimsferðum (6F 104) klukkan 15:05 og lent í Keflavík klukkan 20:35.

 

 

Verð: €1,010

 

Innifalið í verði ferðar:

Akstur til og frá flugvelli, ferðir til og frá upphafsstað göngu, gisting og morgunverður alla dagana, hádegisnesti á tveimur göngudögum (Masca & Teide), kvöldverðir og vín og vatn með mat. Yogakennsla og íslensk fararstjórn alla daga.

Verð miðast við tvíbýli. Aukagjald fyrir eins manns herbergi €175.

 

ATH. Flug greiðist sérstaklega. Við eigum frátekin sæti hjá Prima Air (Heimsferðum) á 59.900 ISK. Hægt er að staðfesta flug hjá Hrönn Ægisdóttur í síma 595-1034 eftir 17. ágúst 2017.