Á SLÓÐIR AUÐAR DJÚPÚÐGU MEÐ VILBORGU DAVÍÐSDÓTTUR - UPPSELT

Þríleikur Vilborgar Davíðsdóttur um landnámskonuna Auði djúpúðgu Ketilsdóttur, (Auður, Vígroði og Blóðug jörð), hefur notið fádæma vinsælda og hlotið einróma lof lesenda sem gagnrýnenda. Bækurnar segja frá uppvexti Auðar á Suðureyjum, stormasömu hjónabandi þeirra Dyflinnarkonungs, átökum norrænna manna á Bretlandseyjum og að endingu siglingunni frá Katanesi og yfir hafið til landnáms á Íslandi með viðkomu í Orkneyjum og Færeyjum.

Í þessari sögu- rútu- og ferjuferð gefst einstakt tækifæri á að ferðast um söguslóðir bókanna á Skotlandi í fylgd Vilborgar auk þess sem við kynnum okkur stórbrotna sögu hálanda Skotlands og 5.000 ára sögu Orkneyja. Ekið verður um fegurstu svæði Skotlands og siglt til Tiree (Tyrvist) og Orkneyja.

 

Dagskrá

DAGUR 1

Flogið til Glasgow með Icelandair. Flug F1440 klukkan 10:30 - lent í Glasgow klukkan 13:50. Ekið til Dumbarton Rock kastala (Bretavirkis/Dún Bretann) og kastalinn skoðaður. Þaðan liggur leiðin til Oban á vesturströndinni en þar verður gist fyrstu nóttina.

 

DAGUR 2

Dagurinn tekinn snemma því nú er haldið í siglingu til Tiree (Tyrvistar, heimaeyjar ættar Ketils flatnefs) með stuttri viðkomu á eyjunni Coll (Kolu). Deginum eytt í skoðunarferð um eyjuna og gist þar næstu nótt. Ferjuhöfnin á Tiree er í Scarinish sem lesendur bókanna þekkja sem Skarfanes, bústað Helga magra og Þórunnar hyrnu. 

DAGUR 3

Siglt til baka til Oban. Þaðan er ekið norður til Fort William sem er við rætur Ben Nevis, hæsta fjalls Bretlandseyja. Gist í Fort William um nóttina.

DAGUR 4

Ekið til Glenfinnan þar sem við kynnum okkur sögu Bonnie Prince Charlie, sem leiddi uppreisnartilraun Jakobíta 1745. Þaðan er ekið norður eftir Great Glen (,,Vatnaleiðin mikla") til Loch Ness þar sem við munum skoða hinn stórfenglega Urquhart kastala. Eftir hádegismat við kastalann er ekið til Burghead (Borgarhöfðavirkis í Vígroða). Þar verjum við dágóðri stund áður en ekið er til Tain, þar sem gist verður næstu nótt. 

 

Pettland kort.jpg

DAGUR 5

Ekið norður til Kataness. Á leiðinni sjáum við vellina þar sem þing norrænna manna er háð í Vígroða við Lagavatn (Loch Loyal) undir Lagafjalli (Ben Loyal), Tungu (Tounge) og Þórsá (Thurso), jörð Auðar. Í Scrabster (Skarabólstað) tökum við ferjuna og siglum í kjölfar Auðar framhjá Hoy (Háey) til Stromness á Orkneyjum, þar sem Orkneyjarjarl bjó undir Varðhól. Við komuna til Orkneyja skoðum við steinaldarþorpið Scara Brae áður en haldið er á gististað í Kirkwall. Þar verður gist næstu 2 nætur.

 

DAGUR 6

Fyrri hluta dagsins er varið í skoðunarferð á Orkneyjum þar sem við heimsækjum Standing Stones of Stennes (brúðkaupið á Steinarnesi í Blóðugri jörð), steinahringinn Ring of Brodgar, Maes Howe grafhauginn og ítölsku kapelluna. Að loknum hádegisverði í Kirkwall er frjáls tími þar sem hægt er að skoða sig um í bænum. Kostur gefst á að fara í heimsókn í viskíverksmiðjuna Highland Park fyrir þá sem það vilja.

 

DAGUR 7

Ekið til Burwick þar sem við tekur ferjusigling yfir Pentlandfirth (Péttlandsfjörð) til John O´Groats. Þaðan er ekið til Buncansby Head (Dungaðsbær í Blóðugri jörð), Freswick (Þraðsvík) og Hill o´Many Stanes á leið okkar til Helmsdale. Þar er snæddur hádegisverður og síðan er ekið suður til Inverness (Nesárósar í Vígroða) þar sem gist verður næstu nótt. 

 

DAGUR 8

Ekið frá Inverness til Stirling með viðkomu í Pitlochry. Frjáls dagur í Stirling. Gist í Stirling (vorferð).

Ekið frá Inverness til Glasgow með viðkomu í Pitlochry. Frjáls dagur í Glasgow. Gist í Glasgow (haustferð).

 

DAGUR 9

Ekið til Glasgow flugvallar. Flug FI431 til Íslands með Icelandair klukkan 14:40 og lent í Keflavík klukkan 16:10.

 

_____________________________________________________________________________________________

Fararstjórar: Vilborg Davíðsdóttir & Snorri Guðmundsson

_____________________________________________________________________________________________

 

VERÐ: £1,475

INNIFALIÐ Í VERÐI

 • Gisting í 8 nætur með morgunverði í tvíbýli

 • Kvöldverður öll kvöldin (8 x)

 • 4 x hádegisverður (Tiree, Helmsdale, Kirkwall)

 • Allur akstur í Skolandi samkv. dagskrá

 • Ferjusiglingar (Tiree & Orkneyjar)

 • Aðganseyrir í söfn og kastala (Dumbarton kastali, Uruqart kastali, Skara Brae, Maes Howe)

 • Íslensk fararstjórn

 • Skattar og gjöld í Skotlandi

Aukagjald fyrir einbýli £270.

 

EKKI INNIFALIÐ

 • Flug til og frá Skotlandi með Icelandair (sjá hér að neðan)- hægt að nota vildarpunkta

 • Ferðatryggingar

 • Hádegisverðir í ferju frá Tiree, Urquhart kastala, ferju til Orkneyja, Glasgow

 

VERÐ FYRIR FLUG

25.05- 02.06.2019: 42.000 kr per mann - innifalið skattar og þjónustugjald, 1 taska 23 kg og handfarangur 10 kg

31.08- 08.09.2019: 41.000 kr per mann - innifalið skattar og þjónustugjald, 1 taska 23 kg og handfarangur 10 kg

Vinsamlegast athugið að verð miðast við gengi og flugvallskatta dagsins í dag.

Hér eru skilmálar hópadeildar Icelandair: www.icelandair.com/is/adstod/skilmalar-og-skilyrdi/skilmalar-hopadeildar/

Staðfestingargjald (óendurkræft) £150 greiðast við bókun.

Greiðsla fyrir flug greiðist til hópadeildar Icelandair 6 vikum fyrir brottför.

Lokagreiðsla ferðar greiðist 5 vikum fyrir brottför.

 

VINSAMLEGAST ATHUGIÐ

Þegar við lögðum upp með þessa ferð í samstarfi við Vilborgu Davíðsdóttur, þá gerðum við ráð fyrir að geta selt 40 sæti. Þegar ferðin (haustferð) var búin að vera í sölu í 36 klst voru yfir 120 manns sem bókuðu sig í ferðina og ljóst að margir verða fyrir vonbrigðum með að komast ekki með í þessa ferð. Ákveðið var að bæta við vorferð og þeir sem voru efstir á biðlista var boðið í þá ferð. Þannig að þeir sem ekki komust að en höfðu skráð sig eru enn á biðlista og munu hafa forkaupsrétt að ferðum sem kynnu að vera bætt við árið 2020.