Austurríki og Slóvenía (2-3 skór)

Skotganga býður uppá einstaka gönguferð í Alpafjöllum Austurríkis og Slóveníu 23-30. ágúst 2019. Fyrstu 4 næturnar er gist í Wagrain, sem er 3.000 manna bær, 70 km suður af Salzburg. Bærinn er staðsettur í fallegum dal (840 m yfir sjávamáli) umkringdur glæsilegum fjöllum. Á vetrum er Wagrain vinsæll skíðabær en á sumrin paradís göngufólks, með ógrynni fallegra gönguleiða allt um kring.

Í Slóveníu heimsækjum við Lubljana, höfuðborg landsins þar sem við kynnum okkur gamla miðbæinn á göngu í fylgd heimamanns og förum síðan í siglingu um sýki borgarinnar. Síðustu 3 næturnar í Slóveníu gistum við í Bled, sem er sannarlega einn fallegasti staður Evrópu og þó víða væri leitað. Við munum ganga í kring um Bled vatnið og einnig heimsækja Bohinj vatn (stærsta vatn Slóveníu) og ganga þar í fjöllum við vatnið.

 


Föstudagur 23. ágúst ´19: Koma

Flug FI532 með Icelandair klukkan 07:20 og lent í München klukkan 13:05. Við tekur akstur til Wagrain í Austurríki (3 klst), þar sem gist verður næstu 4 nætur.Laugardagur 24. ágúst ´19: Sonntagskogel

Gengið frá hótelinu að Grafenberg skíðakláfnum. Ferðin með kláfnum upp Grafenberg fjallið tekur 20 mínútur og endar í 1.709 m hæð yfir sjávarmáli. Við tekur ganga á Sonntagskogel (1.849 m) en þar er stórfenglegt útsýni til allra átta. Hádegisverður snæddur í fjallakofa á Grafenberg og síðan gengið niður fjallið til baka á hótelið.
Sunnudagur 25. ágúst ´19: Hochgrundeck

Ekið frá hótelinu til Ginau. Þaðan er gengið upp á fjallið Hochgrundeck (1.826 m). Hækkun 550 m. Þar er borinn fram hádegisverður í fjallakofa áður en gengið er til baka til Ginau. Ekið til baka á hótelið.
Mánudagur 26. ágúst ´19: Tappenkarsee

Ekið að upphafstað göngu (20 mín). Gengið þaðan til Tappenkarsee, sem er afar fallegt vatn í 1.726 m hæð. Snæðum hádegisverð í fjallakofa við vatnið áður en við höldum til baka.


Þriðjudagur 27. ágúst ´19: Wagrain og Bled

Tékkað út af hótelinu í Wagrain og ekið til Lubljana, höfuðborgar Slóveníu (3 klst). Þar förum við í gönguferð með heimamanni um gamla miðbæinn. Síðan tekur við 2 klst sigling um síki borgarinnar. Borinn fram hefðbundinn slóvenskur hádegisverður í bátnum. Að bátsferð lokinni er ekið til Bled (1 klst), en þar munum við gista næstu 3 nætur.
Miðvikudagur 28. ágúst ´19: Bled

Gengið í kringum Bled vatnið (Bled 360). Stórkostlegir útsýnisstaðir við vatnið. Heimsækjum einnig Bled kastala og skoðum hann. Í lok göngu verður boðið upp á hádegisverð. Frjáls tími í Bled eftir hádegi.
Fimmtudagur 29. ágúst ´19: Orlova Glava, Sija og Ribcev Laz

Ekið að Bohinj vatni (40 mín). Tökum kláf og síðan skíðalyftu upp í fjallið til Orlova Glava í 1.682 m hæð. Þaðan er gengið til Sija (1.880 m) og síðan niður að vatninu aftur til Ribcev Laz. Ekið til baka til Bled.


Föstudagur 30. ágúst ´19: Heimferð

Ekið frá Beld til München flugvallar klukkan 08:30 að morgni. Flug FI531 klukkan 17:35 og lent í Keflavík klukkan 19:30.


Gistingar (4 stjörnu hótel)

Wagrain, Austurríki (4 nætur): Hotel Alpina

Bled, Slóvenía (3 nætur): Hotel Park
Verð: €1,320

 

Innifalið í verði

 • Gisting með morgunverði í 7 nætur

 • Allur akstur samkv. dagskrá

 • 5 x hádegisverðir

 • 1 x hádegisnesti

 • 7 x kvöldverðir

 • Gönguferð með heimamanni í Lubljana

 • Sigling í Lubljana

 • Aðgangseyrir í skíðakláfa

 • Aðgangseyrir í Bled kastala

 • Innlend fararstjórn á gönguleiðum í Austurríki og Slóveníu

 • Íslensk fararstjórn allan tímann


Aukagjald fyrir einbýli €190.

 

Ekki innifalið

 • Flug

 • Drykkir með mat

 • Ferðatryggingar


Erfiðleikastuðull gönguleiða

2 (auðvelt) - 3 (í meðallagi) skór
Við eigum frátekin sæti fyrir hópinn hjá Icelandair

43.400 ISK per mann - innifalið skattar og þjónustugjald, 1 takska 23 kg og handfarangur 10 kgVinsamlegast athugið að verð miðast við gengi og flugvallskatta dagsins í dag.

Hér eru skilmálar hópadeildar Icelandair: www.icelandair.com/is/adstod/skilmalar-og-skilyrdi/skilmalar-hopadeildar/Óafturkræft staðfestingargjald £150 per mann greiðist við bókun.

Greiðsla fyrir flug greiðist til hópadeildar Icelandair 6 vikum fyrir brottför.

Lokagreiðsla ferðar greiðist 5 vikum fyrir brottför.