Skoðunarferðir - Glasgow og Edinborg

Við bjóðum uppá skemmtilegar skoðunarferðir í Glasgow og Edinborg, bæði akandi og gangandi. Þar kynnum við okkur sögu borgarinnar og njótum þess sem er í boði. Hvort sem þið eruð í klúbbi, að ferðast með fjölskyldu, vinum eða vinnuhópum þá sníðum við ferðina að ykkar þörfum.

 

 

Skoðunarferðir um sveitir Skotlands

Við bjóðum upp á heilsdag ferðir um hálendi Skotlands, bæði frá Edinborg og Glasgow. Keyrt er að hinu rómaða Loch Lomond þar sem er hægt að sigla á vatninu, keyrum um hið undurfagra Trossach hérað með viðkomu í fallegum smábæjum. Hálandarheimsóknin er ómissandi þáttur í heimsókn til Skotlands.