GÖNUGFERÐ Í ENGLANDI - CORNWALL, DEVON OG DORSET (2-3 SKÓR) - UPPSELT

South Western Coastal Path er lengsta merkta gönguleið í Englandi (1.014 km). Þessi gönguleið er af mörgum talin sú besta í Englandi og þó víðar væri leitað. Leiðin liggur meðfram strandlengjunni frá Minehead í Somerset, í gegnum Cornwall, Devon og Dorset. Skotganga býður uppá 2 ferðir 2019 (16 – 23 júní og 23 – 30 júní) þar sem gengnir eru valdir kaflar af þessari leið í Cornwall, Devon og Dorset.


SUNNUDAGUR

Flug FI450 með Icelandair til London Heathrow. Brottför 07:40, lending 11:45.

Við tekur akstur til St Ives, Cornwall þar sem gist verður næstu 2 nætur.

stives.png

MÁNUDAGUR

St Ives er afar fallegur og vinsæll sjávarbær á vesturströnd Cornwall. Margir listamenn hafa alið manninn í St Ives, og þar er til dæmis að finna útibú frá hinu heimsfræga Tate safni, Tate St Ives.

Í dag göngum við 12 km hringleið frá bænum meðfram ströndinni til Carn Nuan og gengið til baka inn til landsins meðfram bóndabæjum og ökrum. Eftir gönguna er boðið uppá hádegisverð í St. Ives.

Frjáls tími eftir hádegisverð til að skoða sig um í bænum.

ÞRIÐJUDAGUR

Eftir morgunverð er tékkað út af hótelinu í St Ives, og ekið stutta vegalengd til St Just. Þar munum við gista næstu 2 nætur.

Í dag er gengið meðfram stöndinni frá St Just til Lands End, 14 km leið.

Lands End er eitt þekktasta kennileiti Bretlands. Frjáls tími þar og kjörið að láta taka mynd af sér við hið fræga Lands End skilti. Þar er einnig að finna gjafavöruverslanir og veitingasölu.

Á góðum degi er útsýni yfir til Scilly eyjar, sem er staðsett 45 km vestur af stöndinni.

Ekið til baka á hótelið í St Just.

MIÐVIKUDAGUR

Ekið til Lands End, þar sem næsti hluti göngunnar hefst (14 km). Gengið fallega leið til Porthcurno.

Þar munum við skoða hið einstaka Minack útileikhús sem er byggt í stórbrotnu landslagi á klettóttri ströndinni.

Áfram höldum við göngunni meðfram ströndinni og endum í lítilli vík, Penberth Cove. Þaðan ökum við til Marazion. Skammt undan ströndinni er St Michaels Mount, lítil eyja sem hægt er að ganga útí á fjöru. Gengið / siglt út í eyjuna og kastalinn þar skoðaður.

Að lokinni heimsókninni til St Michaels Mount er ekið til baka á hótelið í St Just.

FIMMTUDAGUR

Í dag er ekið til Torquay með viðkomu í Port Isaac.

map.png

Port Isaac er heillandi fiskiþorp á norðurstönd Cornwall, frægt fyrir að vera sögusvið Doc Martin sjónvarpsþáttanna sem hafa notið mikilla vinsælda víða um heim. Boðið verður uppá gönguferð um bæinn í fylgd heimamanns, sem mun fræða okkur um sögu bæjarins og allt sem þið viljið vita um Doc Martin þættina. Að loknum göngutúrnum verður boðið uppá hádegisverð í bænum.

Við ökum síðan sem leið liggur til Torquay sem er vinsæll ferðamannastaður á Ensku Riverunni í Devon. Þar munum við gista næstu 2 nætur.

FÖSTUDAGUR

Gengið meðfram strandlengjunni frá Torquay til Brixham, sem er fallegur fiskibær (14 km).

Boðið verður uppá hádegisverð í bænum á sjávarréttarstað. Síðan er frjáls tími í bænum til að skoða sig um og verður siglt til baka til Torquay.

LAUGARDAGUR

Ekið til Lulworth Cove, sem er smábær við fallega vík í Dorset. Þaðan er gengin hringleið til Durdle Door og meðfram Jurassic strandlengjunni (12 km).

Að göngu lokinni er ekið til Bournemouth, þar sem gist er síðustu nóttina.

MAP2.png

SUNNUDAGUR

Ekið til Heathrow flugvallar. Flug FI451 klukkan 13:05 og lent í Keflavík klukkan 15:10 (23. júní).

Ekið til Gatwick flugvallar. Flug FI471 klukkan 13:05 og lent í Keflavík klukkan 15:10 (30. júní).

Gistingar

 • St Ives, Cornwall (2 nætur): Tregenna Castle Hotel

 • St Just, Cornwall (2 nætur): The Commercial / The Wellington / Cape Cornwall Golf & Lesure

 • Torquay, Devon (2 nætur): The Imperial Torquay

 • Bournemouth, Dorset (1 nótt): Heathlands Hotel / The Queens Hotel & Spa

Verð per mann í tvíbýli: £1,110 - Aukagjald fyrir einbýli: £280

Innifalið í verði

 • Gisting með morgunverði í 7 nætur

 • Allur akstur skv. dagskrá

 • 3 x hádegisverðir

 • 3 x hádegisnesti

 • Gönguferð með heimamanni í Port Isaac

 • Aðgangseyrir St Michael‘s Mount kastali

 • Aðgangseyrir Minack Theatre

 • Sigling Brixham til Torquay

 • Íslensk fararstjórn

Ekki innifalið

 • Flug

 • Ferðatryggingar

VERÐ FYRIR FLUG

16.06- 23.06.2019: 35.800 ISK per mann - innifalið skattar og þjónustugjald, 1 takska 23 kg og handfarangur 10 kg

23.06- 30.06.2019: 35.000 ISK per mann - innifalið skattar og þjónustugjald, 1 taska 23 kg og handfarangur 10 kg

Vinsamlegast athugið að verð miðast við gengi og flugvallskatta dagsins í dag.

Hér eru skilmálar hópadeildar Icelandair: www.icelandair.com/is/adstod/skilmalar-og-skilyrdi/skilmalar-hopadeildar/


Óafturkræft staðfestingargjald £150 per mann greiðist við bókun.

Greiðsla fyrir flug greiðist til hópadeildar Icelandair 6 vikum fyrir brottför.

Lokagreiðsla ferðar greiðist 5 vikum fyrir brottför.