Ganga og jóga á Costa Blanca

 
Vegna fjölda áskoranna hefur verið ákveðið að setja upp aðra jóga- og gönguferð til Costa Blanca. Þetta er frábær ferð fyrir vinkonur, mæðgur, vinnufélaga og einstaklinga.

Þessi ferð okkar mun vera blanda af göngu og jóga í 5 daga. Inga sér um göngurnar og eru þær frá 3 tímum upp í 5 tíma. Göngurnar eru meðal erfiðar og ættu allir að geta tekið þátt í þeim. Jóga er í boði Siggu Dísar og er hver jógaastund um 60 mínútur.

Sigga Dís kláraði Hatha yoga námið hjá Ásmundi Gunnlaugssyni árið 2002 og kenndi á Álftanesi frá árunum 2002- 2010 og svo í Heilsumiðstoð frá 2010- 2016. Ásamt því var hún í afleysingarkennslu í Sporthúsinu og hjá Auði Bjarna í gegnum árin. Tímarnir byggjast upp á jafnvægi, styrk og öndun.

Gist er á Albir Playa Hotel & Spa sem er 4**** hótel á frábærum stað rétt við ströndina í Albir. Það tekur örfáar mínútur að rölta á ströndina sem er steinvöluströnd. Þjónustan á hótelinu er afar fjölbreytt og því flestir sem geta fundið eitthvað við hæfi. Það er útisundlaug í hótelgarðinum en einnig er innisundlaug og heilsulind. Á hverju herbergi er sjónvarp, hárþurrka, ísskápur/minibar, svalir og þráðlaust net án endurgjalds.

 

 

8. október ´19

Flug FI1582 með Icelandair (VITA) frá Keflavík klukkan 13:30 og lent á Alicante flugvelli klukkan 19:50. Fararstjóri tekur á móti hópnum á flugvellinum og við tekur um klukkustunda keyrsla á Hotel Albir Playa & Spa. 

IMG_4457.jpg

 

9. október ´19

Um klukkan 10:00 gerum við okkur klár fyrir fyrsta göngudaginn sem verður í léttari kantinum. Smá upphitun fyrir næstu daga og munum við ganga frá hóteli að El Faro (vitanum) í Albir. Þaðan er gríðarlega fallegt útsýni hvert sem litið er og hægt að sjá út til Calpe og upp í Bernia fjöllin þar sem við munum ganga næstu daga. Við munum bjóða upp á jógatíma á ströndinni áður en gengið er til baka á hótel.

Ganga: 9 km

 

download.jpg

 

10. október ´19

Þessi fallega ganga byrjar í um 500 m hæð og er gengið á fjölbreyttum göngustígum, stórum steinum og lausagrjóti og er útsýnir frá göngunni alveg stórkostlegt. Til vinstri má sjá norður strönd Costa Blanca og upp til Valencia og til hægri yfir Altea, Albir og Benidorm. Úti við blasir Calpe kletturinn eða Penon d´lfach sem er nokkurskonar Gibraltar Alicante. Seinnipartinn verður boðið uppá jóga á hótelinu. 

Ganga: 11 km

 

IMG_8147.jpg

 

11. október ´19

Eftir staðgóðan morgunverð verður lagt af stað með rútu út í óvissuna. Við tökum yoga áður en gengið er niður einn af fegurstu dölum Costa Blanca. Seinnipartinn er hópurinn bókaður í heilsulindina á hótelinu og er það innifalið í heildarverði.

Ganga: 5 km 

 

IMG_8124.jpg

 

12. október ´19

Rúta frá hóteli um morguninn og keyrt er til La Fustera. Þaðan er gengið meðfram strandlengjunni til Calpe. Þar sækir rútan hópinn og þaðan er keyrt til vínbónda þar sem boðið er upp á heimsókn áður en keyrt er aftur heim á hótel.

Ganga: 7 km

 

13. október ´19

Boðið verður upp á jóga um morguninn á hóteli og eftir það er frjáls dagur. Tilvalið að skella sér í sólbað eða spa, fara á markaði og í verslanir fyrir þær sem vilja. Eins mælum við með að fara yfir til Altea, bæði að kvöldi sem degi en þar er að finna mikið af smáverslunum og skemmtilegum veitingastöðum.

 

IMG_4448.jpg

 

14. október ´19

Dagurinn byrjar á ca. 40 mín keyrslu til Collasa, upphafstað göngu. Þar munum við ganga framhjá Guadalest uppistöðulóninu og að litlum bæ sem kallast Beniarda (ca. 10 km). Eftir gönguna ökum við að Guadalest sem er eitt sérstæðasta fjallaþorp Spánar. Í þorpinu er frjáls tími og tilvalið að skoða sig um og kíkja í söfn.  Seinnipartinn er boðið upp á jóga á hótelinu. 

Ganga: 10 km

IMG_8277.jpg

 

15. október ´19

Um morguninn er boðið upp á jóga á hótelinu. Eftir það er frjáls dagur fram að brottför. Lagt er af stað með rútu upp á flugvöll klukkan 18:00. Flug FI1583 með Icelandair (VITA) klukkan 20:50 og lent er í Keflavík klukkan 23:20.

 

 

Verð: 1145

Innifalið í verði ferðar:

Akstur til og frá flugvelli, ferðir til og frá upphafsstað göngu, gisting og morgunverður alla dagana, hádegisnesti á þremur göngudögum (samloka, ávöxtur og orkustangir), kvöldverðir og vín og vatn með mat alla daga, heimsókn í vínbúgarð og jógatímar. Íslensk fararstjórn allan tíman.

Verð miðast við tvíbýli. Aukagjald fyrir eins manns herbergi €175.

Vinsamlegast athugið að flug er greitt sérstaklega. Við eigum frátekin sæti hjá VITA ferðum (Icelandair) á 59.999 ISK - innifalið í verði er innrituð 23 kg taska og 10 kg handfarangur. Flug er fest í mars með 40.000 ISK innáborgun og eins er innáborgun á hótel £150 per mann greitt til Skotgöngu.