24. desember 20181. október 2018

Inga og Helga bjóða upp á kvennaferð til Tenerife 2-9. mars 2019. Þar munu þær leiða hópinn og verður ýmislegt brallað m.a. verður boðið upp á skoðunarferðir, hannyrðahorn, léttar göngur, sundleikfimi, út á lífið, leik og gleði. Nánari uppýsingar HÉR.


18. september 2018

Þá er ferðin til Cornwall komin í sölu - settar voru upp tvær ferðir og er fyrri ferðin 16-23. júní og seinni 23- 30. júní 2019. Allar nánari upplýsingar HÉR.

29342556_2066107993414542_4013964447864324096_o.jpg1. júní 2018

Inga fékk þessa krúttlegu gjöf frá Sólveigu Jensdóttur sem var að ljúka göngu með henni á West Highland Way. Hönnuður er Kata - hægt er að skoða heimasíðu fyrir þá sem hafa áhuga á flokakonan.is. 

21. maí 2018

Um helgina fórum við í könnunarleiðangur til Cornwall en þar stefnum við á að setja upp ferð árið 2019. Mikill áhugi er á gönguferð á þessu svæði enda gríðarlega fallegt og þar hafa m.a. verið teknir upp þættirnir Doc Martin.

18. maí 2018

Skotlandsferð 31.08.2019 - 08.09.2019 - Á slóðir Auðar djúpúðgu með Vilborgu Davíðsdóttur er komin í sölu. Allar nánari upplýsingar og bókanir má finna HÉR. Beiðnum um bókanir verður svarað mánudaginn 21.05.

11. maí 2018

Það var fríður hópur frá Kvennfélagi Álftaness sem kom með okkur í skoðunarferð til Edinborgar í dag. Hér eru þær fyrir framan Prestonfield House en þar voru þær á leið í Afternoon Tea.

 

6. maí 2018

Kiwanisklúbburinn Eldey mætti til Glasgow á fimmtudaginn sl. Farið var með hópinn í dagsferð til Edinborgar á föstudeginum og á laugardeginum var sveitaferðin þar sem var m.a. stoppað í Glengoyne. Takk fyrir komuna kæru vinir.

 

21. apríl 2018

Við vorum svo heppnar að kynnast þessum yndislegu konum í mæðgnaferðinni á Costa Blanca sem lauk í dag. Þetta var einstaklega skemmtileg ferð og það var fallegt að sjá hversu miklar vinkonur þær voru allar saman.

30710341_10156488678242189_8929574812747924351_n.jpg

 

12. apríl 2018

Við fengum þessa fallegu mynd senda frá Rakel Brá Siggeirsdóttir sem West Highland Way á eigin vegum með aðstoð Skotgöngu. Það er gaman að sjá snjóinn á leiðinni sem er mjög óvenjulegt í aprílmánuði. 

Rakel3.jpg

 

9. febrúar 2018

Við erum alveg í skýjunum yfir hvað "Ganga og sjálfsrækt á Costa Blanca" seldist fljótt upp og því höfum við ákveðið að setja upp eins ferð vikunni á undan. Hægt er að lesa allt um ferðina HÉR

frettir.jpg

 

4. febrúar 2018

Ný ferð hjá Skotgöngu með Ingu Geirs fararstjóra og Kristínu Lindu Jónsdóttir, sálfræðing og ritstjóra tímaritsins Húsfreyjunnar. Allar nánari upplýsingar um ferðina má sjá HÉR

27332445_10215155249097029_2706833578790905712_n.jpg

 

5. janúar 2018

Skotganga (Inga) í viðtali við Austur Frétt í blaðinu í dag - lesa HÉR

IMG_7590.JPG

 

24. desember 2017

Jólakort.jpg

 

4. desember 2017

Um helgina vorum við með um 160 manns á vegum FA Travel í Manchester. Farið var í skoðunarferð um borgina og áhugasamir fóru með Snorra á Old Trafford á meðan hinir fóru með Ingu í Trafford Centre. 

24818871_10211819608182559_1654664602_o.jpg

 

27. nóvember 2017

Í nóvember erum við búin að vera með yfir 250 manns í Edinborg - bæði hópar sem hafa bókað beint í gegnum okkur og eins með Icelandair og VITA ferðum. Þessi mynd er af DOME sem er gaman að heimsækja en þar er alltaf byrjað að skreyta í byrjun nóvember. 

12273617_10207833425536016_5181762580589213800_o.jpg

 

31. október 2017

Síðustu gönguferð lokinni á Costa Blanca þetta árið. Fólk var alveg í skýjunum með ferðina og nú erum við byrjuð að taka við bókunum fyrir 2018. Mæðgnaferðin er 13. - 20 apríl (örfá sæti laus) og blönduð ferð frá 21. - 28 apríl. 

IMG_8147.JPG

 

19. október 2017

Þá er dagskráin fyrir 2018 komin í loftið - sjá undir DAGSKRÁ. Ferðir bæði hér í Bretlandi (West Highland Way og Hadrian´s Wall) og á Spáni (Tenerife og Costa Blanca). Haustferðirnar verða kynntar síðar (Costa Blanca og Costa Brava).

FullSizeRender.jpg

7. október 2017

Nýtt á prjónunum hjá Skotgöngu - ferð til Tenerife 27. febrúar til 6. mars. Hérna ætlum við að blanda saman handavinnu, léttri hreyfingu (göngur og sundleikfimi) og skoðunarferðum. Frábær ferð fyrir vinkonur, saumaklúbba og kvenfélög.

prjónaferð.jpg

 

21. september 2017

Hér er útskriftarhópur MR 1954 (MR54) sem kom í vikuferð til Glasgow. Áttum saman yndislega tíma í skoðunarferðum um Glasgow, Edinborg og Hálönd Skotlands. Hér er hópurinn staðsettur í Luss við Loch Lomond.   

MR54NEW.jpg

19. september 2017

Við vorum svo heppin að fá þennan glæsilega hóp til Skotlands sem kom m.a. með okkur í Sveitaferð, Borgarferð og dagsferð til St. Andrews. Takk fyrir skemmtilega samveru kæru KR-ingar.

FullSizeRender (003).jpg

18. september 2017

Þá er seinni göngunni á Costa Brava lokið - í ferðinni var um helmingur sem hefur komið með okkur áður og öllum bar saman um að þessi ferð hafi verið einstaklega skemmtileg. Hér erum við í Pals með Söndru sem er fararstjórinn okkar á þessu svæði.

Costa Blanca Blönduð.jpg

10. september 2017

Þessar frábæru konur komu með okkur í fyrstu gönguferðina til Costa Brava. Ferðin gekk eins og í sögu og nú er komið að því að taka á móti næsta hóp sem er fyrir bæði konur og karla. 

rsz_img_7281.jpg

15. ágúst 2017

Í dag lukum við síðustu göngunni í Skotlandi á þetta árið - og eins og góður maður sagði ,,Hér er enginn ókunnugur, bara vinir sem eiga eftir að hittast." Þessi fallega mynd er tekin frá Rowardennan Hóteli.

6. ágúst 2017

Þá eru komnar inn á síðuna okkar tvær kvennaferðir í sölu fyrir 2018. Annarsvegar Mæðgnaferðin til Costa Blanca og hinsvegar Léttgöngu og Yoga ferðin til Tenerife. Allar nánari upplýsingar um ferðirnar eru að finna hér.

5. ágúst 2017

Nú erum við að setja upp Mæðgnaferð til Costa Blanca í apríl á næsta ári. Einstök gönguferð til að styrkja mæðgnaböndin. Ömmur, dætur og dótturdætur eru hvattar til þess að skoða þessa skemmtilegu ferð og skapa minningar um samveru sem aldrei gleymast.

29. júlí 2017

Þá vorum við að ljúka WHW seinni hluta og voru nokkrir í hópnum sem komu með okkur fyrri hlutann fyrir 9 árum. Hér eru Gunnar og Anna Pála í Skotgöngu bolum sem við seldum á okkar allra fystu göngum.

12. júlí 2017

Komin heim eftir frábæra ferð á Great Glen Way með 16 manna hóp frá Íslandi. Hér er hópurinn að leita af Loch Ness skrýmslinu eða Nessie eins og heimamenn kalla hana.

9. júlí 2017

Þá er Danski hópurinn okkar farinn heim eftir að hafa gengið seinni hluta West Highland Way frá Tyndrum til Fort William. Nú er hópurinn að plana að koma aftur árið 2019 og taka fyrri hluta leiðarinnar. 

8. maí 2017

Um helgina var Skotganga með 120 manna hóp frá AKÓGES sem kom í 75 ára afmælisferð til Glasgow. Farið var í nokkrar skoðunarferðir með hópinn og eins notuðu sumir tækifærið og skelltu sér á Celtic leik með Snorra.  

20. mars 2017

Í síðustu viku fengum við flottan hóp frá Fylkir sem komu í ferð til Skotlands. Gistu þau m.a. í Callander í 2 nætur á Roman Camp Hotel. Hér er hópurinn fyrir utan hótelið á leið í göngu í nágrenni Callander.

 

24. desember 2016

30. nóvember 2016

Skotganga verður á Íslandi 1.- 10. desember að kynna ferðir fyrir 2017. Laugardaginn 3. desember og sunnudaginn 4. desember verðum við með kynningar á Kaffi Laugarlækur, Laugarnesvegi 74 a klukkan 15:00.

17. nóvember 2016

Um helgina mun jólamarkaðurinn opna hér í Edinborg. Við erum að fara að taka á móti hátt í 500 manns á næstu tveimur vikum bæði frá FA Travel, Vita Ferðum og Heimsferðum svo skemmtilegir tímar framundan. 

5. nóvember 2016

Vorum að setja upp nýja göngu- og yoga ferð til Tenerife fyrir konur á öllum aldri. Þessi ferð á eftir að seljast fljótt upp svo endilega hafið samband fyrr en síðar. Hægt er að lesa allt um ferðina hér.

19. október 2016

Erum búin að eiga yndislegan tíma á Costa Blanca með hópunum okkar í október. Í seinni ferðinni var hluti hópsins á vegum Blindrafélagsins og þar tók Gísli Helgason saman skemmtilegan hljóðpistil - hægt er að hlusta á viðtölin hér

20. september 2016

Komin heim eftir frábæra ferð á Costa Brava þar sem við vorum að kynna okkur nýjar gönguleiðir fyrir 2017. Þessi ferð fer í sölu á næstunni og verður boðið upp á kvennaferð í vor og karla- og kvennaferð í september.

1. ágúst 2016

Síðustu helgi kom Fiskimarkaður Íslands í árshátíðarferð til Edinborgar. Við buðum hópnum upp á skoðunarferðir og hjálpuðum þeim að finna sal fyrir aðalkvöldið. Þessi var fyrir valinu - þetta er The Caves sem er einn af földu fjársjóðum Edinborgar.

30. júní 2016

Skotganga kom í Vikunni í dag - þar er rætt við Ingu Geirs um gönguferðir um skosku hálöndin og fjalllendi suðrænni staða. Endilega nælið ykkur í eintak. 

 

15. júní 2016

Það voru stoltir Íslendingar sem hófu West Highland Way gönguna í síðustu ferð. Einstaklega skemmtileg ferð að baki og einstaklega gaman að vera frá Íslandi í útlöndum þessa dagana. 

1. júní 2016

Frábær ferð að baki í þessu flotta veðri. Hér er hópurinn við nýja endastaðinn á West Highland Way. Vonum að veðrið haldi áfram að leika við okkur og að næstu hópar verði eins heppnir.

26. maí 2016

Yndisleg ferð á West Highland Way lauk í dag en hópurinn gekk frá Milngavie til Tyndrum - Í næstu viku munum við taka á móti hóp sem er að koma að ganga seinni hlutan frá Tyndrum til Fort William. 

12. maí 2016

Kynningarfundur um göguferðir á Costa Blanca og Tenerife hjá Vita ferðum í dag, Skógarhlíð 12, klukkan 17:30. Allir velkomnir.

11. maí 2016

Í dag fóru Magga og Gary með hóp til Fife hérðaðsins í þessu fallega veðri. Hér er hópurinn við Old Course golfvöllinn í St. Andrews. 

30. apríl 2016

Komnar heim eftir frábæra ferð á Costa Blanca með 40 skvísum. Einstaklega skemmtileg ferð að baki og hlökkum við mikið til að fara í næstu ferð.

5. mars 2016

Þessi mynd var tekin á fyrstu West Highland Way göngunni þetta árið þegar gengið var með 11 manna fjölskyldu frá Milngavie til Tyndrum.

22. janúar 2016

Skotganga verður á Íslandi í febrúar - Endilega hafið samband ef þið viljið fá kynningar á ferðum okkar 2016 og 2017.

 24. desember 2015

4. ágúst 2015

Í danska hópnum okkar í sumar var Thomas Sorensen blaðamaður með í för. Hér er hægt að lesa greinina sem hann skrifaði fyrir Rejse Advisen.

12. júlí 2015

Í gær kom þessi flotti hópur frá Íslandi og Finnlandi til Fort William eftir 7 daga göngu. Hluti voru sjónskertir og blindir auk níu annarra göngugarpa og vakti hópurinn mikla athygli.

27. júní 2015

Í helgarblaði Morgunblaðsins var farið yfir hina vinsælu gönguferð um West Highland Way og sérferð á slóðir Auðar Djúpúðgu.

13. mars 2015

Í dag fór Magga með flottum hópi frá Sauðarkróki í hálfsdasferð til Balloch, Aberfoyle og Glengoyne Whisky Distillery.  

photo 1.JPG

12. febrúar 2015

Í sumar höfum við ákveðið að breyta ferðinni West Highland Way þann 9-18. júní í skvísuferð þar sem eingöngu konur hafa skráð sig í ferðina. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem við bjóðum upp á kvennaferð og hafa þær verið einstaklega skemmtilegar.

26. janúar 2015

Kynningarfundur um Suðureyja ferðina 13-20. september á slóðir Auðar Djúpugðu verður hjá Úrval Útsýn - Hlíðarsmára 19 - laugardaginn 26. janúar milli klukkan 16:00 og 18:00. Allir velkomir - Inga & Snorri

Callanish.jpg

22. janúar 2015

Kynningarfundur verður hjá Blindrafélaginu - Hamrahlíð 17 - fimmtudaginn 22 jan klukkan: 17:00. Kynnum gönguferðirnar West Highland Way - Great Glen Way - Hadrian´s Wall og Tenerife. Allir velkomnir.

17. janúar 2015

Opið hús verður í Studio Os - Rangárseli 8 - laugardaginn 17. janúar milli 14:00 og 18:00. Allir velkomnir að kíkja inn og kynna sér gönguleiðir og aðrar ferðir í Skotlandi og Englandi. Heitt verður á könnunni. Hlökkum til að sjá ykkur - Inga & Helga.

29. september 2014

21 - 28 september fór Skotganga með 40 manna hóp frá Íslandi um vestur hálönd Skotlands og Suðureyjar (Mull, Iona, Sky, Harris og Lewis). Uppselt var í þessa ferð og biðlisti  og þótti ferðin gríðarlega vel heppnuð. Því hefur verið ákveðið að bjóða uppá samskonar ferð 13 - 20 september 2015. Fylgist með á dagskrá.

download.jpg