Heilsa og hamingja - Ganga og sjálfsrækt með Ingu Geirs og Kristínu Lindu

Skotganga býður til einstakrar vikudvalar fyrir konur, 40 ára og eldri, á Alicante á Spáni í apríl 2019. Inga Geirs sér um allt skipulag og gönguferðir en Kristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur og ritstjóri tímaritsins Húsfreyjunnar heldur námskeiðið: LISTIN AÐ LIFA - Stefnumótun, vellíðan, hamingja og heilsusamlegan lífstíl í einkalífi og á vinnustað.

Námskeiðið er byggt á sálfræðilegri þekkingu, hugrænni atferlismeðferð, jákvæðri sálfræði, núvitund og samkenndarsálfræði og er bæði hagnýtt og öflugt og jákvætt og skemmtilegt. Allir þátttakendur fá skjal til staðfestingar á námskeiðinu.

Í setustofu verður samveru- og prjóna/heklusvæði fyrir hópinn þar sem kjörið er að slaka á, spjalla, prjóna eða hekla og njóta samveru. Vikan verður skemmtileg og uppbyggjandi fyrir líkama og sál, jákvæð og gefandi samvera, fróðleikur og fjör.

Allar konur 40+ velkomnar en stakar konur eru sérstaklega hvattar til að koma, taka þátt og mynda ný vinabönd. Allir dagskráliðir, göngur, námskeið og prjón er að sjálfsögðu valkvætt þannig að þú tekur þátt í því sem þú óskar þegar þú vilt. Morgunverður er innifalinn alla dagana á hótelinu frá 08:00- 09:00 og kvöldverður frá 19:00.

Hótel - Albir Playa Hotel & Spa er 4**** hótel á frábærum stað rétt við ströndina í Albir. Það tekur örfáar mínútur að rölta á ströndina sem er steinvöluströnd. Þjónustan á hótelinu er afar fjölbreytt og því flestir sem geta fundið eitthvað við hæfi. Það er útisundlaug í hótelgarðinum en einnig er innisundlaug og heilsulind. Á hverju herbergi er sjónvarp, hárþurrka, ísskápur/minibar, svalir og þráðlaust net án endurgjalds. 

 

2. apríl ´19

Fararstjóri tekur á móti hópnum á Alicante flugvelli og keyrt er á Albir Playa Hotel & Spa.

 

IMG_4457.JPG

3. apríl ´19

10:00- 12:00 Námskeið - Stöðumat, líðan, sjálfsþekking, jákvæðni og lífsgleði. Að lifa heilsusamlegu og skemmtilegu lífi, fræðsla, æfingar og spjall. Gaman saman.

12:30- 14:00 Ganga - kynningarganga um svæðið, um 4 km.

17:00- 19:00 Prjónasamvera.

 

IMG_4425.JPG

4. apríl ´19

09:00- 11:00 Námskeið - Heilsusamlegt dagskipulag og vinnuhegðun fyrir líkama og sál. Vönduð og uppbyggileg samskipti, meðvirkni, mörk, velvild og færni í að vera skemmtilegur!

11:30- 15:30 Ganga til Altea. Gengið upp í Gamla bæinn og hann skoðaður og heim aftur um 8 km, ef fólk vill er hægt að taka leigubíl til baka.

17:00- 19:00 Prjónasamvera.

 

download.jpg

5. apríl ´19

09:00- 11:00 Námskeið - Að rækta hamingjuna á fjölbreyttan hátt. Jákvæð sálfræði, núvitund, greining ánægjustunda, gleði, sjálfsefling og sjálfssátt. Meiri hamingja er möguleg!

11:30- 15:30 Ganga - La Fustera til Calpe um 7 km ganga - keyrt á upphafsstað og svo heim aftur.

17:00- 19:00 Prjónasamvera.

 

IMG_8173.jpg

 

6. apríl ´19

Frjáls dagur algjörlega að eigin vali - njótið dagsins!

 

IMG_4448.JPG

 

7. arpíl ´19

09:00- 11:00 Námskeið - Styrkur og bjargráð, hagnýt úrræði á álagstímum og í krefjandi lífi, leiðir til einföldunar. Gagnleg ráð við þreytu, streytu, áhyggjum og álagi.

11:30- 15:30 Ganga - El Faro vitinn, 9 km.

17:00- 19:00 Prjónasamvera.

 

download (1).jpg

8. apríl ´19

09:00- 11:00 Námskeið - Líflínan mín, ævintýri og áskoranir, stefnumótun og framtíðarsýn. Að greina gildi og markmið og vinna eigin stefnuskrá og óskalista. Ævintýri enn gerast!

11:30- 17:30 Guadalest - gengin þar falleg leið meðfram uppistöðulóni og þaðan er farið til Guadalest og hefur fólk þar frjálsan tíma til að skoða sig um þetta fallega þorp áður en lagt er af stað heim. 

 

IMG_8277.jpg

 

9. apríl

Tékkað út af hótelherbergum klukkan 12:00. Rúta á Alicante flugvöll.

 

Verð: €1,005

 

Innifalið

Akstur til og frá flugvelli, gisting með morgunverð og kvöldverð (innifalið vín og vatn með mat), námskeið og námsgögn, gönguferðir, keyrsla til/frá gönguleiðum. Aðgangur í heilsulind hótelsins einn daginn (aðra daga er greitt sérstaklega og eins ef fólk vill fara í nudd og slíkt þá er það greitt á hótelinu). Íslensk fararstjórn allan tíman. 

Verð miðast við tvíbýli. Aukagjald fyrir eins manns herbergi €175.

Ekki innifalið

Flug og ferðatryggingar

Vinsamlegast hafið samband við Ingu - inga@skotganga.co.uk eða Kristínu Lindu Jónsdóttur, sálfræðing - kristinlinda@huglind.is til að skrá ykkur í ferðina. Við bókun þarf að koma fram fullt nafn, kennitala, heimilisfang, póstnúmer og staður og eins hvernig herbergi er verið að bóka.

Allir þátttakendur fá viðurkenningarskjal fyrir þátttöku á 10 klukkustunda námskeiðinu: Listin að lifa - Stefnumótun, vellíðan, hamingja og heilsusamlegur lífstíll í einkalífi og á vinnustað. Sem nýta má til að sækja um styrk frá sjóðum sléttafélaga eða aðra styrki til endurmenntunar sem viðkomandi kann að eiga rétt á.