Gönguferð á Tenerife - 5 göngudagar (2-3 skór)

Skotganga býður upp á vikuferð til Tenerife í mars 2020 þar sem gist er bæði á norður hluta og suður hluta eyjarinnar.

Norðurhluti Tenerife

Í Puerto de La Cruz, þeim sögufræga bæ á norðurhluta eyjunnar, hófst ferðamannaiðnaðurinn fyrir meira en 100 árum. Þangað leituðu fyrstu ferðamennirnir upphaflega í betra vetrarloftslag að læknisráði. Þessi fallegi bær þykir búa yfir rólegu og notalegu andrúmslofti. Gamli bærinn er sérstakur með fallegar lágreistar byggingar og þröngar skemmtilegar göngugötur. Strandgatan Avenida de Colon er einstök, hún liggur fremst á lágum klettum og endar við hina frægu sjósunlaugaþyrpingu ,,Lago Martianez” sem hönnuð var af listamanninum Cecar Manrique frá Lanzarote.


Suðurhluti Tenerife

Suðurhlutinn er ekki jafn gróðursæll og sá nyrðri en að flestra mati alveg jafn heillandi á sinn hátt. Landið er hrárra, gróðurinn er öðruvísi og lágreistari. Þrátt fyrir erfiðari náttulegra aðstæður til ræktunar er mikil banana- og alls konar ávazta- og grænmetisframleiðsla á þessu svæði. Áður fyrr byggðu bændur upp plantekrur og ræktuðu land á stöllum í hlíðunum og leystu vatsskortinn með því að byggja upp skurðanet á yfirborðinu sem flutti vatn þangað. Annars er suðurhlutinn mikið ferðamannasvæði og þjónusta við ferðamenn stærsti atvinnuvegurinn. Fiskiveiðar hafa verið stundaðar þarna frá fornu fari. Stærstu ferðamannasvæðin eru gamli fiskimannabærinn Los Cristianos, elsta svæðið heitir Ten Bel og það er stærsta í dag er Playa de las Americas, og Adeje.


Veðurfar með tilliti til göngufólks

Þæginlegt loftslag er ein meginástæða fyrir vinsældum Tenerife sem áfangastaðar. Óvenjulegt er ef hitinn fer upp fyrir 32 gráður á sumrin og niður fyrir 16 gráður á vetruna ef hægt er að tala um vestur. Þumalputtareglan er sú að aðeins er hlýrra og þurrara á suðurhlutanum. Frá sjónarhóli göngufólks er sumarið ekki kjörtíminn fyrir göngur heldur hentar tímabilið frá september fram í júní betur - en auðvitað getur það verið mismunandi.


Þriðjudagur 10. mars ´20: Koma

Flug D83800 með Norwegian klukkan 09:30 og lent á Tenerife Sur flugvelli klukkan 15:15. Þaðan er keyrt í ca. klukkutíma til Pueorto De La Cruz, á norðurhluta eyjunnar, þar sem gist er á Hotel Catalonia Las Vegas næstu 3 nætur.

Miðvikudagur 11. mars ´20: Arenas Negras

Hér í fjallendi Tenerife eru hinir risavöxnu furuskógar eyjunnar og er talið að furuskógar hafi þakið mun stærra svæði áður en fyrr en í dag. Landslagið ber merki þess um eldgos frá 1706 þar sem hægt er að sjá mikið af klettum og hraungrjóti innan um svartan sandinn.

Lagt er af stað frá hóteli klukkan 09:00 og keyrt er til Arenas Negras eða Svarta Sand og er þetta um klukkutími í keyrslu. Gangan byrjar í 2238 m hæð og er þetta þæginleg gönguleið á malarstígum, sandi að hluta og góðum stígum innan um grófa hraunsteina.

Eftir göngu er keyrt að El Drago sem er talið vera elsta drekatré í heimi.

Ganga: 11 km (4-5 klukkutímar)

Fimmtudagur 12. mars ´20: Anaga fjallagarðurinn

Á Norðurhluta Tenerife er hinn hrjóstugi Anaga fjallagarður. Stór svæði hans eru friðuð enda hafa þessi fjöll mikil og söguleg gildi. Anaga fjöllin teygja sig frá Punta de Anaga í norðaustri og að Cruz del Carmen í suðvestri. Fjöllin eru elstu hlutar Tenerife og mynduðustu í eldgosum fyrir 7-9 milljónum ára. Margir einstakir staðir, bæði fyrir sérstakt og fjölbreytt gróðurríki og ævintýralegt útsýni. Þar er t.d. Roques de Anaga, sem myndaðist í eldsumbrotum og eru margar jarðfræðilegar minjar í nágrenni þess. Við Barranoco de Las Huertas er einstakt útsýni yfir vogskorna norðurströndina.

Þetta svæði er oft nefnt best geymda leyndarmál eyjunnar þar sem það þykir ekki fullkannað. Skemmtileg smáþorp er að finna á þessu svæði þar sem enn býr fólk í náttúrulegum hellum. Gróðurinn í hlíðum nærliggjandi fjalls, Monte de Mercedes er einkar athyglisverður. Þar er Mercedes skógurinn sem endar í þorpinu Las Mercudes. Í skóginum eru trjátegundir “greenwood” sem lifa í raka og hita, tegundir sem voru útbreiddar við Miðjarðarhafið og í Norður Afríku fyrir milljónum ára. Nú finnast þær bara á sumum Kanaríeyjanna, á Madeira og á Azoreyjunum.

Lagt er af stað frá hóteli klukkan 09:00 og við tekur um 45 mínútur í keyrslu á upphafstað göngu. Gönguleiðin byrjar í ca. 920 m hæð og gengið er niður skógarstíga og grófari steina innan um furutré og fallegan gróður með útsýni út á haf. Við munum fá okkur hádegisnesti í Cintamada og eftir það er gengið upp til Las Carboneras þar sem rútan mun sækja okkur. Eftir það er ca. klukkutíma keyrsla heim á hótel.

Ganga: 12 km (4-5 tímar)

Föstudagur 13. mars ´20: Teide National Park

Fjallið El Teide hæsta fjall Spánar er perla eyjunnar og hefur ráðandi aðdráttarafl á alla er heimsækja Tenerife, allt umhverfi þar er ævintýralegt. Fjallið er í rúmlega 3700 m hæð en aðgengi að því er mjög gott þar sem malbikaðir góðir vegir liggja á nokkrum stöðum að fjallinu. Svæðið í kringum Teide varð þjóðgarður árið 1954, þar er fimmti stærsti þjóðgarður Spánar, allur í yfir 2000 m hæð yfir sjávarmáli. Í þjóðgarðinum eru margir spennandi saðir s.s. Las Canadas, the Roques de Garcia, fagurlega lagaðir klettar í miðju þjóðgarðsins og Parador Nacional de las Canadas svo eitthvað sé nefnt. Í garðinum finnast sjaldgæfar plöntur og fuglategundir.

Eftir morgunverð tékkum við út af hótelinu og klukkan 09:00 er lagt af stað með rútu upp í las Canadas þjóðgarðinn og tekur það um klukkutíma í keyslu. Gönguleiðin byrjar í 2200 m hæð og mikilvægt er að hafa hlýjan fatnað með sér og getur verið vindasamt við fjallið. Gengið er á sandstígum milli fagurlega lagaðra kletta í miðjum þjóðgarðinum. Þæginlegir stígar og hraðgengin leið. Við munum enda gönguna við Parador þar sem við getum sest niður og fengið okkur hressingu og síðum göngum við að Roques de Garcia klettunum áður en lagt er að stað á hótelið okkar Oro Negro sem er staðsett á Amerísku ströndinni.

Ganga: 16,6 (4.5- 5 tímar)

Hækkun: 585 m/ Lækkun: 505 m

Laugardagur 14. mars ´20: Frjáls dagur

Hægt að slappa af á bakkanum eða skella sér í gönguferð um svæðið.

Sunnudagur 15. mars ´20: Masca

Sunnarlega á norðvesturhluta Tenerife er landslagið klettótt og stórbrotið. Þar er litli bærinn Masca klemmdur á milli fjallanna í hlíðinni, bær með einföldum híbýlum, með sitt örsmáa torg og nokkrar minjagripaverlanir og kaffihús. Náttúruundrið Barranco de Masca, gljúfrið sem er umlukið mörg hudruð metra háum klettaveggjum liggur eftir mjóum stíg alveg niður að sjó.

Masca dalurinn er oft nefndur “Gleymdi dalurinn” vegna þess að þar var ekki lagður vegur fyrr en upp úr 1970.

Keyrt er frá hóteli í ca. 45 mínútur til Masca. Gönguleiðin byrjar í 650 m hæð og er gengið niður Masca gljúfið. Mikilvægt er að vera í góðum skóm með öklastuðning og eins göngustafi. Í lok göngunnar verður farið í bát og siglt til Los Gigantes í 30 mínútur og þar bíður rútan eftir hópnum og við tekur ca. 30 mínútna keyrsla á hótelið.

Ganga: 6 km (3- 4 tímar)

Lækkun: 650 m

Mánudagur 16. mars ´20: Mount Guaza

Þennan daginn er gengið frá hóteli að Mount Guaza (ca. 3 km) og þaðan er gengið upp á fjallið. Þeir sem vilja geta tekið leigubíl til og frá Mount Guaza og sleppt 6 km í göngu.

Ganga: 14 km (4-5 tímar)

Hækkun: 500 m

Þriðjudagur 17. mars ´20: Heimferð

Frjáls tími fram að brottför. Flug D83801 með Norwegian klukkan 16:15 og lent í Keflavík klukkan 21:50.

Verð: €920

 

Innifalið

  • Akstur samvkæmt dagskrá

  • Gisting með morgunverð og kvöldverð (innifalið vín og vatn með mat)

  • Nesti á fjórum göngudögum

  • Íslensk fararstjórn allan tíman

Verð miðast við tvíbýli. Aukagjald fyrir eins manns herbergi €260.

Ekki innifalið

  • Flug

  • Ferðatryggingar

  • Hádegisverðir á fjórum dögum

  • Þjórfé fyrir rútubílstjóra

Flug

Við höfum tekið frá sæti hjá Heimsferðum á 64.900 ISK.

Flug er staðfest með 35.000 ISK innáborgun til Heimsferða.

Bókanir og allar nánari upplýsingar á inga@skotganga.co.uk

Óafturkræft staðfestingargjald £150 per mann greiðist við bókun.