Ganga & jóga á Tenerife

 

Inga Geirsdóttir fararstjóri og Sigríður Herdís Ásgeirsdóttir jógakennari bjóða upp á göngu og jógaferð til Tenerife 2019. Í þessari ferð okkar ætlum við að njóta þess að vera í góðra vina hópi, rækta líkama og sál með gönguferðum og jóga og gera vel við okkur. Þessi ferð hentar konum á öllum aldri - hér er enginn ókunnugur aðeins vinir sem eiga eftir að hittast.

 

Laugardagur 9. mars ´19: Koma

Flug WW634 með WOW klukkan 14:20 og lent á Tenerife klukkan 20:05. Þar tekur fararstjóri á móti hópnum og við tekur um 20 mín keyrsla á Hotel Oro Negro.

 

Sunnudagur 10. mars ´19: Los Cristianos

Í dag er boðið upp á gönguferð út í Los Cristianos (3 km) þar sem verður boðið upp á jóga á ströndinni. Þær sem vilja að ganga Montana de Guaza (430 m - 3 klukkutímar aukalega) geta gert það með fararstjóra. Aðrar geta skoðað sig um í bænum, farið á sunnudagsmarkaðinn í Los Cristianos, labbað eða tekið leigubíl heim á hótel.

 


Mánudagur 11. mars ´19: Anaga fjallagarðurinn

Á Norðurhluta Tenerife er hinn hrjóstugi Anaga fjallagarður. Stór svæði hans eru friðuð enda hafa þessi fjöll mikil og söguleg gildi. Anaga fjöllin teygja sig frá Punta de Anaga í norðaustri og að Cruz del Carmen í suðvestri. Fjöllin eru elstu hlutar Tenerife og mynduðustu í eldgosum fyrir 7-9 milljónum ára. Margir einstakir staðir, bæði fyrir sérstakt og fjölbreytt gróðurríki og ævintýralegt útsýni. Þar er t.d. Roques de Anaga, sem myndaðist í eldsumbrotum og eru margar jarðfræðilegar minjar í nágrenni þess. Við Barranoco de Las Huertas er einstakt útsýni yfir vogskorna norðurströndina.

Þetta svæði er oft nefnt best geymda leyndarmál eyjunnar þar sem það þykir ekki fullkannað. Skemmtileg smáþorp er að finna á þessu svæði þar sem enn býr fólk í náttúrulegum hellum. Gróðurinn í hlíðum nærliggjandi fjalls, Monte de Mercedes er einkar athyglisverður. Þar er Mercedes skógurinn sem endar í þorpinu Las Mercudes. Í skóginum eru trjátegundir “greenwood” sem lifa í raka og hita, tegundir sem voru útbreiddar við Miðjarðarhafið og í Norður Afríku fyrir milljónum ára. Nú finnast þær bara á sumum Kanaríeyjanna, á Madeira og á Azoreyjunum.

Lagt er af stað frá hóteli klukkan 09:00 og við tekur um 45 mínútur í keyrslu á upphafstað göngu. Gönguleiðin byrjar í ca. 920 m hæð og gengið er niður skógarstíga og grófari steina innan um furutré og fallegan gróður með útsýni út á haf. Við munum fá okkur hádegisnesti í Cintamada og eftir það er gengið upp til Las Carboneras þar sem rútan mun sækja okkur. Eftir það er ca. klukkutíma keyrsla heim á hótel.

Ganga: 12 km (4-5 tímar)


Þriðjudagur 12. mars ´19: Frjáls dagur

Eftir morgunverð verður boðið upp á jóga fyrir þær sem það og svo er frjáls tími frameftir degi.

 

Miðvikudagur 13. mars ´19: Teide National Park

Fjallið El Teide er hæsta fjall Spánar og perla eyjunnar sem hefur verið ráðandi aðdráttarafl á þá sem heimsækja Tenerife. Allt umhverfi það er ævintýralegt. Fjallið er rúmlega 3700 m á hæð en aðgengi að því er mjög gott þar sem malbikaðir góðir vegir liggja á nokkrum stöðum á fjallinu. Í þjóðgarðinum eru margir spennandi staðir svosem Las Canadas, the Roques de Garcia, fagurlega lagaðir klettar í miðju þjóðgarðsins og Parador Nacional de Las Canadas svo eitthvað sé nefnt. Í garðinum finnast sjaldgæfar plöntur og fluglategundir.

Keyrt er frá hóteli klukkan 09:00 og við tekur um klukkutíma keyrsla að Teide National Park. Gönguleiðin byrjar í 2136 m hæð og er mikilvægt að hafa með sér hlýjan fatnað þar sem getur verið vindasamt við fjallið. Eftir gönguna er komið við í vínbúgarði þar sem boðið er upp á heimsókn og smakk áður en haldið er heim á hótel.

Ganga: 6 km - Hækkun: 217 m

 

Fimmtudagur 14. mars ´19: Óvissuferð

Ekið frá hóteli eftir morgunverð út í óvissuna (ganga og jóga).

Föstudagur 15. mars ´19: El Duque

Gengið er frá hóteli meðfram ströndinni að El Duque (4 km). Þar verður boðið upp á 60 mínútna jóga a á ströndinni áður en gengið er til baka á hótel. Þær sem vilja lengri göngu geta labbað með fararstjóra áfram til La Caleta ca. 2 km og þaðan er hægt að taka leigubíl eða ganga aftur heim á hótel. Hinar geta gengið með jógakennara til baka á hótel eða tekið leigubíl heim.

 

Laugardagur 16. mars ´19: Heimferð

Frjáls tími fram að brottför. Rúta upp á flugvöll - flug WW635 klukkan 20:55 og lent í Keflavík klukkan 02:50.

Verð: €1155

Verð miðast við tvíbýli. Aukagjald fyrir einbýli €210.

 

Innifalið í verði ferðar:

Akstur samkvæmt dagskrá, gisting og fullt fæði (á hóteli - nesti á þremur göngudögum), vín og vatn með kvöldmat og heimsókn í vínbúgarð. Jóga og íslensk fararstjórn alla daga.

 

ATH. Flug greiðist sérstaklega. Við eigum frátekin 30 sæti hjá WOW á 60.499 kr per mann.

Innifalið í flugmiða er 1 taska 20 kg og lítill handfarangur s.s. lítil taska eða veski (ath. ekki flugfreyjutaska).

Greiða þarf 10.000 kr til WOW til að festa flug og eins greiðast £150 inn á hótel við bókun.

Bókanir og allar nánari upplýsingar - inga@skotganga.co.uk