Great Glen Way - 123 km gengnir á 6 dögum (3 skór)

 

Great Glen Way er 123 km löng gönguleið frá Fort William til Inverness. Gengið framhjá hæsta fjalli Bretlandseyja (Ben Nevis), fylgt stærsta jarðfræðilega misgengi Bretlands og meðfram frægasta vatni Bretlands (Loch Ness). Gangan endar í Inverness, sem er nyrsta borg Skotlandsog höfuðborg Hálandanna. Mikið af göngunni er meðfram siglingarleiðinni Calendonian Canal, en smíði hennar þykir eitt mesta verkfræðilega afrek Viktoríutímans í Skotlandi. Gönguleiðin er yfirleitt auðveld yfirferðar, eftir göngu- og skógarstígum en það eru þó kaflar á leiðinni sem eru erfiðari og síðasta daginn er gengið 31 km.

  

  

Laugardagurinn 28. júlí: Glasgow - Fort William

Flug FI430 með Icelandair klukkan 07:35. Lent í Glasgow kl. 10:40 og þar tekur fararstjóri á móti hópnum. Þaðan er ekið til Fort William, sem er 10.000 manna bær við rætur Ben Nevis (hæsta fjall Bretlandseyja) í Hálöndum Skotlands.  Gist í Fort William.

 

Sunnudagurinn 29. júlí: Fort William - Gairlochy

Þessi dagur er þægilegur í göngu. Gengið að Inverlochy kastala (byggður 1260) og hann skoðaður. Síðan gengið að Neptune's Staircase skipastiganum og áfram upp með Caledonian Canal til Gairlochy. Þaðan er keyrt (5 mín) til Spean Bridge þar sem gist verður.

Ganga: 18 km - Hækkun 25 m

GGW11.JPG

  

Mánudagurinn 30. júlí: Gairlochy - South Laggan

Keyrt frá Spean Bridge to Gairlochy (ca. 5 mín). Gengið frá Gairlochy til South Laggan. Frekar létt ganga þennan daginn meðfram Loch Lochy vatninu. Keyrt frá South Laggan til Fort Augustus (ca. 30 mínútur) þar sem gist verður næstu tvær nætur. 

Ganga: 18 km - Hækkun 150 m

    

Þriðjudagurinn 31. júlí: South Laggan - Fort Augustus

Keyrt frá Fort Augustus til South Laggan (ca. 30 mín í keyrslu). Gengið meðfram Loch Oich vatni í skóglendi áleiðis til Fort Augustus sem er afar fallegur bær við suðurenda Loch Ness. Gist í Fort Augustus.

Ganga: 18 km - Hækkun 50 m

 

GGW1.jpg

 

Miðvikudagurinn 1. ágúst: Fort Augustus - Invermoriston

Um morguninn gefst kostur á að fara í siglingu um Loch Ness áður en lagt er af stað í gönguna. Hér er gengið meðfram Loch Ness - á þessari dagleið má sjá einu eyjuna á vatninu (Cherry Island) sem er reyndar örsmá. Gengið í skógi áleiðis til Invermoriston, sem er lítill bær við Loch Ness. Þar verður gist um nóttina.

Ganga 14 km - Hækkun 200 m

  

Fimmtudagurinn 2. ágúst: Invermoriston - Drumnadrochit

Áfram er þrammað meðfram Loch Ness - á þessari dagleið er mjög gott útsýni yfir Great Glen. Áningarstaður þennan daginn er Drumnadrochit, sem er vinalegur bær og þar er hægt að kynna sér sögu Nessie (Loch Ness skrýmslisins). Örstutt frá bænum er hinn stórkostlegi Urquhart kastali sem upphaflega var byggður 1250.

Ganga: 24 km - Hækkun 400 m

GGW4.jpg

 

Föstudagurinn 3. ágúst: Drumnadrochit - Inverness

Í dag er lagt í lokaáfanga leiðarinnar. Þetta er lengsti dagur göngunnar en að sama skapi afskaplega skemmtilegur - hér er hæsti punktur leiðarinnar sem býður upp á stórkostlegt útsýni. Á lokakaflanum er gengið frá Loch Ness til Inverness, höfuðborgar Hálandanna. Gangan endar við Inverness kastala. Gist í Inverness.

Ganga: 31 km - Hækkun 390 m

 

Laugardagurinn 4. ágúst: Inverness - Glasgow

Um morguninn er ferðast með lest/ rútu til Glasgow. Frjáls eftirmiðdagur og kvöld í Glasgow. Gist í Glasgow.

 

 

Sunnudagurinn 5. ágúst: Heimferð

Keyrt frá hóteli upp á Glasgow flugvöll. Flug FI431 með Icelandair frá Glasgow kl. 13:55.

 

 

 

Verð: £895

 

Innifalið í verði ferðar:

Akstur til og frá Glasgow flugvelli, rúta frá Inverness til Glasgow , gisting og morgunverður alla dagana, móttaka (drykkur) fyrsta kvöldið, farangursflutningur á milli gististaða, hádegisnesti (samloka, ávöxtur og orkustangir) á gönguleið, kort. Íslensk fararstjórn allan tímann.

Verð miðast við tvíbýli. Aukagjald fyrir eins manns herbergi £235.

Ath. flug er ekki innifalið. Við eigum frátekin sæti hjá Icelandair - Flug FI430/FI431 á 44.600 kr.-