Hadrian´s Wall - 95 km gengnir á 5 dögum (2-3 skór)

Árið 122 AD fyrirskipaði Rómverski keisarinn Hadrian að reisa skyldi vegg stranda á milli í norður Englandi til að halda í skefjum Barbörunum í norðri.  Veggurinn (Hadrian's Wall) liggur frá Wallsend í austri (úthverfi Newcastle) til Bowness on-Solway í vestri. Rústir Hadrian's Wall eru stærstu fornminjar í Norður Evrópu.  Búið er að opna gönguleið meðfram veggnum sem nýtur sívaxandi vinsælda. Leiðin liggur um einhverjar fallegustu sveitir Englands. Á leiðinni eru 16 virkisrústir og 8 söfn, þannig að einstakt tækifæri gefst á að kynna sér sögu Rómverja á svæðinu.

 

Dagur 1: Koma

Lent á Manchester flugvelli og þaðan er farið til Carlisle. Eftirmiðdagurinn frjáls, þar sem hægt er t.d. að skoða Carlisle kastalann og rölta um í fallegum miðbænum. Gist er í miðborg Carlisle.

 

Dagur 2: Carlisle - Walton

Gengið frá Carlisle til Walton. Þægilegur dagur í göngu á flatlendi. Veggurinn er lítið sýnilegur á þessari dagleið. Frá Walton er stutt keyrsla til Brampton sem er 400 manna huggulegur smábær. Þar er gist um nóttina.

Ganga: 20 km

 

Dagur 3: Banks - Twice Brewed

Stuttur akstur frá Brampton til Banks. Þaðan er gengið til Twice Brewed sem er okkar næsti gististaður. Veggurinn er sýnilegur á löngum köflum, skemmtileg dagleið um hóla og hæðir þar sem margt athyglisvert er að sjá og skoða. Vindolanda Fort er stórmerkilegt safn og virkisrústir rétt við gististaðinn.

Ganga: 23 km

 

Dagur 4: Twice Brewed - Chollerford

Gengið frá Twice Brewedtil Chollerford.  Fyrri hluti dagleiðarinnar er um hóla og hæðir meðfram veggnum en seinni hlutinn meðfram vegum á engjum og túnum. Stoppað verður við Housesteads Fort og virkisrústirnar þar skoðaðar. Ekið frá Chollerford til Hexham, sem er gamall markaðsbær við Tyne ána. Þar er gist um nóttina.

Ganga: 20 km

 

Dagur 5: Chollerford - East Wallhouses

Ekið frá Hexham til Chollerford. Gengið til East Wallhouses. Gengið á flatlendi um fagrar sveitir Englands. Þægilegur göngudagur þar sem staldrað verður við á huggulegri testofu og 2 sveitakrám, þ.a. þessi dagur er hálfgert pöbbarölt. Endað á Robin Hood sveitakránni í East Wallhouses. Þaðan er ekið til Newburn, þar sem gist verður um nóttina. 

Ganga: 16 km

DSC02716.JPG

 

Dagur 6: Heddon-on-the-Wall - Newcastle

Gengið frá Heddon-on-the-Wall til Newcastle. Síðasti dagurinn er þægilegur í göngu - gengið niður hlíðarnar frá Heddon að Tyne ánni og gengið meðfram henni sem leið liggur til Newcastle. Gönguferðin endar í miðborginni og fagnað verður leiðarlokum við Millenium brúnna. Gist í miðborg Newcastle.

Ganga: 16 km

 

Dagur 7: Edinborg

Keyrt er um morguninn til Edinborgar og þar er frjáls eftirmiðdagur og kvöld. 

 

Dagur 8: Heimferð

Flug frá Edinborg til Íslands.

 

 

 

Vinsamlegast athugið að þessi ferð er í sölu hjá Prima Travel en við megum bæta við aukasætum.

Áhugasamir vinsamlegast hafið samband um verð og laus sæti.