Kvennaferð til Costa Blanca

Inga Geirsdóttir og Helga Unnarsdóttir bjóða upp á skemmtilega kvennaferð til Costa Blanca í október. Þessi ferð er fyrir konur á öllum aldri og verður ýmislegt brallað m.a. verður boðið upp á skoðunarferðir, hannyrðahorn (samverustund), léttar göngur, sundleikfimi, út á lífið, leik og gleði. Hér er markmiðið að njóta en ekki þjóta og hverjum frjálst að taka þátt að vild. Þetta er fjórða ferðin sem við bjóðum upp á af þessu tagi og er engin ferð eins og hafa sömu konur farið í ferð með þeim Ingu og Helgu aftur og aftur.

Gist er á Albir Playa Hotel & Spa er 4**** hótel á frábærum stað rétt við ströndina í Albir. Það tekur örfáar mínútur að rölta á ströndina sem er steinvöluströnd. Þjónustan á hótelinu er afar fjölbreytt og því flestir sem geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Það er útisundlaug í hótelgarðinum en einnig er innisundlaug og heilsulind. Á hverju herbergi er sjónvarp, hárþurrka, ísskápur/minibar, svalir og þráðlaust neð án endurgjalds.

 

 

1. október ´19

Helga hittir þær sem vilja á BSÍ og farið er með rútu upp á Keflavíkurflugvöll. Flug FI1582 með VITA ferðum (Icelandair) klukkan 13:30 og lent á Alicante klukkan 19:50. Þar tekur Inga á móti hópnum og við tekur um klukkutíma keyrsla á Hotel Albir Playa & Spa.

 

1.jpg

 

2. október ´19

Eftir morgunverð er boðið upp á kynningargöngu um svæðið ca. 2 tímar. Gengið er niður aðal verslunargötuna og niður að strönd og þar er hægt að setjast í drykk fyrir þær sem það vilja. Eins verður boðið upp á sjósund fyrir áhugasamar. Eftir það er rölt til baka á hótelið og frjáls tími fram til klukkan 16:00 en þá verður hannyrðarhornið (samverustund) til klukkan 18:00.

 

2.jpg

 

3. október ´19

Um klukkan 10:00 gerum við okkur klárar fyrir morgungönguna en þá verður gengið frá hóteli að El Faro (vitanum) í Albir. Gangan er um 9 km alls en hægt er að ganga styttra fyrir þær sem það vilja. Frá vitanum er gríðarlega fallegt útsýni hvert sem litið er og hægt að sjá út til Calpe og upp í Bernia fjöllin. Frjáls tími í hádegismat og um klukkan 14:00 verður boðið upp á sundleikfimi í sundlaugargarðinum. Frá klukkan 16:00 verður tveggja tíma samverustund í hannyrðum á hótelinu og eftir það er hópurinn bókaður í heilsulindina á hótelinu og er hverjum frjálst að mæta í það.

 

 

4. október ´19

Við byrjum daginn að venju á staðgóðum morgunverði. Eftir það förum við með rútu frá hóteli til La Fustera. Þaðan er gengið meðfram strandlengjunni til Calpe (7 km). Við munum ganga framhjá Penyal d´Ifach sem er nokkurskonar Gibraltar norðursins og inn í miðbæinn. Þar er hægt að setjast í hádegisverð og rölta um þennan skemmtilega bæ áður en við keyrum aftur heim á hótel. Og hannyrðahornið (samverustundin) verður á sínum stað milli klukkan 16:00- 18:00 og eftir það er boðið upp á sundleikfimi.

 

 

5. október ´19

Frjáls dagur - tilvalið að skella sér í sólbað eða spa, fara á markaði eða í verslanir. Sundleikfimi og hannyrðahornið verður á sínum stað.


6. október ´19

Eftir morgunverð er gengið af stað frá hóteli til Altea. Gengið er meðfram ströndinni (4 km) í gamla bæinn í Altea og þar er hægt að skoða sig um og kíkja í hádegisverð. Þær sem vilja geta tekið leigubíl heim á hótel og aðrar geta gengið með fararstjóra til baka (8 km alls). Samverustund/hannyrðahorn milli 16:00 og 18:00.

7. október ´19

Þennan daginn verður farið í skoðunarferð til Guadalest sem er eitt sérstæðasta fjallaþorp Spánar. Í þorpinu er frjáls tími og tilvalið að skoða sig um, fá sér hádegisverð og kíkja í söfn. Hannyrðahornið á sínum stað frá 16:00- 18:00 og sundleikfimi fyrir áhugasamar.


8. október ´19

Eftir morgunverð verður boðið upp á sjósund og/eða sundleikfimi. Tékkað er út af hótelherbergjum klukkan 12:00 og er frjáls tími fram eftir degi. Frá klukkan 16:00 er samverustund á hótelinu fram að brottför. Flug FI1583 með VITA ferðum (Icelandair) klukkan 20:50 og lent í Keflavík klukkan 23:20. 

Verð €980 

Verð miðast við tvíbýli. Aukagjald fyrir einbýli €175.


Innifalið í verði:

Akstur til og frá flugvelli á Spáni, gisting með morgunverði og kvöldverði (innifalið vín og vatn með mat), skoðunarferð og aðgangur í heilsulindina einn daginn. Íslensk fararstjórn allan tíman.

Ekki innifalið:

Akstur til og frá Keflarvíkurflugvelli, flug og ferðatryggingar.

Flug:

Vinsamlegast athugið að flug er greitt sérstaklega. Við eigum frátekin sæti hjá VITA ferðum (Icelandair) á 71.000 kr per mann. Innifalið í flugmiða er 1 taska 23 kg á mann og 10 kg í handfarangri.