Costa Brava - 5 göngudagar (2-3 skór)

Costa Brava eða The Wild Coast eins og hún er oft kölluð er þekkt fyrir fallegar srandlengjur, með fallegum litlum sjávarþorpum og bíður svæðið upp á stórkostlegar gönguleiðir.

Á Costa Brava er m.a. að finna borgina Girona sem er talinn vera falinn fjársjóður Spánar með öllum sínum fallegu byggingum og söfnum. Hér er einnig að finna einu litríkustu borg í heimi, Barcelona og er hún þekkt fyrir að vera einstaklega skemmtileg að heimsækja.

Í þessari ferð okkar munum við blanda saman göngu og menningu. Við gistum á La Costa Beach & Golf Hotel í fjórar nætur, þrjár nætur á Almadraba Park Hotel við landamæra Frakklands og eins er gist eina nótt í Barcelona.

 

 

Fimmtudagur 9. maí ´19:  Koma

Flug með Norwegian D85667 frá Keflavík klukkan 09:00 og lent í Barcelona klukkan 15:15. Fararstjórar taka á móti hópnum á Barcelona flugvelli og keyrt er til La Costa Beach & Golf Hotel þar sem gist er næstu 4 nætur.

Föstudagur 10. maí ´19:  Pertallada - Pals - Hotel

Við byrjum daginn á því að keyra til Pertallada þar sem við munum taka smá skoðunarferð um þorpið áður en við göngum til Pals. Gengið er á breiðum malarvegum og þegar þangað er komið munum við snæða nestið okkar við kastalann í Pals og eftir það gefum okkur tíma til að rölta um og skoða þennan sögufræga stað. Frá Pals er gengið heim á hótel en þeir sem vilja vera lengur í bænum geta tekið leigubíl og stytta gönguna þá um 7 km.

Ganga: 13 kmLaugardagur 11. maí ´19:  Begur

Keyrt er frá hóteli til Begur og við byrjum á því að ganga upp að kastala. Frá Begur er gengið niður að stöndinni og gengið meðfram strandlengjunni til Sa Tuna þar sem við munum stoppa í hádegisverð. Áfram er svo gengið meðfram ströndinni á góðum stígum og tröppum og lokum við hringnum í Sa Riera þar sem við munum setjast í drykk áður en haldið er heim á hótel. Síðasti spölurinn er strandganga og gott að skella sér í fótabað áður en við komum á hótelið. 

Ganga: 12 km


Sunnudagur 12. maí ´19:  Playa De La Fosca - Calella de Palafrugell

Keyrt frá hóteli að upphafstað göngu og byrjum við að labba á góðum moldarstígum, framhjá nokkrum víkum og er hver önnur fegurri. Gengið að hluta í flæðarmálinu og hægt er að skella sér í fótabað eða sund í sjónum.

Ganga: 12 km


Mánudagur 13. maí ´19:  Girona

Þá er komið að því að yfirgefa suður svæðið og halda til norður. Keyrt er frá hóteli klukkan 09:00 um morguninn og við tekur um klukkutíma keyrsla til Girona. Þar er frjáls tími til að skoða sig um eða versla í þessari frábæru borg. Þaðan er svo keyrt í ca. klukkutíma til Almadraba Prak Hotel í Roses þar sem við munum gista síðustu 3 næturnar. 

 

Þriðjudagur 14. maí ´19:  Cadaqués

Þennan daginn er boðið upp á tvo valkosti. Annarsvegar að taka leigubíl frá hótel til Cala Monjoi og sleppa um 3 km og hinsvegar að ganga allan daginn. Þetta er dásamleg gönguleið meðfram strandlengjunni, framhjá litlum fiskiþorpum og fagurgrænum víkum. Cadaqués er einstaklega fallegur bær með fiskimannahúsum við höfnina og fallegum og tignarlegum byggingum hvert sem litið er. Eftir gönguna er frjáls tími í bænum og eftir það er keyrt heim á hótel.

Ganga: 16 km Hækkun: 250 m


Miðvikudagur 15. maí ´19:  Roses (Frjáls dagur)

Í dag verður boðið upp á göngu meðfram strandlengjunni til Roses (ca. 5 km - aðra leiðina) fyrir þá sem vilja. Eftir það getur fólk rölt um bæjinn eða skellt sér til Figueres en þar er m.a. að finna safn Salvador Dalí (Dalí Theatre and Museum). Það tekur um 30 mínútur í leigubíl að fara aðra leiðina til Figueres. 

Fimmtudagur 16. maí ´19:  Heimferð

Keyrt frá Almadraba Park Hotel á Barcelona flugvöll. Flug með Norwegian D85666 klukkan 05:45 og lent í Keflavík klukkan 08:15.

 

Verð: €1245

 

Innifalið í verði

  • Gisting í 7 nætur

  • 7 x kvöldverður (vín og vatn með mat)

  • 4 x nesti (samloka, ávöxtur, jógúrt, kex og vatn)

  • Allur akstur á Costa Brava (sjá ferðaáætlun)

  • Íslensk og fararstjórn allan tíman

  • Leiðsögumenn á 3 x göngudögum

  • Skattar og gjöld á Costa Brava

Aukagjald fyrir einbýli €160

 

Ekki innifalið

  • Flug til og frá Barcelona (sjá hér að neðan)

  • Ferðatryggingar

 

Verð fyrir flug

£245 per mann fyrir flug 09/05 & 16/05

Vinsamlegast hafið samband við Ingu til að bóka í ferð - inga@skotganga.co.uk

Staðfestingargjald (óendurkræft) £150 greiðast við bókun.

Lokagreiðsla ferðar greiðist 5 vikum fyrir brottför.