Kvennaferð til Tenerife

Hér kemur ferð fyrir konur á öllum aldri sem vilja gera vel við sig í hvívetna. Inga Geirsdóttir og Helga Unnarsdóttir leiða hópinn og verður ýmislegt brallað m.a. verður boðið upp á skoðunarferðir, hannyrðahorn, léttar göngur, sundleikfimi, út á lífið, leik og gleði. Hér er markmiðið að njóta en ekki þjóta og hverjum frjálst að taka þátt að vild. Þetta er fjórða ferðin sem við bjóðum upp á af þessu tagi svo nú er um að gera að láta slag standa. Ferðin er tilvalin fyrir allar konur s.s. vinkonur, mæðgur og hópa. Hér ræktum við sál og líkama og höfum gaman saman.

 

 

Miðvikudagur 13. nóvember ´19: Koma

Helga hittir þær sem vilja vera samferða upp á flugvöll á BSÍ og þær sem koma sér sjálfar geta hitt hópinn annaðhvort við innritun eða í flugstöðinni. Flug NO3924 með Heimsferðum (Noes) klukkan 08:30 og lent á Tenerife klukkan 13:50. Inga tekur á móti hópnum á Tenerfie og við tekur um 20 mín keyrsla á hótelið. Fararstjórar aðstoða hópinn við innritun.

 

 

Fimmtudagur 14. nóvember ´19: Playa De Las Americas

Við byrjum daginn á því að fá okkur morgungöngu meðfram ströndinni (ca. 1 og 1/2 tími fram og til baka). Eftir það er boðið upp á samverustund í sundlaugargarðinum - hannyrði og sundleikfimi fyrir þá sem það vilja. Eftir kvöldverð fáum við okkur svo göngu í bæinn og skoðum mannlífið.

 

 

Föstudagur 15. nóvember ´19: Masca

Þennan daginn er keyrt upp í týnda þorpið Masca og þar munum við gefa frjálsan tíma í þessum fallega bæ þar sem mikið er til sölu af handverki frá heimafólki. Þaðan verður svo keyrt til Los Gigantes þar sem hægt er að setjast í hádegisverð og skoða sig um áður en keyrt er til baka á hótel. Áætlaður komutími á hótel klukkan 16:00 og eftir það verður samverustund á hótelinu.Laugardagur 16. nóvember ´19: Playa Del Duqe

Gönguferð eftir morgunverð eftir ströndinni og verður eins boðið upp á sjósund fyrir þær sem það vilja.  Eftir það er frjáls tími og seinnipartinn er boðið upp á hannyrði við sundlaugabakkann og sundleikfimi fyrir áhugasamar.


Sunnudagur 17. nóvember ´19:  Los Cristianos

Í dag er boðið upp á létta gönguferð út í Los Cristianos. Eftir það er kjörið að rölta um gamla bæinn og þær sem vilja geta gengið til baka á hótel með fararstjórum eða tekið leigubíl heim á hótel. Seinnipartinn er samverustund í handverkum á hótelinu og sundleikfimi.

Mánudagur 18. nóvember ´19: Puerto De La Cruz

Í dag verður farið í skoðunarferð til Puerto De La Cruz. Þar ætlum við að skoða þennan fallega bæ, rölta um, fá okkur hádegisverð og kíkja í verslanir. Við verðum komin heim á hótel um 16:00 og þá verður boðið upp á sundleikfimi.

 

puerto-de-la-cruz.jpg

Þriðjudagur 19. nóvember ´19: Frjáls dagur

Frjáls dagur og kvöld en boðið verður upp á sundleikfimi og léttgöngu fyrir þær sem það vilja.

 

 

Miðvikudagur 20. nóvember ´19: Heimferð

Frjáls tími fram að brottför. Rúta upp á flugvöll. Flug NO3925 með Heimsferðum (Noes) klukkan 14:40 og lent á Keflavík klukkan 20:05.

 

 

Verð: €1060

 

Verð miðast við tvíbýli. Aukagjald fyrir einbýli €260.

Innifalið í verði:

Akstur til og frá flugvelli á Tenerife, skoðunarferðir, gisting og hálft fæði (á hóteli), vín og vatn með kvöldmat. Sundleikfimi og íslensk fararstjórn alla daga.

Ekki innifalið:

Akstur til og frá Keflarvíkurflugvelli, flug og ferðatryggingar, hádegisverðir og þjórfé fyrir bílstjóra í dagsferðum.

 

ATH. Flug greiðist sérstaklega til Heimsferða. Við eigum frátekin sæti á 69.900 ISK.

Við bókun greiðast £150 staðfestingargjald á hótel og eins þarf að festa flug með 35.000 ISK innáborgun.

Bókanir og allar nánari upplýsingar á inga@skotganga.co.uk.