Prjónaferð til Tenerife

Prjónaferðin til Tenerife sem sló svo rækilega í gegn hjá okkur í febrúar 2018 er komin í loftið aftur. Í þessari ferð skemmtilegu ferð munum við blanda saman handavinnu, skoðunarferðum og hreyfingu (léttgöngur og sundleikfimi). Inga Geirs fararstjóri og Helga Unnars íþróttakennari sjá um að ferðin verði sem eftirminnilegust. Kjörin ferð fyrir vinkonur, hannyrðahópa og félagssamtök.

 

 

Miðvikudagur 31. október: Koma

Flug frá Keflavík með Primera Air (6F103) klukkan 08:15 og lent á Tenerife klukkan 13:50. Fararstjórar taka á móti hópnum á flugvelli og ekið er til Hotel Oro Negro og tekur ferðalagið um 15 mínútur. Frjáls eftirmiðdagur og um kvöldið er sameiginlegur kvöldverður á hóteli. Hægt er að lesa sig til um hótelið með því að smella HÉR.

 

 

Fimmtudagur 1. nóvember: Playa De Las Americas

Við byrjum daginn á því að fá okkur morgungöngu meðfram ströndinni (ca. 1 og 1/2 tími fram og til baka). Eftir það er boðið upp á samverustund í sundlaugargarðinum - hannyrði og sundleikfimi fyrir þá sem það vilja. Eftir kvöldverð fáum við okkur svo göngu í bæinn og skoðum mannlífið.

 

 

Föstudagur 2. nóvember: Puerto De La Cruz

Í dag verður farið í skoðunarferð til Puerto De La Cruz. Þar ætlum við að skoða þennan fallega bæ, rölta um, fá okkur hádegisverð og kíkja í verslanir. Við verðum komin heim á hótel um 16:00 og þá er frjáls tími fram að kvöldmat.

 

puerto-de-la-cruz.jpg

 

Laugardagur 3. nóvember: Playa Del Duqe

Gönguferð eftir morgunverð eftir ströndinni og sundleikfimi eftir hádegi í sundlaugargarðinum.  Eftir það er frjáls tími við hannyrði við sundlaugabakkann eða skella sér til Siam Mall verslunarmiðstöðina sem er bæði hægt að ganga til (ca. 20 mín) eða taka leigubíl.

 

 

Sunnudagur 4. nóvember:  Los Cristianos

Í dag er boðið upp á létta gönguferð út í Los Cristianos á sunnudagsmarkaðinn sem er mjög líflegur markaður og gaman að heimsækja (ca. 45 mínútur aðra leiðina). Eftir það er kjörið að rölta um gamla bæinn og seinnipartinn er samverustund í handverkum á hótelinu.

 

Mánudagur 5. nóvember: Masca

Þennan daginn er keyrt upp í týnda þorpið Masca og þar munum við gefa frjálsan tíma í þessum fallega bæ þar sem mikið er til sölu af handverki frá heimafólki. Áætlaður komutími á hótel klukkan 16:00 og frjáls eftirmiðdagur og kvöld.

 

Þriðjudagur 6. nóvember: Frjáls dagur

Frjáls dagur og kvöld en boðið verður upp á sundleikfimi og léttgöngu fyrir þá sem það vilja.

 

 

Miðvikudagur 7. nóvember: Heimferð

Lagt af stað frá hóteli upp á flugvöll klukkan 12:30. Flug með Primera Air (6F104) klukkan 14:50 og lent á Keflavík klukkan 20:20.

 

 

Verð: €1060

 

Innifalið í verði ferðar:

Akstur til og frá flugvelli, skoðunarferðir, gisting og fullt fæði, vín og vatn með kvöldmat. Sundleikfimi og íslensk fararstjórn alla daga.

Verð miðast við tvíbýli. Aukagjald fyrir eins manns herbergi €175.

 

ATH. Flug greiðist sérstaklega. Við eigum frátekin 25 sæti hjá Heimsferðum (Primera Air) á 54.900 ISK.

Vinsamlegast hafið samband við Hrönn Ægisdóttir hjá hópadeild til að festa flug með 25.000 ISK innáborgun.