Prjónaferð til Costa Blanca

Inga Geirsdóttir og Jóhanna Erla Pálmadóttir, framkvæmdastjóri Textílsetursins, bjóða upp á fimm daga ferð til Costa Blanca fyrir konur á öllum aldri sem hafa áhuga á handverki. Þarna ætlum við að blanda saman samverustund í hannyrðahorninu, léttum göngum, skoðunarferð og sól og sælu. Inga mun sjá um göngurnar og Jóhanna mun leiða prjónastundirnar og kenna nýtt prjón hvern morgun sem hægt er að vinna með seinnipartinn. Þær sem eru með eitthvað annað á prjónunum geta eins fengið aðstoð ef þörf er á. 

Gist er á Albir Playa Hotel & Spa er 4**** hótel á frábærum stað rétt við ströndina í Albir. Það tekur örfáar mínútur að rölta á ströndina sem er steinvöluströnd. Þjónustan á hótelinu er afar fjölbreytt og því flestir sem geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Það er útisundlaug í hótelgarðinum en einnig er innisundlaug og heilsulind. Á hverju herbergi er sjónvarp, hárþurrka, ísskápur/minibar, svalir og þráðlaust neð án endurgjalds.

 

IMG_4448.jpg

 

Sunnudagurinn 21. október

Flug WOW (616) frá Keflavík klukkan 17:35 og lent á Alicante klukkan 00:15 (eftir miðnætti - 22. október). Þar tekur fararstjóri á móti hópnum og við tekur um klukkutíma keyrsla á Hotel Albir Playa & Spa.

 

1.jpg

 

Mánudagurinn 22. október

09:00- 11:00 Hannyrðahornið

11:00- 13:00 Kynningarganga um svæðið

13:00- 15:00 Hádegisverður og frjáls tími

15:00- 17:00 Hannyrðahornið 

 

2.jpg

 

Þriðjudagurinn 23. október

09:00- 11:00 Hannyrðahornið

11:00- 15:00 Ganga til Altea, hádegisverður í Gamla bænum áður en rölt er heim aftur, hægt er að taka leigubíl heim fyrir þær sem það vilja

15:00- 18:00 Hannyrðahornið

 

3.jpg

 

Miðvikudagurinn 24. október

09:00- 11:00 Hannyrðahornið

11:00- 16:00 Guadalest - frjáls tími til að skoða sig um þetta fallega þorp

 

4.jpg

 

Fimmtudagurinn 25. október

Frjáls dagur fram að brottför. Tilvalið að nýta daginn í verslun, kíkja yfir til Benidorm eða fara í heilsulind hótelsins. Rúta frá hóteli klukkan 20:00 og flug með WOW (617) frá Alicante klukkan 22:55 og lent í Keflavík eftir miðnætti klukkan 01:50.

 

 

Verð €690 

Innifalið í verði ferðar: Akstur til og frá flugvelli, gisting með morgunverði og kvöldverði (innifalið vín og vatn með mat), skoðunarferð og íslensk fararstjórn allan tíman.

Verð miðast við tvíbýli. Aukagjald fyrir eins manns herbergi €100.

Vinsamlegast athugið að flug er greitt sérstaklega. Við eigum frátekin 20 sæti hjá WOW á 37.000 ISK per mann. Lagt er inn 10.000 ISK fyrir innáborgun á flug og eins er innáborgun á hótel £120.