Tenerife - Jóga og 5 göngudagar (2-3 skór)

Í þessari ferð okkar mun vera blanda af jóga og göngum í 5 daga. Jógaðer í boði Siggu Dísar og verður það annarsvegar í upphafi eða lok hvers göngudags og munu allir fá eitthvað við sitt hæfi í þessari ferð. Hver jógastund er um 60 mínútur og byggjast þær á styrktar-, jafnvægis- og öndunaræfingum. Göngurnar eru frá 3 tímum upp í 5 tíma og eru þær meðal erfiðar og allir eiga að geta tekið þátt í þeim.

Gist er á Maritim Hotel Tenerife á Puerto De La Cruz. Hægt er að lesa allt um hótelið hér.    

 

Norðurhluti Tenerife

Í Puerto de la Cruz, þeim sögufræga bæ á norðurhluta eyjarinnar, hófst ferðmamannaiðnaðurinn fyrir meira en 100 árum. Þangað leituðu fyrstu ferðamennirnir upphaflega í betra vetrarloftslag að læknisráði. Þessi fallegi bær þykir búa yfir rólegu og notalegu andrúmslofti. Gamli bærinn er sérstakur með fallegar lágreistar byggingar og þröngar skemmtilegar göngugötur. Strandgatan Avenida de Colon er einstök, hún liggur fremst á lágum klettunum og endar við hina frægu sjósundlaugaþyrpingu „Lago Martianez“, sem hönnuð var af listamanninum Cesar Manrique frá Lanzarote. 

Frá Puerto er úrvals útsýni til helstu perlu eyjarinnar, Teide, hæsta fjalls Spánar sem gnæfir yfir Orotava dalinn.

Frá hótelinu okkar, sem er rétt við Avenida de Colon, er ekið á upphafsstaði gönguferðanna.

Norðurhlutinn er gróðursælasti hluti eyjarinnar og eru ; blóm, ávextir , tómatar, kartöflur og bananar ræktaðir þar í miklu magni. Fjölbreyttur trjágróður vex á þessum hluta þar sem Kanarísk fura er áberandi og mikið fuglalíf.

 

Suðurhluti Tenerife

Suðurhlutinn er ekki jafn gróðursæll og sá nyrðri en að flestra mati alveg jafn heillandi á sinn hátt. Landið er hrárra, gróðurinn öðruvísi og lágreistari. Þrátt fyrir erfiðari náttulegar aðstæður til ræktunar er mikil banana- og alls konar ávaxta-og grænmetisframleiðsla á þessu svæði. Áður fyrr byggðu bændur upp plantekrur og ræktuðu land á stöllum í hlíðunum og leystu vatnsskortinn með því að byggja upp skurðanet á yfirborðinu sem flutti vatn þangað. Annars er suðurhlutinn mikið ferðamannasvæði og þjónusta við ferðamenn stærsti atvinnuvegurinn. Fiskveiðar hafa verið stundaðar þarna frá fornu fari. Stærstu ferðamannasvæðin eru gamli fiskimannabærinn Los Cristianos, elsta svæðið heitir Ten Bel og það stærsta í dag er Playa de las Americas, og Adeje.

 

Veðurfar með tilliti til göngufólks

Þægilegt loftslag er ein meginástæða fyrir vinsældum Tenerife sem áfangastaðar. Óvenjulegt er ef hitinn fer upp fyrir 32 gráður á sumrin og niður fyrir 16 gráður á veturna ef hægt er að tala um vetur. Þumalputtareglan er sú að aðeins er hlýrra og þurrara á suðurhlutanum. Frá sjónarhóli göngufólks er sumarið ekki kjörtíminn fyrir göngur heldur hentar tímabilið frá september fram í júni betur - en auðvitað getur það verið mismunandi.

 

29.03.17:  Koma

Lent á Tenerife klukkan 15:40 (Flug FI1514). Þar tekur fararstjóri á móti hópnum og við tekur um klukkutíma keyrsla á hótel.

 

 

30.03.17:  Anaga fjallgarðurinn

Á norðausturhluta Tenerife er hinn hrjóstrugi Anaga fjallgarður. Stór svæði hans eru friðuð enda hafa þessi fjöll mikil og söguleg gildi. Anaga fjöllin teygja sig frá Punta de Anaga í norðaustri og að Cruz del Carmen í suðvestri. Fjöllin eru elstu hlutar Tenerife og mynduðust í eldgosum fyrir 7-9 milljónum ára. Margir einstakir staðir, bæði fyrir sérstakt og fjölbreytt gróðurríki og ævintýralegt útsýni. Þar er t.d Roques de Anaga, sem myndaðist í eldsumbrotum og eru margar jarðfræðilegar minjar í nágrenni þess. Við 'Barranco de Las Huertas " er einstakt útsýni yfir vogskorna norðurströndina.

Þetta svæði er oft nefnt best geymda leyndarmál eyjarinnar þar sem það þykir ekki fullkannað. Skemmtileg smáþorp er að finna á þessu svæði þar sem enn býr fólk í náttúrulegum hellum.

Gróðurinn í hlíðum nærliggjandi fjalls, Monte de Mercedes er einkar athyglisverður. Þar er Mercedes skógurinn sem endar í þorpinu Las Mercedes. Í skóginum eru trjátegundir "greenwood" sem lifa í raka og hita, tegundir sem voru útbreiddar við Miðjarðarhafið og í Norður Afríku fyrir milljónum ára. Nú finnast þær bara á sumum Kanaríeyjanna, á Madeira og á Azoreyjum.

Gönguleið byrjar ca. 920m hæð með einhverri hækkun og lækkun. Fjölbreytt ganga á góðum stígum. Við förum í gegn um fagran skóg og á leið okkar munum við sjá hversu fjölbreyttur gróðurinn er á eyjunni.

Ganga: 4-5 tímar - Lækkun: 400 m

 

31.03.17:  Los Organos

Norðurhluti Tenerife státar af ekta klassískri göngu sem er nefnd Organos Trail. Gangan liggur um ótrúlega leið í gegnum skóg og milli kletta, m.a. um fallegan furuskóg hjá basaltstólpum, sem minna á rör pípur í krikjuorgeli. Nafn leiðarinnar "Organos trail" dregur nafn sitt af þeim. Frábært útsýni er að öllu jöfnu yfir Orotava dalinn, El Teide og eyjuna La Palma.

Gönguleið byrjar í 1200 m hæð á bröttum stíg. þegar að klettaveggnum er komið taka við hlykkjóttir bogadregnir stígar sem liggja utan í fjallshlíðinni.

Ganga: 14 km (5 tímar) - Hækkun: 600 m

 

 

01.04.17:  Arenas Negras

Arenas Negras eða Svarti Sandur er þæginleg ganga í sandi að hluta og góðum stígum. Hér í fjalllendi Tenerife eru hinir risavöxnu furuskógar eyjunnar og er talið að furuskógar hafi þakið mun stærra svæði áður fyrr en í dag. Landslagið ber merki þess um eldgos frá 1706 þar sem hægt er að sjá mikið að klettum og hraungrjóti innan um svartan sandinn. Gangan byrar í um 2200 m.

Eftir göngu er svo farið og skoðað elsta dreka tréð á eyjunni og komið við hjá vínbónda þar sem boðið er að smakka á framleiðslu úr héraði.

Ganga: 4- 5 tímar - Lækkun: 500 m

 

02.04.17:  Teide National Park

Fjallið El Teide hæsta fjall Spánar er perla eyjarinnar og hefur ráðandi aðdráttarafl á alla er heimsækja Teneife, allt umhverfi þar er ævintýralegt. Fjallið er í rúmlega 3700 metra hæð en aðgengi að því er mjög gott þar sem malbikaðir góðir vegir liggja á nokkrum stöðum að fjallinu. Hægt er að fara upp á topp fjallsins en þá verður að taka víra kláfinn síðasta spölinn. Svæðið í kringum Teide varð þjóðagarður árið 1954, þar er fimmti stærsti þjóðgarður Spánar, allur í yfir 2000 metra hæð yfir sjávarmáli. Í þjóðgarðinum eru margir spennandi staðir svo sem Las Canadas, the Roques de Garcia, fagurlega lagaðir klettar í miðju þjóðgarðsins og Parador Nacional de Las Canadas svo eitthvað sé nefnt. Í garðinum finnast sjaldgæfar plöntur og fuglategundir.

Gönguleið byrjar í 2200 m. Mikilvægt að hafa hlýjan fatnað með sér og getur verið vindasamt við fjallið. Eftir gönguna er keyrt heim á hótel

Ganga: 16.5 km (5-6 tímar) - Hækkun: 400 m - Lækkun: 500 m

 

03.04.17:  Masca

Sunnarlega á norðvesturhluta Tenerife er landslagið klettótt og stórbrotið. Þar er litli bærinn Masca klemmdur á milli fjallanna í hlíðinni, bær með einföldum híbýlum, með sitt örsmáa torg og nokkrar minjagripaverslanir og kaffihús. Náttúruundrið Barranco de Masca, gljúfrið sem er umlukið mörg hundruð metra háum klettaveggjum liggur eftir mjóum stíg alveg niður að sjó.

Masca "dalurinn" er oft nefndur "gleymdi dalurinn" vegna þess að þar var ekki lagður vegur fyrr en upp úr 1970.

Gönguleið byrjar í 650 m hæð og gengið er niður Masca gljúfrið sem er umvafið mörghundruð metra háum klettarveggjum og liggur leiðin eftir mjóum stígum alveg niður að sjó. 

Í lok göngunnar verður farið í bát og siglt til Los Gigantes í 30 mínútur. Hægt er að stinga sér til sunds í sjónum á meðan beðið er eftir bátnum og upplagt að vera í sundfötum undir klæðum. Keyrt er frá Los Gigantes heim á hótel.

Ganga: 4-5 tímar - Lækkun: 650 m

 

04.04.17:  Frjáls dagur

Þennan daginn er frjáls dagur og verður boðið upp á rútu í verslunarmiðstöðina Al Campo þar sem er að finna fjöldan allan af verslunum fyrir þá sem vilja. Eins er hægt að slappa af á hótelinu eða skellt sér í bæinn. 

 

 

05.04.17:  Heimferð

Frjáls tími fram að bottför.  Brottför frá Tenerife flugvelli klukkan 16:40 (Flug FI1515). 

 

Verð: 1135

 

 

Innifalið í verði ferðar:

Akstur til og frá flugvelli, ferðir til og frá upphafsstað göngu, gisting og morgunverður alla dagana, hádegisnesti á göngudögum (samloka, ávöxtur og orkustangir), kvöldverðir og vín og vatn með mat, yoga og íslensk fararstjórn.

Verð miðast við tvíbýli. Aukagjald fyrir eins manns herbergi €140.

 

ATH. Flug greiðist sérstaklega og eigum við frátekin sæti hjá Vita ferðum á 59.990 kr.-