mp no border.png
 
 

SKOTGANGA

Skotganga (Scotwalks Ltd) er ferðaþjónustufyrirtæki í Skotlandi sem sérhæfir sig í skipulögðum gönguferðum bæði í Skotlandi og Englandi fyrir Íslendinga og önnur Norðurlönd. Fyrirtækið reka þau hjónin Inga Geirs og Snorri Guðmundsson sem hafa boðið upp á þessar ferðir síðastliðin 10 ár við miklar og góðar undirtektir. Gönguferðir eru á tímabilinu maí til september.

 

Á haustin, veturna og vorin eru svo í boði gönguferðir á heitari slóðum. Þá höfum við sem dæmi verið að bjóða upp á göngur til Costa Blanca, Costa Brava og Tenerife. Hægt er að byðja um sérferðir fyrir hópa í þessar ferðir hjá Skotgöngu ef fólk hefur séróskir um tíma.

 

Við hjá Skotgöngu bjóðum einnig upp á ýmsa þjónustu fyrir hópa í Skotlandi. Við höfum meðal annars unnið við að skipuleggja ferðir fyrir fyrirtæki, vinahópa, kóra og Lions klúbba eins og hálandaferðir, borgarferðir og vískíferðir. Það getur ekki verið einfaldara að skella sér hingað til Skotlands til okkar, þar sem flugið tekur ekki nema 1 kl og 45 mín og taka Skotar vel á móti ferðalöngum enda er gestristni þeirra og glaðværð engu lík.