West Highland Way - 153 km gengnir á 7 dögum (3-4 skór)

 

West Highland Way er 153 km gönguleið milli Milngavie (úthverfis Glasgow) og Fort William. Þetta er vinsælasta gönguleið í Skotlandi, hana ganga 85.000 manns árlega. Leiðin liggur í gegnum eitthvert fallegasta svæði landsins, meðfram vötnum og tignarlegum fjöllum, um skóga, dali og heiðar.  Gangan er krefjandi þar sem þetta eru langar dagleiðir. Þrátt fyrir það hentar þessi leið nánast öllum þar sem hægt er að taka sér frídaga og skoða sig um og eins er hægt á flestum göngudögum að ganga hálfar dagleiðir. 

 

 

Sunnudagur 4. ágúst ´19:  Glasgow

Fug frá Keflavík klukkan 10:30 og lent á Glasgow flugvelli klukkan 13:50. Þar tekur fararstjóri á móti hópnum og ekið er á fyrsta gististað sem er í úthverfi Glasgow.  Frjáls eftirmiðdagur í Glasgow og fyrir kvöldverð hittist hópurinn á hótelbarnum ásamt fararstjóra og farið verður yfir dagskrá næstu daga. 

 

Mánudagur 5. ágúst ´19:  Milngavie - Drymen

Gönguleiðin liggur frá Milngavie, úthverfi Glasgow í gegnum skóglendi og út í fagurgræna sveitina. Þægilegur dagur í göngu og ágætis upphitun fyrir næstu daga.

Ganga: 19 km - Hækkun alls: 275 m

 

Þriðjudagur 6. ágúst ´19: Drymen - Rowardennan

Þennan dag er gengið í skóglendi og þaðan upp Conic Hills (360 m). Þaðan er stórkostlegt útsýni yfir Loch Lomond vatnið og eyjarnar. Gengið gegnum Balmaha og meðfram Loch Lomond áleiðis til Rowardennan.

Ganga: 22.5 km - Hækkun alls: 652 m

 

 

Miðvikudagur 7. ágúst ´19: Rowardennan - Inverarnan

Þessi dagur er mjög fjölbreyttur í göngu og að hluta seingenginn. Mestur hluti af deginum er meðfram Loch Lomond vatninu og er þessi leið afskaplega falleg og skemmtileg.

Ganga: 22.5 km - Hækkun alls: 611 m

 

Fimmtudagur 8. ágúst ´19: Inverarnan - Tyndrum

Gengið upp Glen Falloch dalinn, framhjá Falloch fossum og upp hjá Crianlarich áleiðis til Tyndrum. Fallegt útsýni yfir sveitina.

Ganga: 21 km - Hækkun alls: 551 m

 

 

Fðstudagur 9. ágúst ´19: Tyndrum - Kingshouse

Lengsti dagurinn framundan. Nánast öll leiðin er gengin á gömlum hermannavegum til Bridge of Orchy og upp á heiðina miklu Rannoc Moor, síðan niður til Kingshouse. Keyrt er aftur til Tyndrum og gist í Tyndrum. 

Ganga: 30 km - Hækkun alls: 319 m

 

Laugardagur 10. ágúst ´19: Kingshouse - Kinlochleven

Við byrjum á því að keyra frá Tyndrum til Kingshouse. Hér er gengið upp hinn fræga Devil's Staircase (Djöflastigann), sem er hæsti punktur á leiðinni eða 530 m. Þetta er ekki eins erfitt eins og nafnið segir til um heldur hinn besti stígur upp og á toppnum er fögur fjallasýn hvert sem litið er. Þaðan liggur leiðin til Kinlochleven sem er næst stærsti bærinn á leiðinni.

Ganga: 14.5 km - Hækkun alls: 437 m

 

 

Sunnudagur 11. ágúst ´19: Kinlochleven - Fort William

Lokadagurinn runninn upp. Stemning í hópnum þegar hann gengur upp hlíðar Kinlocleven og áleiðis til Fort William. Munum ganga dali,skóga og við rætur Ben Nevis, hæsta fjalls Bretlandseyja (1.344 m).

Ganga: 23.5 km - Hækkun alls: 632 m

 

 

Mánudagur 12. ágúst ´19: Fort William - Glasgow

Keyrt til Glasgow og tekur ferðalagið um 3 tíma. Eftir það er frjáls dagur og kvöld. 

 

Þriðjudagur 13. ágúst ´19: Heimferð

Ekið á Glasgow flugvöll klukkan og flug FI430 með Icelandair klukkan 14:40. Lent er í Keflavík klukkan 16:10.

 

Verð: £950

 

Innifalið í verði ferðar:

Akstur frá Glasgow flugvelli á hótel, gistingar með morgunverði, nesti á göngudögum, farangursflutningur (1 taska - MAX 20 kg), kort af leið, akstur á göngudögum (sjá dagskrá), akstur frá Fort William til Glasgow og akstur frá Glasgow á Glasgow flugvöll. Íslensk fararstjórn alla daga.

Verð miðast við tvíbýli - aukagjald fyrir einbýli er £225

Ekki innifalið:

Flug og ferðatryggingar

Flug

Við eigum frátekin 14 sæti hjá Icelandair á 41.200 kr per mann

Innifalið í verði eru skattar og þjónustugjald, 1 taska 23 kg og handfarangur 10 kg

Vinsamlegast athugið að verð miðast við gengi og flugvallskatta dagsins í dag

Hér eru skilmálar hópadeildar Icelandair: www.icelandair.com/is/adstod/skilmalar-og-skilyrdi/skilmalar-hopadeildar/

Staðfestingargjald (óendurkræft) £150 greiðast við bókun.

Greiðsla fyrir flug greiðist til hópadeildar Icelandair 6 vikum fyrir brottför.

Lokagreiðsla ferðar greiðist 5 vikum fyrir brottför.