West Highland Way - 60 km gengnir á 5 dögum (2 skór)

 

West Highland Way er 153 km gönguleið milli Milngavie (úthverfis Glasgow) og Fort William. Þetta er vinsælasta gönguleið í Skotlandi, hana ganga 85.000 manns árlega. Leiðin liggur í gegnum eitthvert fallegasta svæði landsins, meðfram vötnum og tignarlegum fjöllum, um skóga, dali og heiðar.  Gangan er í meðallagi erfið, ekkert príl og því við hæfi flestra.

 

Dagur 1:  Glasgow

Lent á Glasgow flugvelli kl. 10:40, ekið á fyrsta gististað. Frjáls eftirmiðdagur í Glasgow.

Seinnipartinn bjóða fararstjórar fólki sínu upp á drykk og þar verður farið yfir dagskrá næstu daga.

 

Dagur 2:  Milngavie - Drymen

Gönguleiðin liggur frá Milngavie, úthverfi Glasgow í gegnum skóglendi og út í fagurgræna sveitina. Þægilegur dagur í göngu og ágætis upphitun fyrir næstu daga.Gönguleiðin liggur frá Milngavie, úthverfi Glasgow í gegnum skóglendi og út í fagurgræna sveitina. Þæginlegur dagur í göngu og ágætis upphitun fyrir næstu daga. Endað er við viskýverksmiðjuna Glengyne þar sem boðið er upp á heimsókn fyrir þá sem það vilja. Þaðan er ekið til Drymen og gist þar um nóttina.

Ganga: 11 km - Hækkun: 90 m

 

Dagur 3: Drymen - Balmaha

Gengið frá Drymen í skóglendi og upp Conic Hill. Þaðan er stórkostlegt útsýni yfir Loch Lomond vatnið og eyjarnar. Gengið er niður til Balmaha þar sem gist verður um nóttina.

Ganga: 11 km - Hækkun: 360 m

 

Dagur 4: Balmaha - Rowardennan

Þessi dagur er fjölbreyttur í göngu og gengið er á góðum skógarstígum til Rowardennan þar sem gist verður um kvöldið.
Ganga: 12 km - Hækkun: 240 m

 

Dagur 5: Rowardennan - Inversnaid

Þennan dag göngum við til Inversnaid og eftir hádegisverð er tekinn ferja yfir Loch Lomond vatnið til Tarbet. Þaðan er ekið til Inverarnan þar sem við gistum.

Ganga: 13 km - Hækkun: 200 m

 

Dagur 6: Inverarnan - Crianlarich

Gengið er upp Glen Falloch dalinn að Falloch fossum og áleiðis til Crianlarich. Þaðan verður ekið til Tyndrum Inn, þar sem gist verður um nóttina. 

Ganga: 13 km - Hækkun:200 m

 

Dagur 7: Tyndrum - Glasgow Airport

Ekið til Glasgow flugvallar kl. 9:00. Flogið heim til Íslands kl. 14:05.

 

Verð: £580

 

Innifalið í verði ferðar:

Akstur til og frá Glasgow flugvelli, ferðir til og frá upphafsstað göngu, gisting og morgunverður alla dagana, móttaka (drykkur) fyrsta kvöldið, farangursflutningur á milli gististaða, hádegisnesti (samloka, ávöxtur og orkustangir) á gönguleið, kort. Íslensk fararstjórn allan tímann.

Verð miðast við tvíbýli. Aukagjald fyrir eins manns herbergi.

 

 

Ath. flug er ekki innifalið. Hægt að kaupa flug á www.uu.is - www.icelandair.is - www.easyjet.com