West Highland Way - 85 km gengnir á 4 dögum (3-4 skór)

 

West Highland Way er 153 km gönguleið milli Milngavie (úthverfis Glasgow) og Fort William. Þetta er vinsælasta gönguleið í Skotlandi, hana ganga 85.000 manns árlega. Leiðin liggur í gegnum eitthvert fallegasta svæði landsins, meðfram vötnum og tignarlegum fjöllum, um skóga, dali og heiðar. 

Gangan er krefjandi þar sem þetta eru langar dagleiðir en það góða við leiðina er að á öllum þessum fjórum dögum er hægt að ganga hálfa dagleið. Eins er ekkert mál fyrir þá sem vilja að taka sér frídag og þá hefur fólk tækifæri á að skoða sig um og jafnvel fara í siglingu á Loch Lomond.

 

Dagur 1:  Glasgow

Flug með Icelandair (FI430) frá Keflavík klukkan 07:35. Lent á Glasgow flugvelli kl. 10:50 og ekið á fyrsta gististað. Frjáls eftirmiðdagur í Glasgow.

Seinnipartinn hittist hópurinn ásamt fararstjóra og farið verður yfir dagskrá næstu daga. 

 

Dagur 2:  Milngavie - Drymen

Gönguleiðin liggur frá Milngavie, úthverfi Glasgow í gegnum skóglendi og út í fagurgræna sveitina. Þægilegur dagur í göngu og ágætis upphitun fyrir næstu daga.

Ganga: 19 km - Hækkun alls: 275 m

 

Dagur 3: Drymen - Rowardennan

Þennan dag er gengið í skóglendi og þaðan upp Conic Hills (360 m). Héðan er stórkostlegt útsýni yfir Loch Lomond vatnið og eyjarnar. Gengið gegnum Balmaha og meðfram Loch Lomond áleiðis til Rowardennan.

Ganga: 22.5 km - Hækkun alls: 652 m

 

Dagur 4: Rowardennan - Inverarnan

Þessi dagur er mjög fjölbreyttur í göngu og að hluta sein genginn. Mestur hluti af deginum er meðfram Loch Lomond vatninu og er þessi leið afskaplega falleg og skemmtileg.

Ganga: 22.5 km - Hækkun alls: 611 m

 

Dagur 5: Inverarnan - Tyndrum

Gengið upp Glen Falloch dalinn, framhjá Falloch fossum og upp hjá Crianlarich áleiðis til Tyndrum. Fallegt útsýni yfir sveitina.

Ganga: 21 km - Hækkun alls: 551 m

 

photo (6).JPG

 

Dagur 6: Tyndrum - Glasgow

Keyrt frá Tyndrum til Glasgow (komið um hádegið). Frjáls dagur og kvöld í Glasgow. 

 

 

Dagur 7: Heimferð

 

Ekið á Glasgow flugvöll og flug heim til Íslands er klukkan 13:40. Lent í Keflavík klukkan 15:00.

 

 

Verð: £670

Innifalið í verði ferðar:

Akstur til og frá Glasgow flugvelli, rúta frá Tyndrum til Glasgow, gisting og morgunverður alla dagana,  farangursflutningur á milli gististaða og hádegisnesti (samloka, ávöxtur og orkustangir) á göngudögum. Íslensk fararstjórn allan tímann.

Verð miðast við tvíbýli. Aukagjald fyrir eins manns herbergi £120.

Vinsamlegast athugið að flug er ekki innifalið. Við eigum frátekin sæti hjá Icelandair fyrir 37.500 ISK.