West Highland Way - 68 km gengnir á 4 dögum (2-3 skór)

 

West Highland Way er 153 km gönguleið milli Milngavie (úthverfis Glasgow) og Fort William. Þetta er vinsælasta gönguleið í Skotlandi, hana ganga 85.000 manns árlega. Leiðin liggur í gegnum eitthvert fallegasta svæði landsins, meðfram vötnum,  tignarlegum fjöllum, um skóga, dali og heiðar. 

Gangan er í meðallagi erfið og ætti því að henta flestum. 

 

IMG_4978.JPG

 

Dagur 1:  Koma

Flug frá Keflavík með Icelandair (FI 430) klukkan 07:35 og lent á Glasgow flugvelli klukkan 10:40. Þar tekur fararstjóri á móti hópnum og ekið er á hótel í miðborg Glasgow. Frjáls eftirmiðdagur í Glasgow.

Seinnipartinn hittist hópurinn ásamt fararstjóra og farið verður yfir dagskrá næstu daga. 

 

 

Dagur 2:  Tyndrum - Bridge of Orchy

Keyrt er frá Glasgow til Tyndrum þar sem fyrsti göngudagur hefst. Þæginleg ganga á gömlum hermannastígum alla leið til Bridge of Orchy. Eftir göngu er keyrt aftur til Tyndrum.

Ganga: 10 km - Hækkun alls: 169 m

 

FullSizeRender (31).jpg

 

Dagur 3:  Bridge of Orchy - Kingshouse

Keyrt er að upphafstað göngu og byrjum við á að ganga upp hæðina þar sem fallegt útsýni er yfir Rannoch Moor og Black Mountains. Þaðan er haldið niður að Inveroran Hotel þar sem við fáum okkur smá hressingu áður en haldið er yfir heiðina. Gist er í Kingsouse Hotel.

Ganga: 20 km - Hækkun alls: 319 m

 

FullSizeRender.jpg

 

Dagur 4:  Kingshouse - Kinlochleven

Þennan daginn er gengið upp hinn fræga Devil´s Staircase (Djöflastigann), og er þetta hæsti punkturinn á West Highland Way eða 530 m. Þetta er ekki eins erfitt og nafnið segir til um heldur hinn besti stígur upp og á toppnum er fögur fjallasýn hvert sem litið er. Þaðan liggur leiðin til Kinlochleven sem er næst stærsti bærinn á leiðinni.

Ganga: 14.5 km - Hækkun alls: 437 m

 

IMG_4905.JPG

 

Dagur 5:  Kinlochleven - Fort William

Lokadagurinn runnin upp. Stemning í hópnum þegar hann gengur upp hlíðar Kinlochleven og áleiðis til Fort William. Leiðin liggur um skóga og dali og við rætur Ben Nevis, hæsta fjalls Bretlandseyja (1.344 m).

Ganga: 23.5 km - Hækkun alls: 632 m

 

Dagur 6: Fort William - Glasgow

Um morguninn er keyrt frá Fort William til Glasgow og er komið í miðborgina um hádegi. Frjáls dagur og kvöld. 

 

 

Dagur 7: Heimferð

Ekið frá hóteli á Glasgow flugvöll um 11:30. Flug heim til Íslands með Icelandair (FI 431) klukkan 14:05 og lent í Keflavík klukkan 15:25.