West Highland Way - 153 km gengnir á 7 dögum (3-4 skór)

 

West Highland Way er 153 km gönguleið milli Milngavie (úthverfis Glasgow) og Fort William. Þetta er vinsælasta gönguleið í Skotlandi, hana ganga 85.000 manns árlega. Leiðin liggur í gegnum eitthvert fallegasta svæði landsins, meðfram vötnum og tignarlegum fjöllum, um skóga, dali og heiðar.  Gangan er í meðallagi erfið, ekkert príl og því við hæfi flestra.

Það góða við leiðina er einnig að á flestum dagleiðum er hægt að ganga hálfa dagleið. Eins er ekkert mál fyrir þá sem vilja taka sér frí einn og einn dag þannig að þessar ferðir henta nánast öllum. Þá hefur fólk tækifæri á að skoða sig um og jafnvel fara í siglingu á Loch Lomond. 

Að ganga West Highland Way á eigin vegum er leikur einn. Við sjáum um að skipuleggja gistingar fyrir allar nætur og farangursflutning milli gististaða. Leiðin er vel merkt og við munum gefa ykkur kort og allar handhægar upplýsingar áður en lagt er af stað. 

Margir kjósa að ganga Dag 6, sem eru 30 km í tvo styttri daga og eins hafa margir ekki tök á að ganga alla leiðina og taka þá ýmist fyrri eða seinni hluta, eða 4 dagleiðir. Við aðstoðum einnig með að bóka aukanætur í Glasgow eða Edinborg fyrir þá sem vilja.

Gististaðir eru af ýmsum toga, lítil hótel, gistiheimili, B&Bs og farfuglaheimili (fyrir þá sem vilja ódýrari gistingu). Við vinnum með mörgum flottum gististöðum sem eru þekktir fyrir flottar staðsetningar, góðar aðstæður og frábæra þjónustu. 

 

Dagur 1: Milngavie - Drymen

Gönguleiðin liggur frá Milngavie, úthverfi Glasgow í gegnum skóglendi og út í fagurgræna sveitina. Þæginlegur dagur í göngu og ágætis upphitun fyrir næstu daga.

Ganga: 19 km - Hækkun alls: 275 m

 

Dagur 2: Drymen - Rowardennan

Þennan dag er gengið í skóglendi og þaðan upp Conic Hill (360 m). Héðan er stórkostlegt útsýni yfir Loch Lomond vatnið og eyjarnar. Gengið gegnum Balmaha og meðfram Loch Lomond áleiðis til Rowardennan.

Ganga: 22.5 km - Hækkun alls: 652 m

09.JPG

 

Dagur 3: Rowardennan - Inverarnan

Þessi dagur er mjög fjölbreyttur í göngu og að hluta sein genginn. Mestur hluti af deginum er meðfram Loch Lomond vatninu og er þessi leið afskaplega falleg og skemmtileg.

Ganga: 22.5 - Hækkun alls: 611 m

24.JPG

 

Dagur 4: Inverarnan - Tyndrum

Gengið er upp Glen Falloch dalinn, framhjá Falloch fossum og upp á Crianlarich áleiðis til Tyndrum. Fallegt útsýni yfir sveitina.

Ganga: 21 km - Hækkun alls: 551 m

 

Dagur 5: Tyndrum - Kingshouse

Lengsti dagurinn framundan. Nánast öll leiðin er gengin á gömlum hermannavegum til Bridge of Orchy og upp á heiðina miklu Rannoch Moor, síðan niður til Kingshouse.

Ganga: 30 km - Hækkun alls: 319 m

29.JPG

 

Dagur 6: Kingshouse - Kinlochleven

Hér er gengið upp hinn fræga Devil´s Staircase (Djöflastigann), hér er hæsti punktur á leiðinni eða 530 m. Þetta er ekki eins erfitt eins og nafnið segir til um heldur hinn besti stígur upp og á toppnum er fögur fjallsýn hvert sem litið er. Þaðan liggur leiðin til Kinlochleven sem er næst stærsti bærinn á leiðinni.

Ganga: 14.5 km - Hækkun: 437 m

 

Dagur 7: Kinlochleven - Fort William

Gengið er upp hlíðar Kinlcohleven og áleiðis til Fort William. Gönguleið er um dali, skóga og við rætur Ben Nevis, hæsta fjall Bretlandseyja (1.344 m).

Ganga: 23.5 - Hækkun alls: 632 m

 

Vinsamlegast hafið samband til að fá verð þar sem verð getur verið breytilegt.