Karlajóga á Costa Brava

Sæludagar í sólinni fyrir stirða og stressaða karla og afslöppuðu eiginkonurnar mega svo sannarlega koma með. Þó þú hafir aldrei stundað jóga er það engin fyrirstaða og eiginlega betra.

Costa Brava eða The Wild Coast eins og hún er oft kölluð er nyrst spænsku Miðjarðarhafsstrandanna. Þetta fallega svæði hefur upp á allt að bjóða, fallega náttúru, ríka sögu, glæsilega gistiaðstöðu og mikið úrval afþreyingar. Gist er á norður-hluta Costa Brava á fjögurra stjörnu hóteli í ca. 3 mínútna göngufæri við ströndina.

Í þessari einstöku ferð bjóða Inga og Biggi upp á jóga, slökun, sjósund og léttgöngur. Þessi ferð er tilvalin fyrir þá sem vilja komast í streitulosandi umhverfi, rækta líkama og sál og kynnast nýju fólki.

Birgir Þorsteinn Jóakimsson hefur haft áhuga á jógafræðunum frá því hann var unglingur. Hann lauk kennaranámi hjá Jóga stúdíói og Yogi Shanti Desai sumarið 1998. Birgir hefur kennt fólki á öllum aldri á hinum ýmsu stöðum frá árinu 1998 meðfram starfi sínu sem grafískur hönnuður. Hann er mikill áhugamaður um hlaup, hjólreiðar og nú síðast sjósund sem hann stundar af töluveðri ástríðu. Birgir trúir því að lykillinn að því að verða góður jógakennari sé að þykja alveg óendanlega vænt um þá sem hann er að kenna. Þá kemur allt hitt að sjálfu sér. Birgir kennir karlajóga.

 

Mánudagur 16. september ´19

Flug frá Keflavík með WOW Air - flug WW626 til Barcelona klukkan 15:45. Lent í Barcelona klukkan 22:15 og þar tekur fararstjóri á móti hópnum. Við tekur um tveggja tíma akstur norður á La Costa Beach & Golf Hotel þar sem gist er næstu 6 nætur.

Þriðjudagur 17. september ´19

Eftir hádegi er boðið upp á 90 mínútna jóga og djúpslökun á ströndinni. Eftir það er frjáls tími og tilvalið að nýta sér aðstöðu hótelsins það sem eftir er dags.

 

Miðvikudagur 18. september ´19

Eftir morgunverð verður 90 mínútna jóga og djúpslökun á stöndinni. Síðan er frjáls tími fram yfir hádegisverð og eftir það er boðið upp á skemmtilega göngu meðfram ströndinni til Sa Riera, þar sem hægt að setjast í drykk og taka léttar teygjur áður en gengið er aftur heim á hótel.

Ganga: 8 km

 

 

Fimmtudagur 19. september ´19

Við byrjum daginn á 90 mínútna jóga og eftir það er frjáls tími. Við mælum með að kíkja yfir til Begur sem er í ca. 20 mínútna keyrslu frá hótelinu. Þetta er einstaklega skemmtilegur bær með um 4.000 íbúum og er bærinn þekktastur fyrir Begur kastala sem var byggður árið 1468. Hægt er að ganga upp að kastalanum og þaðan er stórkostlegt útsýni yfir strandlengjuna. Í bænum er að finna mikið af verslunum og veitingastöðum.

 

 

Föstudagur 20. september ´19

Við byrjum daginn á því að keyra til Pertallada þar sem við munum taka smá skoðunarferð um þorpið áður en við göngum til Pals. Gengið er á breiðum malarvegum og þegar komið er til Pals segir fararstjóri okkur frá bænum en Pals er einn af vinsælustu viðkomustöðum á svæðinu og státar af fallegum gotneskum byggingum. Eftir það er frjáls tími til að skella sér í hádegisverð og skoða sig um áður en keyrt er til baka á hótelið. Seinnipartinn verður boðið upp á 90 mínútna jóga og djúpslökun á ströndinni.

Ganga: 6 km

 

Laugardagur 21. september ´19

Keyrt frá hóteli til Playa De La Fosca og gengið til Calella de Palafrugell. Gengið er á góðum moldarstígum, framhjá nokkrum víkum og er hver önnur fegurri. Gengið að hluta í flæðarmálinu og á leiðinni verður boðið upp á jóga, slökun og sjósund.

Ganga: 12 km

 

 

Sunnudagur 22. september ´19

Lokadagur runninn upp. Við ökum um morguninn til Barcelona en þar er frjáls dagur og kvöld. Í Barcelona ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi, hvor sem þú ert listunnandi eða ert í verslunarhugleiðingum. Rúta frá miðborginni á Barcelona flugvöll um kvöldið. Flug WOW (WW627) klukkan 23:15 og lent í Keflavík klukkan 02:05.Verð: €1,210


Aukagjald fyrir einbýli €180

Innifalið í verði

 • Gisting með morgunverð

 • 5 x kvöldverður (vín og vatn með mat)

 • 3 x hádegisnesti (samloka, ávöxtur, jógúrt, kex og vatn)

 • Allur akstur á Costa Brava (sjá ferðaáætlun)

 • Íslensk og fararstjórn allan tíman

 • Leiðsögumenn á 2 x göngudögum

 • Jógakennsla

 • Skattar og gjöld á Costa Brava

 

Ekki innifalið

 • Flug til og frá Barcelona með WOW (sjá hér að neðan)

 • Ferðatryggingar

 • Kvöldverður í Barcelona

 

Verð fyrir flug

16.09- 22.09.2019: 35.499 kr per mann - við eigum frátekin sæti á þessu verði (bókunarnúmer UPELFP).

Innifalið í flugmiða er 1 taska 20 kg og lítill handfarangur s.s. lítil taska eða veski (ath. ekki flugfreyjutaska).

Vinsamlegast hafið samband við Ingu til að bóka í ferð - inga@skotganga.co.uk

Staðfestingargjald (óendurkræft) £150 greiðast við bókun.

Greiðsla fyrir flug greiðist til WOW - festa þarf flug með 10.000 kr innáborgun.

Lokagreiðsla ferðar greiðist 5 vikum fyrir brottför.