Í fótspor Jane Austen (8. maí)

Lengd ferðar

7 nætur

Sætafjöldi

40 sæti

Flugfélag

Icelandair

Kvennaferð

Í fótspor Jane Austen (8. maí)

8. - 15. maí 2025

Í ferðinni kynnumst við lífi og skáldskap Jane Austen (1775-1817) sem er ein af þekktustu rithöfundum Bretlands. Við byrjum á heimaslóðum Jane, og gistum í 3 nætur í Winchester. Síðustu 4 nætur er gist í Bath en þar bjó Jane 1801-1806.

Boðið verður upp á fræðslu og samverustundir þar sem tækifæri gefst í til að spjalla um Jane og verk hennar. Einnig heimsækjum við marga heillandi staði, m.a. Jane Austen House, Lacock (tökustaður fyrir Downtown Abbey), Stonehenge og Jane Austen Center.


Herbergi

Verð fyrir einstakling í tvíbýli með flugi. Ekki er hægt að bóka nema vera með ferðafélaga.

Almennt verð £2,170.00
Almennt verð Sölu verð £2,170.00
Innáborgun: £300.00


Flug

Þú hefur valið að taka þátt í hópbókun. Innifalið í flugi er ein taska sem vegur 23 kg og handfarangur 10 kg. Vinsamlegast athugið að hópurinn þarf að hefja ferð saman en farþegar geta breytt heimför gegn breytingargjaldi. Ekki er hægt að nota vildarpunkta og gjafabréf í hópbókun.

Almennt verð £2,170.00
Almennt verð Sölu verð £2,170.00
Innáborgun: £300.00


Farþegi 1
Almennt verð £2,170.00
Almennt verð Sölu verð £2,170.00
Innáborgun: £300.00
Herbergi
Flug

How often?

Subscribe to get regular deliveries of this product

Í fótspor Jane Austen (8. maí)
Í fótspor Jane Austen (8. maí)
Í fótspor Jane Austen (8. maí)
Í fótspor Jane Austen (8. maí)
Í fótspor Jane Austen (8. maí)
Í fótspor Jane Austen (8. maí)
Í fótspor Jane Austen (8. maí)
Í fótspor Jane Austen (8. maí)
Í fótspor Jane Austen (8. maí)
Í fótspor Jane Austen (8. maí)
Í fótspor Jane Austen (8. maí)
Í fótspor Jane Austen (8. maí)
Í fótspor Jane Austen (8. maí)
Í fótspor Jane Austen (8. maí)
Í fótspor Jane Austen (8. maí)
Í fótspor Jane Austen (8. maí)
Í fótspor Jane Austen (8. maí)
Í fótspor Jane Austen (8. maí)
Í fótspor Jane Austen (8. maí)
Í fótspor Jane Austen (8. maí)
Í fótspor Jane Austen (8. maí)
Í fótspor Jane Austen (8. maí)
Í fótspor Jane Austen (8. maí)
Í fótspor Jane Austen (8. maí)
Í fótspor Jane Austen (8. maí)
Í fótspor Jane Austen (8. maí)
Í fótspor Jane Austen (8. maí)
Í fótspor Jane Austen (8. maí)
Í fótspor Jane Austen (8. maí)

Ferðaáætlun

Einstök dömuferð til Englands og inn í sagnaheim Jane

Flug FI450 til London Heathrow. Brottför 07:40, lending 11:55. Kristín Linda flýgur með hópnum út og Inga tekur á móti hópnum á London Heathrow. Ekið er á Holiday Inn Winchester þar sem gist er fyrstu 4 næturnar.

Eftir komu á hótel verður boðið upp á léttar veitingar í sal á hóteli. Þar mun Kristín Linda vera með kynningu og spjall um ævi Jane Austen.

3 tímar & 15 mín
Kvöldverður

Um morguninn er samvera og fræðsla á hótelinu þar sem rætt verður um skáldsögur Jane Austen. Bækur hennar eru nú rösklega 200 ára og enn víðlesnar og hafa þrjár þeirra verið þýddar á íslensku, síðast Aðgát og örlyndi sem er kom út 2022.

Eftir það ökum við að Winchester Cathedral. Við skoðum dómkirkjuna, en undir gólfi kirkjunnar hvílir Jane Austen. Í kirkjunni má einnig finna fallegan minningarskjöld um Jane. Eftir heimsóknina göngum við saman að húsinu sem Jane Austen bjó í síðustu mánuði ævi sinnar. Síðan er frjáls tími í Winchester.

20 mín (10 mín hvor leið)
Kvöldverður

Ekið til Jane Austen House í Chawton þar sem Jane bjó í 8 ár og þar skrifaði hún og lét gefa út allar sex skáldsögur sínar. Nú er glæsilegt safn um hana í þessu húsi sem fyrrum var heimili hennar og mikil upplifun að skoða sig um þar.

Eftir það förum við saman í hádegisverð í Chawton áður en ekið ekið til Steventon, þar sem Jane Austen fæddist. Við förum að St. Nicholas kirkjunni þar sem Georg Austen faðir Jane var prestur þegar hún var að alast upp og skoðum okkur um þar.

Þegar komið er á hótel verður vinnustofa í sal á hótelinu. Farið verður nákvæmlega í gegnum hvernig er snjallt að stofna skemmtilega og gefandi bókaklúbba sem geta orðið dýrmætur vinkvennahópur þegar árin líða.

1 & ½ tími
Hádegis- & kvöldverður

Tékkað út af hóteli og ekið í smábæinn Lacock sem er m.a. þekktur fyrir að vera tökustaður fyrir Downtown Abbey og Pride & Prejudice (Hroki og hleypidómar). Einstakt umhverfi og byggingar.

Eftir heimsóknina þar er ekið til Bath sem er af mörgum talin vera ein fallegasta borg Bretlands með aðgengilegan og skemmtilegan miðbæ. Þar er gist síðustu 4 næturnar á APEX Hotel Bath.

2 tímar
Kvöldverður

Um morguninn heimsækjum við The Roman Baths sem er einn vinsælasti ferðamannastaður í borginni.

Eftir það er frjáls tími í Bath og tilvalið að skella sér í Hop-on Hop-off strætó og kynna sér borgina betur.

Hópnum skipt í tvennt - Hópur A ferð í sögugöngu á meðan hópur B fer í safnið og síðan fer hópur B í göngu og hópur A í safnið.

Söguganga um Bath þar sem Jane bjó á árunum 1801-1806. Bath kemur fyrir í öllum skáldsögum Jane enda var hún á hennar tíma ein vinsælasta borg landsins með sínum samkomusölum og dansleikjum. Heimsókn í Jane Austen Centre endurspeglar þann tíma og tíðaranda sem Jane lifði og bækur hennar spönnuðu.

Seinna um daginn verður farið í Afternoon Tea. Hópur A fer í Afternoon Tea kl. 14:30 og hópur B fer kl. 16:00.

Frjáls dagur í Bath - borgin er á heimsminjaskrá UNESCO frá 1987 og hlaut aðra skráningu fyrir sín fjölmörgu og einstöku böð árið 2021. Bath er því einstök borg að heimsækja nú á tímum sem fyrr.

Lokakvöldverður á hóteli.

Frjáls tími fram að brottför.

Ekið til Stonehenge og frjáls tími til að skoða sig um steinahringinn. Eftir það er ekið á London Heathrow.

Flug FI455 kl. 21:25 og lent kl. 23:40.

2 & 1/2 tími
3 tímar & 15 mín

Hvað er innifalið

  • Áætlunarflug með Icelandair KEF-LHR
  • Áætunarflug með Icelandair LHR-KEF
  • Ein taska max 23 kg & 10 kg handfarangur
  • Flugvallarskattar
  • Gisting í 7 nætur með morgunverði
  • 5 kvöldverðir
  • 1 hádegisverður
  • Allur akstur skv. dagskrá
  • Aðgangseyrir í Winchester Cathedral
  • Aðgangseyrir í St. Nicolas Church
  • Aðgangseyri í Jane Austen House
  • Aðganseyri í Jane Austen Centre
  • Söguganga um Bath
  • Aðgangseyrir í The Roman Baths
  • Aðgangseyrir í Stonehenge
  • Afternoon Tea
  • Fundarherbergi & fræðsla
  • Íslensk fararstjórn
  • Skattar & lögboðin tryggingagjöld í UK

Ekki innifalið

  • Ferðatryggingar
  • 2 kvöldverðir
  • 6 hádegisverðir
  • Drykkir með mat
  • Þjórfé fyrir rútubílstjóra
Fararstjóri

Inga Geirsdóttir

Inga er frá Eskifirði, bjó í Reykjavík um árabil en flutti til Skotlands árið 2003. Þar hóf hún fljótlega að bjóða vinkonum sínum í göngur um skosku Hálöndin. Það vatt hratt upp á sig og í dag leiðir hún ásamt fjölskyldu sinni hópferðir vítt og breitt um Bretland, Írland, Austurríki, Slóveníu, Króatíu, Ítalíu og Spán. Inga er mikill húmoristi og þykir ekkert skemmtilegra en að vera með hópunum sínum.

Fararstjóri

Kristín Linda Jónsdóttir

Kristín Linda er sálfræðingur á eigin sálfræðistofu Huglind á Selfossi og í Reykjavík. Hún hefur haldið fjölda vinsælla námskeiða og fyrirlestra um hvernig fólk getur bætt líðan sína, lífsgæði, heilsu og hamingju.

Hún byggir á nýjustu sálfræðilegri þekkingu og námskeiðin hennar eru þekkt fyrir að vera bæði efnismikil og hagnýt og lífleg og skemmtileg. Hún er reyndur sálfræðingur, kemur úr Þingeyjarsýslu en býr nú á Selfossi, hún var áður kúabóndi og í 20 ár ritstjóri tímaritsins Húsfreyjunnar.

Algengar spurningar

Þó að við getum aldrei treyst á veðrið, er maí talinn vera frábær tími til að heimsækja Bath og Winchester, með meðalhita um 7-16°.

Við göngum ekki mikið og erum yfirleitt á mjög greiðfæru undirlagi en áreynslan er meiri af því að sitja í rútunni og mikilvægt að geta hreyft ökklana. Þá er gott að vera á lágum gönguskóm/íþróttaskóm sem lofta. Sterklegir gönguskór eru því óþarfi, frekar léttir og lágir skór, sem hrinda eitthvað frá sér bleytu.

Því miður er ekki hægt að vera 3 saman í herbergi. Þær sem ferðast 3 saman geta sent inn beiðni um að fá herbergi hlið við hlið.

Vegna BREXIT eru reikisamningar ekki lengur í gildi milli Íslands og Bretlands og nauðsynlegt að útvega sér Ferðapakka Vodafone, Símans eða samsvarandi þjónustu hjá viðeigandi símafyrirtækjum fyrir brottför ef nota á netið í símanum utan hótela. Það má gera með símtali eða í gegnum netspjall við símafyrirtæki sitt.

Skotganga (Scot Walks Ltd) er ferðaþjónustufyrirtæki í Skotlandi, UK.

Ef einhver kemst ekki í þá ferð sem viðkomandi hefur bókað í, er ekki hægt að fá endurgreiðslu á innáborgun né færa innáborgun yfir á aðra ferð. Við mælum með því að fólk skoði forfallatryggingar sem tengjast kredikortum sínum eða skaffi sér sérstaka ferðatryggingu.

Það er því miður ekki lengur möguleiki að nota vildarpunkta og gjafabréf í hópbókun með Icelandair. Þeir sem vilja nota vildarpunkta geta valið að kaupa sitt flug sjálfir á heimasíðu Icelandair.

Þátttaka í hópbókun krefst að minnsta kosti 10 farþega. Ef lámarksþáttaka næst ekki, gilda reglur og skilyrði hópsins ekki lengur.

Farangursheimild, ein taska sem vegur 23 kg og handfarangur 10 kg er innifalin.Hópurinn þarf að hefja ferð saman en farþegar geta breytt heimför gegn breytingargjaldi. Breyting verður að gerast áður en flugmiði er gefinn út.

Ef þátttakandi bókar ferðina með röngu nafni, getur Icelandair krafist nafnabreytingar gegn ákveðnu gjaldi.

Þar sem um hópbókun er að ræða þurfa allar breytingar og aðrar fyrirspurnir varðandi flug að fara í gegnum Skotgöngu.

Hægt er að kaupa flugið út í hópbókun en ekki er hægt að kaupa flug fyrir heimferð eingöngu. Hægt er að tala við ferðaskrifstofuna (Skotgöngu) með breytingu á heimferð frá öðru landi í þeim tilfellum sem fólk er að ferðast annað eftir ferðina.

Lokagreiðsla á ferð er 10 vikum fyrir brottför. Þátttakendur munu fá tilkynningu þegar kemur að lokagreiðslu.