Af líkama & sál - Tenerife (15. apr)

Lengd ferðar

7 nætur

Sætafjöldi

38 sæti

Flugfélag

Icelandair

Kvennaferð

Af líkama & sál - Tenerife (15. apr)

15. - 22. apríl 2024
Heilsueflandi dagskrá með fræðslu til að bæta heilsu kvenna. Tilvalin ferð fyrir þær sem eru með vefjagigt og tengda sjúkdóma. Gleði og glens er stór hluti af dagskránni því að það bætir, hressir og kætir ásamt því að gera þig fallega og hraustlega. Gist er á Spring Hotel Vulcano & up! á Amerísku ströndinni.

Skrá á póstlista


Takk fyrir skráninguna!

Villa kom upp - vinsamlegast reyndu aftur

Af líkama & sál - Tenerife (15. apr)
Af líkama & sál - Tenerife (15. apr)
Af líkama & sál - Tenerife (15. apr)
Af líkama & sál - Tenerife (15. apr)
Af líkama & sál - Tenerife (15. apr)
Af líkama & sál - Tenerife (15. apr)
Af líkama & sál - Tenerife (15. apr)
Af líkama & sál - Tenerife (15. apr)
Af líkama & sál - Tenerife (15. apr)

Ferðaáætlun

Heilsubúst, gleði, sól og nærandi samvera fyrir konur

Flug FI580 með Icelandair kl. 10:00 og lent á Tenerife kl. 16:25. Fararstjóri tekur á móti hópnum á Tenerife flugvelli og ekið er í ca. 20 mínútur á Spring Hotel Vulcano & Up.

Fyrir kvöldverð verður boðið upp á kynningarfund á barnum.

Námskeið (2 tímar) - Niður með streituna.

1.1. Þjálfun og fræðsla fyrir líkama og sál: Byrjum daginn með léttum spennulosandi æfingum, vöðvateygjum og hugleiðslu.

1.2. Fræðsla: Vertu meðvituð um líkamann þinn. Sigrún og Ingibjörg munu fjalla um hvernig of mikil streita getur truflað huga og líkama og veikt hann. Farið verður yfir hvernig líkaminn bregst við stöðugu streituástandi og hvernig maður getur lært að nema streitumerki líkamans og bregðast við þeim.

Eftir hádegi er boðið upp á kynningargöngu um svæðið.

Námskeið (2 tímar) - Létt í fasi

2.1. Samþætt fræðsla og æfingar: Hreyfum okkur léttar í fasi, gerum vöðva og liði mjúka, berum okkur vel og göngum léttar í spori út í daginn.

2.2. Fræðsla og slökun: Léttleiki hugans - Förum yfir áhrif hugarfars á vellíðan og hamingju. Slökun/jóga nidra.

Eftir hádegi er ekið frá hóteli í ca. klukkutíma til Parador þar sem verður boðið upp á göngu þær sem vilja (4 km). Aðrar geta haft það huggulegt á veitingastaðnum og rölt um nágrennið. Eftir það er ekið aftur heim á hótel.

Námskeið (2 tímar) - Verum saman í núinu.

Strandganga með fræðslu og eflandi æfingum fyrir líkama og sál.

Tilvalið að slaka á og njóta aðstöðunar við hótelið, rölta meðfram ströndinni eða kíkja í verslanir. Á Playa de las Americas svæðinu má finna fjölda verslana á “Laugarveginum” Avenida de Las Américas. Á Costa Adeje svæðinu er fjöldi verslana í El Duque og Gran Sur verslunarkjörnunum, m.a.fataverslanir og barnafataverslanir. Í Siam Mall verslunarmiðstöðinni er að finna allar helstu tískuvöruverslanirnar.

Námskeið (2 tímar) - Jafnvægi, styrkur og stöðuleiki.

5.1. Samþætt fræðsla og æfingar: Áhersla á mikilvægi styrks, stöðugleika og jafnvægis fyrir líkamlega heilsu. Allt sem þú gerir sem er gott fyrir líkamann telur – lærðu að setja það inn í daglegt lífi.

5.2. Fræðsla og slökun: Jafnvægi í daglegu lífi- Jafnvægi milli virkni og hvíldar. Ræðum um ýmsar leiðir til að hvíla og hlaða batteríin. Slökun/jóga nidra.

Eftir það er ekið frá hóteli í ca. 90 mínútur til Puerto de La Cruz. Þar er frjáls tími í hádegisverð og eftir það verður boðið upp á kynningargöngu um svæðið. Frjáls tími áður en ekið er heim.

Námskeið (2 tímar) Minn líkami, mín sál, hvað þarf ég?

6.1. Samþætt fræðsla og æfingar: Þekktu líkamann þinn, hlustaðu á boð hans, hlúðu að honum. Það getur enginn elft líkamlega heilsu þína nema þú sjálf. Það er til einföld hjálp.

6.2. Fræðsla og slökun: Hlúum að okkur og setjum okkur í forgang- Rætt um sjálfsgóðvild og mikilvægi sjálfsumönnunar. Slökun/jóga nidra.

Eftir námskeið er boðið upp á létta göngu til Los Cristianos. Þar verður frjáls tími í hádegisverð, hægt að skoða sig um í bænum eða fara á markaðinn. Þær sem vilja geta gengið aftur heim á hótel með Ingu og aðrar geta verið eftir og tekið leigubíl til baka. Önnur leiðin er 3 km.

Ekið frá hóteli á flugvöll.

Flug FI581 með Icelandair kl. 17:25 og lent kl. 21:55.

Hvað er innifalið

 • Áætlunarflug með Icelandair KEF-TFS
 • Áætunarflug með Icelandair TFS-KEF
 • Ein taska max 23 kg & 10 kg handfarangur
 • Flugvallarskattar
 • Gisting í 7 nætur með morgun- & kvöldverðum
 • Allar rútur samkvæmt dagskrá
 • Fundarherbergi, námskeið & námskeiðshaldarar
 • Íslensk fararstjórn
 • Skattar & tryggingagjöld í UK

Ekki innifalið

 • Hádegisverðir
 • Drykkir með mat
 • Ferðatryggingar
 • Þjórfé fyrir rútubílstjóra
Fararstjóri

Inga Geirsdóttir

Inga er frá Eskifirði, bjó í Reykjavík um árabil en flutti til Skotlands árið 2003. Þar hóf hún fljótlega að bjóða vinkonum sínum í göngur um skosku Hálöndin. Það vatt hratt upp á sig og í dag leiðir hún ásamt fjölskyldu sinni hópferðir vítt og breitt um Bretland, Írland, Austurríki, Slóveníu, Króatíu, Ítalíu og Spán. Inga er mikill húmoristi og þykir ekkert skemmtilegra en að vera með hópunum sínum.

Fararstjóri

Sigrún Baldursdóttir

Sigrún er Reykvíkingur í húð og hár en samt svo mikil sveitastelpa og náttúrubarn. Sigrún er sjúkraþjálfari og lýðheilsufræðingur og hefur lagt metnað sinn í að hjálpa fólki með gigt að öðlast betra líf og bætta getu. Hún er einn af stofnendum Sjúkraþjálfun Styrks, Þrautar – miðstöðvar vefjagigtar og tengdra sjúkdóma og vefsíðunnar vefjagigt.is.

Sigrún er alltaf að, gengur mikið, hjólar, golfast, skíðar, prjónar og er sílesandi en samt alltaf að njóta.

Fararstjóri

Ingibjörg Eydís Ingimarsdóttir

Inga er sveitastelpa úr Borgarfirðinum, en hefur búið í Mosfellsbæ sl. 25 ár. Hún hefur mikin áhuga að aðstoða fólk við að bæta líðan sína enda er Inga lærður hjúkrunarfræðingur, markþjálfi, jógakennari, jóga nidra kennari og með MA diplomu í jákvæðri sálfræði. Inga hefur starfað síðastliðin 10 ár í Þraut – miðstöð vefjagigtar en hefur einnig verið með fræðslu og jóga nidra námskeið.

Inga er fjallageit og líður best út í náttúrunni, helst á fjöllum.

Algengar spurningar

Á Tenerife er hitastigið nokkuð jafnt allt árið. Í apríl er meðalhitinn á suðurhluta Tenerife um 23°C.

Spring Hotel Vulcano & up! er staðsett á Amerísku ströndinni, á rólegri götu en örstutt frá aðalverslunargötunni, Laugarveginum (Avenida de Las Américas).

Heimilisfang: Av. Antonio Dominguez, 8, 38650 Santa Cruz de Tenerife, Spain

Hótelið er ný uppgert, sérstaklega heillandi og fallegt, blómum prýtt með mörgum huggulegum svæðum til samveru og spjalls.

Herbergin eru snyrtileg og rúmgóð með baðherbergi, sjónvarpi, síma, hárblásara, ísskápi, öryggishólfi (gegn gjaldi), loftræstingu og rúmgóðar svalir eða verönd.

Á hótelinu er góð sundlaug með sólbaðsaðstöðu, heilsulind með aðgang að fjöldan allan af heilsumeðferðum, heitum potti og gufubaði. Líkamsrækt, tennisvöllur og hárgreiðslustofa eru einnig á hótelinu. Þá er eins bar við sundlaugina með fallegu útsýni.

Hótelið býður upp á hálft fæði (morgun- og kvöldverð) sem er innifalið í verði. Boðið er upp á flott hlaðborð þar sem allar ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Ókeypis wifi er á öllu hótelinu fyrir gesti og reglulega er skemmtidagskrá á hótelbarnum á kvöldin.

Fyrir þær sem ferðast 3 saman þá er hægt að senda fyrirspurn á Skotgöngu með beiðni um þriggjamanna herbergi en hótelið er með nokkur þriggjamanna herbergi í boði. Eins er hægt að senda beiðni um sjálvarsýn gegn aukagjaldi.

Skotganga (Scot Walks Ltd) er ferðaþjónustufyrirtæki í Skotlandi, UK.

Ef einhver kemst ekki í þá ferð sem viðkomandi hefur bókað í, er ekki hægt að fá endurgreiðslu á innáborgun né færa innáborgun yfir á aðra ferð. Við mælum með því að fólk skoði forfallatryggingar sem tengjast kredikortum sínum eða skaffi sér sérstaka ferðatryggingu.

Það er því miður ekki lengur möguleiki að nota vildarpunkta og gjafabréf í hópbókun með Icelandair. Þeir sem vilja nota vildarpunkta geta valið að kaupa sitt flug sjálfir á heimasíðu Icelandair.

Þátttaka í hópbókun krefst að minnsta kosti 10 farþega. Ef lámarksþáttaka næst ekki, gilda reglur og skilyrði hópsins ekki lengur.

Farangursheimild, ein taska sem vegur 23 kg og handfarangur 10 kg er innifalin.

Hópurinn þarf að hefja ferð saman en farþegar geta breytt heimför gegn breytingargjaldi. Breyting verður að gerast áður en flugmiði er gefinn út.

Ef þátttakandi bókar ferðina með röngu nafni, getur Icelandair krafist nafnabreytingar gegn ákveðnu gjaldi.

Allar breytingar og aðrar fyrirspurnir varðandi flug þurfa að fara í gegnum Skotgöngu, þar sem um hópbókun er að ræða.

Hægt er að kaupa flugið út í hópbókun en ekki er hægt að kaupa flug fyrir heimferð eingöngu. Hægt er að tala við ferðaskrifstofuna (Skotgöngu) með breytingu á heimferð frá öðru landi í þeim tilfellum sem fólk er að ferðast annað eftir ferðina.

Lokagreiðsla á ferð er 10 vikum fyrir brottför. Þátttakendur munu fá tilkynningu þegar kemur að lokagreiðslu.