Hótelið er ný uppgert, sérstaklega heillandi og fallegt, blómum prýtt með mörgum huggulegum svæðum til samveru og spjalls.
Herbergin eru snyrtileg og rúmgóð með baðherbergi, sjónvarpi, síma, hárblásara, ísskápi, öryggishólfi (gegn gjaldi), loftræstingu og rúmgóðar svalir eða verönd.
Á hótelinu er góð sundlaug með sólbaðsaðstöðu, heilsulind með aðgang að fjöldan allan af heilsumeðferðum, heitum potti og gufubaði. Líkamsrækt, tennisvöllur og hárgreiðslustofa eru einnig á hótelinu. Þá er eins bar við sundlaugina með fallegu útsýni.
Hótelið býður upp á hálft fæði (morgun- og kvöldverð) sem er innifalið í verði. Boðið er upp á flott hlaðborð þar sem allar ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Ókeypis wifi er á öllu hótelinu fyrir gesti og reglulega er skemmtidagskrá á hótelbarnum á kvöldin.