Viðtal

Hvað er málið með kvennaferðir?

Frá Friðrika Hjördís Geirsdóttir
14. desember 2019

Það mynd­ast al­veg sér­stök stemm­ing þegar kon­ur ferðast sam­an. Jafn­vel í kvenna­hóp­um þar sem eng­ar þekkj­ast inn­byrðis í upp­hafi ferðar. Þetta veit Inga Geirs­dótt­ir hjá Skot­göngu manna best en fyr­ir 14 árum hóf hún að bjóða upp á kvenna­ferðir er­lend­is.

„Upp­haf­lega þegar við stofnuðum Skot­göngu árið 2006 fannst okk­ur vanta ferðir fyr­ir kon­ur þar sem mikið var í boði fyr­ir karl­menn á þeim tíma líkt og golf­ferðir, fót­bolta­ferðir og veiðiferðir,“ seg­ir Inga spurð að því hvers vegna Skot­ganga leggi svona mikla áherslu á sér­ferðir fyr­ir kon­ur.

 

Kvenna­ferðirn­ar, sem voru í upp­hafi aðallega göngu­ferðir í skosku Hálönd­un­um, fengu að sögn Ingu frá­bær­ar viðtök­ur og ágæti þeirra spurðist út til hins kyns­ins

„Við fór­um að fá fyr­ir­spurn­ir frá körl­um. Þeir fréttu hvað það var gam­an í ferðunum hjá okk­ur og fóru að at­huga hvort við gæt­um ekki boðið upp á blandaðar ferðir en á þess­um tíma var mik­il vakn­ing í hreyfi­ferðum,“ seg­ir Inga. Í fram­hald­inu fór Skot­ganga að ein­beita sér ein­göngu að blönduðum ferðum eða allt til árs­ins 2014. „Þá fór­um við að fá pósta frá kon­um sem höfðu verið með okk­ur í kvenna­ferðum og óskuðu eft­ir slík­um ferðum á ný. Þá lögðum við land und­ir fót, fór­um til Costa Blanca og fund­um þar frá­bæra göngu­leið og ákváðum að bjóða upp á skvísu­ferð. Nú, við aug­lýst­um ferðina og seld­ist hún upp á nokkr­um dög­um. Við sáum að þetta væri eitt­hvað sem vert væri að halda áfram að bjóða upp á og síðastliðin ár höf­um við boðið upp á alls kon­ar ferðir fyr­ir kon­ur til bæði Costa Blanca og Teneri­fe. Til dæm­is, göngu- og jóga­ferðir með Sig­ríði Her­dísi Ásgeirs­dótt­ur jóga­kenn­ara, hannyrðaferðir með Helgu Unn­ars­dótt­ur íþrótta­kenn­ara og leir­kera­smið og upp­byggj­andi sjálfs­rækt­ar- og göngu­ferðir með Krist­ínu Lindu Jóns­dótt­ir, sál­fræðingi og rit­stjóra Hús­freyj­unn­ar.“

Lesa meira