Austurríki & Slóvenía (28. ágú)

Lengd ferðar

7 nætur

Erfiðleikastuðull

Miðlungs

Flugfélag

Icelandair

Gönguferð

Austurríki & Slóvenía (28. ágú)

28. ágúst 2024 - 4. september 2024
Fyrstu 3 næturnar í Slóveníu gistum við í Bled, sem er sannarlega einn fallegasti staður Evrópu og þó víða væri leitað. Við munum ganga í kring um Bled vatnið og einnig heimsækja Bohinj vatn (stærsta vatn Slóveníu) og ganga þar í fjöllum við vatnið. Síðustu 4 næturnar er gist í Wagrain. Bærinn er staðsettur í fallegum dal (840 m yfir sjávamáli) umkringdur glæsilegum fjöllum. Á vetrum er Wagrain vinsæll skíðabær en á sumrin paradís göngufólks, með ógrynni fallegra gönguleiða allt um kring.


Herbergi

Verð fyrir tvo með flugi

Almennt verð £4,250.00
Almennt verð Sölu verð £4,250.00
Innáborgun: £600.00


Flug

Þú hefur valið að taka þátt í hópbókun. Innifalið í flugi er ein taska sem vegur 23 kg og handfarangur 10 kg. Vinsamlegast athugið að hópurinn þarf að hefja ferð saman en farþegar geta breytt heimför gegn breytingargjaldi. Ekki er hægt að nota vildarpunkta og gjafabréf í hópbókun.

Almennt verð £4,250.00
Almennt verð Sölu verð £4,250.00
Innáborgun: £600.00


Farþegi 1
Farþegi 2
Almennt verð £4,250.00
Almennt verð Sölu verð £4,250.00
Innáborgun: £600.00
Herbergi
Flug

How often?

Subscribe to get regular deliveries of this product

Austurríki & Slóvenía (28. ágú)
Austurríki & Slóvenía (28. ágú)
Austurríki & Slóvenía (28. ágú)
Austurríki & Slóvenía (28. ágú)
Austurríki & Slóvenía (28. ágú)
Austurríki & Slóvenía (28. ágú)
Austurríki & Slóvenía (28. ágú)
Austurríki & Slóvenía (28. ágú)
Austurríki & Slóvenía (28. ágú)
Austurríki & Slóvenía (28. ágú)
Austurríki & Slóvenía (28. ágú)
Austurríki & Slóvenía (28. ágú)
Austurríki & Slóvenía (28. ágú)

Ferðaáætlun

Gönguferð í Slóveníu og Alpafjöllum Austurríkis

Flug FI532 með Icelandair klukkan 07:20 og lent í München klukkan 13:05. Frarstjórar taka á móti hópnum á München flugvelli og við tekur akstur til Bled í Slóveníu og gist fyrstu 3 nætur á Hotel Park****.

3 tímar & 45 mín
5 tímar

Gengið í kringum Bled vatnið (Bled 360). Stórkostlegir útsýnisstaðir við vatnið. Heimsækjum einnig Bled kastala og skoðum hann. Í lok göngu verður boðið upp á hádegisverð.

Frjáls tími í Bled eftir hádegi.

9 km – hækkun/ lækkun 247 m
Hádegis- & kvöldverður

Ekið í ca. 40 mín að Bohinj vatni. Tökum kláf við Vogel og síðan skíðalyftu upp í fjallið til Orlova Clava (1.680 metra hæð). Þeir sem vilja geta farið í fjallgöngu upp á topp Sija (1.880 m) en hinir geta gengið styttra.

Snæðum hádegisverð í fjallaskála og tökum síðan kláfinn niður aftur. Á leið okkar til baka á hótelið stoppum við í bænum Ribčev Laz og skoðum okkur um.

7 km – hækkun/ lækkun 400 m
Hádegis- & kvöldverður

Tékkað út af hótelinu í Bled og ekið til Lubljana, höfuðborgar Slóveníu (1 klst). Þar förum við í gönguferð með heimamanni um gamla miðbæinn. Síðan tekur við 2 klst sigling um síki borgarinnar. Borinn fram hefðbundinn slóvenskur hádegisverður í bátnum.

Að bátsferð lokinni er ekið til Wagrain, sem er 3.000 manna bær, 70 km suður af Salzburg. Þar munum við gista síðustu 4 nætur á Hotel Alpina****.

3 tímar
Hádegis- & kvöldverður

Þægileg og ljúf hringleið frá hóteli. Gengið í fagurgrænum hlíðum Wagrain. Endum gönguna í miðbænum í hádegisverð.

8,5 km – hækkun 311 m/ lækkun 316 m
Hádegis- & kvöldverður

Gengið frá hótelinu að Grafenberg skíðakláfnum. Ferðin með kláfnum upp Grafenberg fjallið tekur um 20 mínútur og endar í 1.709 m hæð yfir sjávarmáli.

Við tekur ganga á Sonntagskogel (1.849 m) en þar er stórfenglegt útsýni til allra átta. Hádegisverður snæddur í fjallakofa á Grafenberg og síðan gengið niður fjallið til baka á hótelið.

10,5 km - hækkun 187 m/ lækkun 1,016 m
Hádegis- & kvöldverður

Ekið að upphafstað göngu (20 mín). Gengið þaðan til Tappenkarsee, sem er afar fallegt vatn í 1.726 m hæð. Snæðum hádegisverð í fjallakofa við vatnið áður en við höldum til baka.

12 km – hækkun/ lækkun 652m
Hádegis- & kvöldverður

Ekið frá Wagrain til München flugvallar. Flug FI533 klukkan 14:05 og lent klukkan 16:00.

3 tímar
3 tímar & 55 mín

Hvað er innifalið

  • Áætlunarflug með Icelandair KEF-MUC
  • Áætunarflug með Icelandair MUC-KEF
  • Ein taska hámark 23kg 10kg handfarangur
  • Flugvallarskattar
  • Gistingar með morgunverði í 7 nætur
  • 7 kvöldverðir
  • 6 hádegisverðir
  • Allur akstur skv. dagskrá
  • Aðgangseyrir í skíðakláfa
  • Aðgangseyrir í Bled kastala
  • Söguganga og sigling í Lubljana
  • Íslensk fararstjórn
  • Innlend fararstjórn á gönguleiðum í Austurríki og Slóveníu
  • Skattar og tryggingagjöld í UK

Ekki innifalið

  • Ferðatryggingar
  • Drykkir með mat
  • Þjórfé fyrir bílstjóra & staðal leiðsögumanns
Fararstjóri

Inga Geirsdóttir

Inga er frá Eskifirði, bjó í Reykjavík um árabil en flutti til Skotlands árið 2003. Þar hóf hún fljótlega að bjóða vinkonum sínum í göngur um skosku Hálöndin. Það vatt hratt upp á sig og í dag leiðir hún ásamt fjölskyldu sinni hópferðir vítt og breitt um Bretland, Írland, Austurríki, Slóveníu, Króatíu, Ítalíu og Spán. Inga er mikill húmoristi og þykir ekkert skemmtilegra en að vera með hópunum sínum.

Fararstjóri

Kristín Geirsdóttir

Kristín hefur verið partur af Skotgöngu frá upphafi. Hún er Eskfirðingur og litla systir Ingu, sem er einn af eigendum Skotgöngu.

Kristín flutti til Reykjavíkur til að mennta sig og þaðan til Svíþjóðar þar sem hún hefur búið síðan 1997 og starfar sem lyfjatæknir.

Hún er mikill göngugarpur, fer flestar ferða sinna á tveimur jafnfljótum og þykir ekki slæmt að fá að vera aðstoðarmaður stóru systur í hinum ýmsu ferðum.

Algengar spurningar

Þó að við getum aldrei treyst á veðrið, er lok ágúst/byrjun september talinn vera frábær tími fyrir gönguferðir í Austurríki og Slóveníu með meðalhita um 18-25 °. Það má þó alltaf gera ráð fyrir einhverri rigningu.

Göngustígar eru mismunandi eftir dagleiðum en yfirhöfuð erum við að ganga á breiðum malar- og moldarstígum. Einnig er gengið á malbiki hringin í kringum Bled og köflum þegar gengið er inn í og úr bæjum. Athugið að göngurnar í Tappenkarsee og Vogel eru grýttar á köflum.

Það er hægt að ganga hluta af öllum dagleiðum nema Tappenkarsee. Eins er hægt að taka sér frídag hvenær sem er í ferðinni.

Því miður er ekki hægt að fá þriggjamanna herbergi í þessari ferð en hægt að biðja um herbergi hlið við hlið.

Skotganga (Scot Walks Ltd) er ferðaþjónustufyrirtæki í Skotlandi, UK.

Ef einhver kemst ekki í þá ferð sem viðkomandi hefur bókað í, er ekki hægt að fá endurgreiðslu á innáborgun né færa innáborgun yfir á aðra ferð. Við mælum með því að fólk skoði forfallatryggingar sem tengjast kredikortum sínum eða skaffi sér sérstaka ferðatryggingu.

Þátttaka í hópbókun krefst að minnsta kosti 10 farþega. Ef lámarksþáttaka næst ekki, gilda reglur og skilyrði hópsins ekki lengur.

Farangursheimild, ein taska sem vegur 23 kg og handfarangur 10 kg er innifalin.
Hópurinn þarf að hefja ferð saman en farþegar geta breytt heimför gegn breytingargjaldi. Breyting verður að gerast áður en flugmiði er gefinn út.

Ef þátttakandi bókar ferðina meö röngu nafni, getur gefur Icelandair krafist nafnabreytingar gegn ákveðnu gjaldi.

Allar breytingar og aðrar fyrirspurnir varðandi flug þurfa að fara í gegnum Skotgöngu, þar sem um hópbókun er að ræða.

Það er því miður ekki lengur möguleiki að nota vildarpunkta og gjafabréf í hópbókun með Icelandair. Þeir sem vilja nota vildarpunkta geta valið að kaupa sitt flug sjálfir á heimasíðu Icelandair.

Hægt er að kaupa flugið út í hópbókun en ekki er hægt að kaupa flug fyrir heimferð eingöngu.

Lokagreiðsla á ferð er 10 vikum fyrir brottför. Þátttakendur munu fá tilkynningu þegar kemur að lokagreiðslu.