Sjálfsrækt – Albir (18. okt)

Lengd ferðar

7 nætur

Sætafjöldi

30

Flugfélag

Icelandair

Kvennaferð

Sjálfsrækt – Albir (18. okt)

18. - 25. oktober 2024

Heillandi vikudvöl í sól og yl með fjölbreyttri, skemmtilegri og uppbyggjandi dagskrá og öruggri fararstjórn fyrir konur 40 ára og eldri. Kristín Linda sálfræðingur heldur vandað lífsgæðanámskeið: Njótum lífsins, lífsgæði og líðan, huggulegur lífstíll, heilsuhegðun í dagsins önn, gildin þín og stefnuskrá. Síðan er boðið upp á skoðunar- og gönguferðir með Ingu sem er einstaklega glaðvær og reyndur fararstjóri, síðdegis samvera og tækifæri til nýrra kynna.


Herbergi

Verð fyrir einstakling með flugi

Almennt verð £1,745.00
Almennt verð Sölu verð £1,745.00
Innáborgun: £300.00


Flug

Þú hefur valið að taka þátt í hópbókun. Innifalið í flugi er ein taska sem vegur 23 kg og handfarangur 10 kg. Vinsamlegast athugið að hópurinn þarf að hefja ferð saman en farþegar geta breytt heimför gegn breytingargjaldi. Ekki er hægt að nota vildarpunkta og gjafabréf í hópbókun.

Almennt verð £1,745.00
Almennt verð Sölu verð £1,745.00
Innáborgun: £300.00


Farþegi 1
Almennt verð £1,745.00
Almennt verð Sölu verð £1,745.00
Innáborgun: £300.00
Herbergi
Flug

How often?

Subscribe to get regular deliveries of this product

Sjálfsrækt – Albir (18. okt)
Sjálfsrækt – Albir (18. okt)
Sjálfsrækt – Albir (18. okt)
Sjálfsrækt – Albir (18. okt)
Sjálfsrækt – Albir (18. okt)
Sjálfsrækt – Albir (18. okt)
Sjálfsrækt – Albir (18. okt)
Sjálfsrækt – Albir (18. okt)
Sjálfsrækt – Albir (18. okt)
Sjálfsrækt – Albir (18. okt)
Sjálfsrækt – Albir (18. okt)
Sjálfsrækt – Albir (18. okt)
Sjálfsrækt – Albir (18. okt)

Ferðaáætlun

Einstök vikuferð fyrir konur á Albir

Flug FI584 með Icelandair kl. 16:25 og lent í Alicante kl. 22:55. Kristín Linda flýgur með hópnum út og Inga tekur á móti hópnum á Alicante flugvelli. Þaðan er ekið á Albir Playa Hotel & Spa****.

4 tímar & 30 mín
1 tími

Námskeið kl. 09:00 (2 tímar) – Stöðumat í einkalífi, líðan , sjálfsþekking, jákvæðni og lífsgleði. Að lifa heilsusamlegu og skemmtilegu lífi, fræðsla, æfingar og spjall. Gaman saman.

Eftir það er boðið upp á kynningargöngu um svæðið. Rölt er á verslunargötuna í Albir og niður að strönd. Síðan er frjáls tími og prjónasamvera seinnipartinn.

Námskeið kl. 09:00 (2 tímar) – Heilsusamlegt dagskipulag svefn, undirstaða lífsgæða. Hygge og sjálfssinnun í dagsins önn. Ánægjustundir - látum okkur líða vel – það er miklu betra!

Eftir námskeið er gengið frá hóteli á sunnudagsmarkaðinn og þar er frjáls tími til að skoða sig um, kíkja í verslanir eða slappa af á hótelinu.

Seinnipartinn er hannyrðahorn/ samverustund.


Námskeið kl. 09:00 (2 tímar) – Hagnýt heilsuhegðun. Sjálfsvirðing en ekki meðvirkni. Dagskipulagið þitt. Að rækta hamingjuna á fjölbreyttan hátt. 

Eftir námskeið er ekið frá hóteli að Klein-Schreuder Sculpture Garden sem er fallegur garður með 36 skúlptúrum og ýmsum miðjarðarhafs plöntum.

Síðan stoppum við í prjónabúð fyrir þær sem hafa áhuga á að skoða garn og uppskriftir og ökum þaðan til Altea. Frjáls tími í bænum til þess að skoða sig um og fá sér hádegisverð.

Seinnipartinn verður samveru- og prjóna/heklusvæði fyrir hópinn þar sem kjörið er að slaka á, spjalla, prjóna eða hekla og njóta samveru.

Frjáls tími – njótið dagsins!

Tilvalið að nýta sér aðstöðuna á hótelinu og skella sér í SPA eða nudd, liggja í sólbaði, lesa, prjóna eða versla. Eins er hægt að taka leigubíl til Benidorm sem er oft kölluð New York Evrópu eða fara í verslunarmiðstöðina Centro Comercial La Marina.

Seinnipartinn er gengið niður að strönd og til gamans höfum við hvítt þema, Hvítu gyðjurnar. Það skapar skemmtilega stemmingu og auka upplifun að ganga allar saman í okkar hvítustu fötum um bæinn og á svörtu ströndina og þar tökum við myndir, hver af annarri og af hópnum, fjör og gleði.

Námskeið kl. 09:00 (2 tímar) – Styrkur og bjargráð, heilsuhegðun og hagnýt úrræði á álagstímum og í krefjandi lífi, leiðir til einföldunar þegar lífið er snúið. Heilasheilsa og hamingjubrautir.


Kl. 14:00 er boðið upp á göngu að El Faro vitanum. Gangan er um 9 km alls en hægt er að ganga hluta af leiðinni og snúa við hvenær sem er. Frá vitanum er gríðarlega fallegt útsýni.

Lagt er af stað með rútu til Guadalest sem er eitt sérstæðasta fjallaþorp Spánar. Í þorpinu er frjáls tími og tilvalið að skoða sig um, fá sér hádegisverð og kíkja í söfn.

Fyrir kvöldverð hittumst við á barnum í fordrykk - gaman fyrir þær sem vilja að fara út að borða með hópnum (greitt sérstaklega). Í staðinn er hægt að breyta einum kvöldverði á hóteli í hádegisverð.

Frjáls dagur. Sameiginlegur kvöldverður á hóteli og tékkað út af herbergjum rétt fyrir brottför. Kl. 20:00 er ekið frá hóteli til Alicante flugvallar. Flug FI585 kl. 23:50 og lent kl. 02:35 (+1).

1 tími
4 tímar & 45 mín

Hvað er innifalið

  • Áætlunarflug með Icelandair KEF-ALC
  • Áætunarflug með Icelandair ALC-KEF
  • Ein taska hámark 23kg 10kg handfarangur
  • Flugvallarskattar
  • Gistingar með morgunverði í 7 nætur
  • 7 kvöldverðir (vín og vatn með mat)
  • Allur akstur skv. dagskrá
  • Aðgangseyrir í Sculpture Garden
  • Námskeið og námskeiðsgögn
  • Íslensk fararstjórn
  • Skattar og tryggingagjöld í UK

Ekki innifalið

  • Hádegisverðir
  • Ferðatryggingar
  • Þjórfé fyrir rútubílstjóra
Fararstjóri

Inga Geirsdóttir

Inga er frá Eskifirði, bjó í Reykjavík um árabil en flutti til Skotlands árið 2003. Þar hóf hún fljótlega að bjóða vinkonum sínum í göngur um skosku Hálöndin. Það vatt hratt upp á sig og í dag leiðir hún ásamt fjölskyldu sinni hópferðir vítt og breitt um Bretland, Írland, Austurríki, Slóveníu, Króatíu, Ítalíu og Spán. Inga er mikill húmoristi og þykir ekkert skemmtilegra en að vera með hópunum sínum.

Fararstjóri

Kristín Linda Jónsdóttir

Kristín Linda er sálfræðingur á eigin sálfræðistofu Huglind í Reykjavík. Hún hefur haldið fjölda vinsælla námskeiða og fyrirlestra um hvernig fólk getur bætt líðan sína, lífsgæði, heilsu og hamingju.

Hún byggir á nýjustu sálfræðilegri þekkingu og námskeiðin hennar eru þekkt fyrir að vera bæði efnismikil og hagnýt og lífleg og skemmtileg. Hún er reyndur sálfræðingur, kemur úr Þingeyjarsýslu en býr í Grindavík og var í 20 ár ritstjóri tímaritsins Húsfreyjunnar.

Algengar spurningar

Þó við getum aldrei treyst á veðrið þá er meðalhitinn á Albir um 19° í október.

Albir Playa Hotel & Spa er 4**** hótel á frábærum stað rétt við ströndina í Albir. Það tekur örfáar mínútur að rölta á ströndina sem er steinvöluströnd. Þjónustan á hótelinu er afar fjölbreytt og því flestir sem geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Það er útisundlaug í hótelgarðinum en einnig er innisundlaug og heilsulind. Á hverju herbergi er sjónvarp, hárþurrka, ísskápur/minibar, svalir og þráðlaust net án endurgjalds.

Þær sem ferðast saman geta fengið þríbýli en athugið að þriggjamanna herbergi á hótelinu þá eru tvö rúm og svefnsófi. Þó svefsnsófinn er ágætur að sofa á, þá verður mjög lítið pláss í herberginu þegar rúmið er tekið út.

Skotganga (Scot Walks Ltd) er ferðaþjónustufyrirtæki í Skotlandi, UK.

Ef einhver kemst ekki í þá ferð sem viðkomandi hefur bókað í, er ekki hægt að fá endurgreiðslu á innáborgun né færa innáborgun yfir á aðra ferð. Við mælum með því að fólk skoði forfallatryggingar sem tengjast kredikortum sínum eða skaffi sér sérstaka ferðatryggingu.

Það er því miður ekki lengur möguleiki að nota vildarpunkta og gjafabréf í hópbókun með Icelandair. Þeir sem vilja nota vildarpunkta geta valið að kaupa sitt flug sjálfir á heimasíðu Icelandair.

Þátttaka í hópbókun krefst að minnsta kosti 10 farþega. Ef lámarksþáttaka næst ekki, gilda reglur og skilyrði hópsins ekki lengur.

Farangursheimild, ein taska sem vegur 23 kg og handfarangur 10 kg er innifalin.

Hópurinn þarf að hefja ferð saman en farþegar geta breytt heimför gegn breytingargjaldi. Breyting verður að gerast áður en flugmiði er gefinn út.

Ef þátttakandi bókar ferðina með röngu nafni, getur Icelandair krafist nafnabreytingar gegn ákveðnu gjaldi.

Allar breytingar og aðrar fyrirspurnir varðandi flug þurfa að fara í gegnum Skotgöngu, þar sem um hópbókun er að ræða.

Hægt er að kaupa flugið út í hópbókun en ekki er hægt að kaupa flug fyrir heimferð eingöngu. Hægt er að tala við ferðaskrifstofuna (Skotgöngu) með breytingu á heimferð frá öðru landi í þeim tilfellum sem fólk er að ferðast annað eftir ferðina.

Lokagreiðsla á ferð er 10 vikum fyrir brottför. Þátttakendur munu fá tilkynningu þegar kemur að lokagreiðslu.