Týról - Dólómítafjöllin (23. júl)

Lengd ferðar

7 nætur

Erfiðleikastuðull

Miðlungs

Flugfélag

Icelandair

Gönguferð

Týról - Dólómítafjöllin (23. júl)

23. - 30. júlí 2024

Í þessari einstöku ferð er gengið um einhverja fallegustu staði Alpanna í Austur-Týról (Austurríki) og Suður-Týról (Ítalía). Við munum í lok ferðar dvelja í 2 nætur við Garda vatn.

Alparnir með Dólómítanna hafi það orð á sér að vera eitt mesta sköpunarverk veraldar og bjóða upp á eitthvert fallegasta fjallalandslag sem til er, með lóðréttum klettaveggjum og miklum fjölda af þröngum, djúpum og löngum dölum og munum við upplifa þessa dásemd í ferðinni.


Herbergi

Verð fyrir tvo með flugi

Almennt verð £4,560.00
Almennt verð Sölu verð £4,560.00
Innáborgun: £600.00


Flug

Þú hefur valið að taka þátt í hópbókun. Innifalið í flugi er ein taska sem vegur 23 kg og handfarangur 10 kg. Vinsamlegast athugið að hópurinn þarf að hefja ferð saman en farþegar geta breytt heimför gegn breytingargjaldi. Ekki er hægt að nota vildarpunkta og gjafabréf í hópbókun.

Almennt verð £4,560.00
Almennt verð Sölu verð £4,560.00
Innáborgun: £600.00


Farþegi 1
Farþegi 2
Almennt verð £4,560.00
Almennt verð Sölu verð £4,560.00
Innáborgun: £600.00
Herbergi
Flug

How often?

Subscribe to get regular deliveries of this product

Týról - Dólómítafjöllin (23. júl)
Týról - Dólómítafjöllin (23. júl)
Týról - Dólómítafjöllin (23. júl)
Týról - Dólómítafjöllin (23. júl)
Týról - Dólómítafjöllin (23. júl)
Týról - Dólómítafjöllin (23. júl)
Týról - Dólómítafjöllin (23. júl)
Týról - Dólómítafjöllin (23. júl)
Týról - Dólómítafjöllin (23. júl)
Týról - Dólómítafjöllin (23. júl)
Týról - Dólómítafjöllin (23. júl)
Týról - Dólómítafjöllin (23. júl)
Týról - Dólómítafjöllin (23. júl)
Týról - Dólómítafjöllin (23. júl)
Týról - Dólómítafjöllin (23. júl)
Týról - Dólómítafjöllin (23. júl)
Týról - Dólómítafjöllin (23. júl)
Týról - Dólómítafjöllin (23. júl)
Týról - Dólómítafjöllin (23. júl)
Týról - Dólómítafjöllin (23. júl)
Týról - Dólómítafjöllin (23. júl)

Ferðaáætlun

Gönguferð í Austur-Týról (Austurríki) og Suður-Týról (Ítalíu)

Flug FI532 til Munchen kl. 7:20. Lending 13:05. Fararstjórar taka á móti hópnum á flugvellinum í Munchen. Ekið þaðan til Lienz, höfuðborgar Austur-Týrol, en þar gistum við fyrstu 2 næturnar í ferðinni á Vergeiner's Hotel Traube****.

Sameiginlegur kvöldverður.

3 tímar & 45 mín
4 tímar

Ökum frá hótelinu okkar inn í Kristeiner dalinn.

Ganga dagsins byrjar í 1400 m hæð og er gengið í afar fallegu umhverfi inn í botn dalsins. Þar tekur við nokkuð brött ganga upp með Celar fossi. Hægt er að ganga auðveldari leið fyrir þá sem vilja. Þegar upp er komið, komum við að fjallaskálanum Celar Alm í 1790 m hæð, en þar munum við snæða hádegisverð. Göngum síðan auðveldari leiðina niður í dalinn aftur þar sem við verðum sótt og ekið til baka til Lienz.

Frjálst síðdegi og kvöld.

7,5 km – hækkun 400 m/ lækkun 250 m
Hádegisverður

Við tékkum út af hótelinu okkar í Lienz og ökum 30 mínútur upp að fjallshrygg sem kallast Lienz Dólómítarnir.

Gangan hefst í 1.600 m hæð við Dolomitenhutte, einn mest myndaða fjallaskála í Evrópu. Við göngum undir háum klettum Dólomítanna á malarvegum til að byrja með en þegar ofar dregur verða stígarnir stórgrýttari. Göngum upp að Laserzee vatni sem er rómað fyrir fegurð. Þar verður boðið upp á hádegisverð í Karlsbader fjallaskálanum áður en gengið er til baka.

Síðan ökum við yfir ítölsku landamærin til Santo Stefano, sem er lítill bær í Suður Týról. Þar munum við gista næstu 3 nætur á Hotel Mühlgarten****.

12 km – hækkun/ lækkun 660 m
Hádegis- & kvöldverður

Við ökum upp að hinum frægu Drei Zinnen (tindunum þremur) og göngum hringleið í kringum tindana. Þetta er talin vera ein fallegasta gönguleið Dólomítanna vegna tilkomumikils landslags og eru tindarnir 3 tákn svæðisins.

Gengið er á breiðum malarstigum, moldar og grýttum stígum á kafla. Á leiðinni snæðum við hádegisverð í fjallaskála. Ökum síðan til baka á hótelið í Santo Stefano.

8 km - hækkun/ lækkun 250 m
Hádegis- & kvöldverður

Ökum til Sexten sem er lítið þorp í 1350 m hæð. Þar tökum við skíðakláf upp til Helm í 2070 metra hæð.

Göngum á topp Mount Elmo en þar er fjallasýnin til allra átta hreint út sagt stórfengleg. Síðan göngum við niður að Helm fjallaskálanum og snæðum þar hádegisverð.

Tökum skíðakláfinn niður til Sexten og ökum síðan til baka á hótelið.

7,5 km – lækkun 370 m
Hádegis- & kvöldverður

Tékkum út af hótelinu okkar og ökum til Lago di Braies (Pragser Wildsee). Þetta fagurbláa fjallavatn er talinn vera einn af fegurstu stöðum Týról og oft kölluð Perla Alpanna.

Gengið kringum Braies vatnið og tekur gangan með myndastoppum sem verða all mörg um 1 klst og 30 min. Að göngu lokinni er frjáls tími til að skoða sig um og snæða hádegisverð.

Kveðjum Týról og ökum suður á bóginn til Lake Garda, en þar munum við gista síðustu 2 næturnar í ferðinni á Hotel Savoy Palace****.

3,7 km
Kvöldverður

Gardavatn er einn vinsælasti ferðamannastaður á Norður Ítalíu. Hótelið okkar er í Gardone, litlum bæ á vesturströnd Gardavatns.

Í dag er frjáls dagur til að skoða sig um, synda eða sigla á Gardavatni, slaka á við sundlaug hótelsins eða jafnvel heimsækja Sirmione sem er afar fallegur bær við suðurstönd vatnsins.

Ekið til Mílan Malpensa flugvallar. Flug FI593 kl. 23:00 til Keflavíkur. Lending kl. 01:15 (+1).

2 & 1/2 tími
4 tímar & 15 mín

Hvað er innifalið

  • Áætlunarflug Icelandair KEF-MUC
  • Áætlunarflug Icelandair MXP-KEF
  • Ein taska max 23 kg & 10 kg handfarangur
  • Flugvallarskattar
  • Gisting í 7 nætur með morgunverði
  • 6 kvöldverðir
  • 4 hádegisverðir
  • Aðgangseyrir í skíðakláfa
  • Allur akstur skv. dagskrá
  • Íslensk fararstjórn
  • Innlend fararstjórn á gönguleiðum
  • Ferðamannaskattur
  • Skattar & lögboðin tryggingagjöld í UK

Ekki innifalið

  • Ferðatryggingar
  • 1 kvöldverður
  • 3 hádegisverðir
  • Þjórfé fyrir bílstjóra & staðal leiðsögumanns
Fararstjóri

Inga Geirsdóttir

Inga er frá Eskifirði, bjó í Reykjavík um árabil en flutti til Skotlands árið 2003. Þar hóf hún fljótlega að bjóða vinkonum sínum í göngur um skosku Hálöndin. Það vatt hratt upp á sig og í dag leiðir hún ásamt fjölskyldu sinni hópferðir vítt og breitt um Bretland, Írland, Austurríki, Slóveníu, Króatíu, Ítalíu og Spán. Inga er mikill húmoristi og þykir ekkert skemmtilegra en að vera með hópunum sínum.

Fararstjóri

Margrét Snorradóttir

Margrét, eða Magga eins og hún er alltaf kölluð, er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún fluttist til Skotlands árið 2010 og lauk prófi í ferðamálafræði frá Glasgow háskóla. Í dag sér hún um rekstur Skotgöngu ásamt foreldrum sínum, þeim Ingu og Snorra.

Ferðaþjónusta á hug hennar og hjarta. Þau Gary Arthurs, eiginmaður hennar, reka jafnframt fyrirtækið Caledonian Chauffeur Travel sem býður hágæða sérferðir um Skotland fyrir 2-7 farþega.

Algengar spurningar

Hitastig í fjöllunum getur verið ófyrirsjáanlegt, sérstaklega í mikilli lofthæð. Í júlí er meðalhiti í Dólómítafjöllunum 21- 24° á daginn.

Göngustígar eru mismunandi eftir dagleiðum en yfirhöfuð erum við að ganga á breiðum malar- og moldarstígum. Á köflum er einnig gengið í grýttum jarðveg og á grasi. Eins er gengið á malbiki hringin í kringum Lago di Braies.

Það er hægt að ganga hluta af öllum dagleiðum. Eins er hægt að taka sér frídag hvenær sem er í ferðinni.

Vergeiner's Hotel Traube**** (2 nætur)

Fjölskyldurekið hótel síðan 1860 á frábærum stað í hjarta borgarinnar. Hótelið býður upp á heilsulind á efstu hæð með stórkostlegu útsýni yfir fjöllin.

Herbergin eru snyrtileg með baðherbergi með sturtu eða baði, skrifborði, sjónvarpi, örggishólfi, hárblásara, viftu og sloppum.

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu. 

 

Hotel Mühlgarten**** (3 nætur)

Hið fjölskyldurekna Mühlgarten Hotel er aðeins 2 km frá miðbæ San Lorenzo og býður upp á hefðbundin herbergi með fjallaútsýni, garði með útihúsgögnum og verönd og heilsulind.

Herbergin eru innréttuð í hlýlegum alpastíl og eru þau með sturtu eða baði, hárblásara, náttsloppi, inniskóm. skrifborði, öryggishólfi, sjónvarpi og minibar.

Hótelið býður upp á frítt internet.

 

Hotel Savoy Palace**** (2 nætur)

Hótelið býður m.a. upp á útisundlaug, líkamsrækt og veitingastað. Í heilsulind Savoy er gufubað og tyrknekt bað. Eins er í boði nudd gegn auka gjaldi.

Herbergin eru loftkæld, með minibar og fullbúnu sérbaðherbergi. Á herbergjunum er einnig að finna öryggishólf, skrifborð, sjónvarp og hárblásara.

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu. 

Því miður er ekki hægt að fá þriggjamanna herbergi í þessari ferð en hægt að biðja um herbergi hlið við hlið.

Skotganga (Scot Walks Ltd) er ferðaþjónustufyrirtæki í Skotlandi, UK.

Ef einhver kemst ekki í þá ferð sem viðkomandi hefur bókað í, er ekki hægt að fá endurgreiðslu á innáborgun né færa innáborgun yfir á aðra ferð. Við mælum með því að fólk skoði forfallatryggingar sem tengjast kredikortum sínum eða skaffi sér sérstaka ferðatryggingu.

Þátttaka í hópbókun krefst að minnsta kosti 10 farþega. Ef lámarksþáttaka næst ekki, gilda reglur og skilyrði hópsins ekki lengur.

Farangursheimild, ein taska sem vegur 23 kg og handfarangur 10 kg er innifalin.
Hópurinn þarf að hefja ferð saman en farþegar geta breytt heimför gegn breytingargjaldi. Breyting verður að gerast áður en flugmiði er gefinn út.

Ef þátttakandi bókar ferðina meö röngu nafni, getur gefur Icelandair krafist nafnabreytingar gegn ákveðnu gjaldi.

Allar breytingar og aðrar fyrirspurnir varðandi flug þurfa að fara í gegnum Skotgöngu, þar sem um hópbókun er að ræða.

Það er því miður ekki lengur möguleiki að nota vildarpunkta og gjafabréf í hópbókun með Icelandair. Þeir sem vilja nota vildarpunkta geta valið að kaupa sitt flug sjálfir á heimasíðu Icelandair.

Hægt er að kaupa flugið út í hópbókun en ekki er hægt að kaupa flug fyrir heimferð eingöngu.

Lokagreiðsla á ferð er 10 vikum fyrir brottför. Þátttakendur munu fá tilkynningu þegar kemur að lokagreiðslu.