Ferðin mín

Þríleikur Vilborgar Davíðsdóttur um landnámskonuna Auði djúpúðgu Ketilsdóttur, (Auður, Vígroði og Blóðug jörð), hefur notið fádæma vinsælda og hlotið einróma lof lesenda sem gagnrýnenda.

Í þessari sögu- rútu- og ferjuferð gefst einstakt tækifæri á að ferðast um söguslóðir bókanna á Skotlandi í fylgd Vilborgar auk þess sem við kynnum okkur stórbrotna sögu hálanda Skotlands og 5.000 ára sögu Orkneyja. Ekið verður um fegurstu svæði Skotlands og siglt til Mull, Iona og Orkneyja.
Ertu með spurningu um ferðina?

Hér getur þú sent okkur skilaboð

Ferðaáætlun

Á slóðir Auðar djúpúðgu með Vilborgu Davíðsdóttur

Flug FI430 kl. 07:35 með Icelandair til Glasgow og lent kl. 10:55. Ekið til Glasgow þar sem gist er fyrstu nóttina. Frjáls eftirmiðdagur í Glasgow.

Gististaður:  Holiday Inn Glasgow – City Center Theatreland

Sameiginlegur kvöldverður á hóteli kl. 19:00.

Eftir matinn býður Vilborg upp á kynningu í sal á hótelinu.

2 tímar & 15 mín
Kvöldverður

Tékkað út af hóteli og kl. 09:00 er ekið til Dumbarton Rock kastala (Bretavirkis/Dún Breatann) og skoðum okkur um við kastalann. Eftir það er ekið til Loch Lomond - skoðum okkur þar um og ökum svo til Tyndrum þar sem boðið er upp á hádegisverð kl. 12:30. Eftir það liggur leiðin til Oban á vesturströndinni og þar er gist næstu 2 nætur.

Gist verður á tveimur gististöðum í Oban.

Gististaðir: Royal Hotel Oban & Ranald Hotel

 

Kl. 19:30 er kvöldverður á Royal Hotel Oban.

2 & ½ tími
Hádegis- & kvöldverður

Lagt af stað frá hóteli kl. 09:00 og ekið að ferjuhöfninni í Oban. Kl. 09:55 er siglt til Craignure á eyjunni Mull (Mýli) og tekur siglingin um 50 mínútur. Þaðan er ekið til Fionnphort þar sem tökum bát sem siglir með okkur yfir lítið sund til Iona (ca. 10 mín sigling), Eyjarinnar helgu. Þar munum við m.a. skoða hið fræga munkaklaustur sem heilagur Columba setti á stofn 563 og Ketill flatnefur rændi á 9. öld, eins og sagt er frá í bókinni Auði. Síðan er siglt aftur frá Craignure kl. 17:05 og komið til Oban kl. 17:55. 

Kl. 19:30 er kvöldverður á Royal Hotel Oban.

2 & ½ tími
Kvöldverður

Kl. 09:00 er til Glen Coe sem kallaður hefur verið Táradalurinn. Við stoppum um stund í þjónustumiðstöðinni þar og kynnum okkur merka sögu staðarins.  

Þaðan er síðan ekið til Glenfinnan þar sem við kynnum okkur sögu Bonnie Prince Charlie, sem leiddi uppreisnartilraun Jakobíta 1745.

Því næst er ekið norður eftir Great Glen (,,Vatnaleiðin mikla“) til Loch Ness og Inverness (Nesárósa í Vígroða) þar sem við gistum næstu nótt.

 

 

Gististaður: Travelodge Inverness City Centre

Kl. 19:15 hittist hópurinn fyrir utan hótelið og gengin stutt vegalengd að Royal Highland Hotel en þar verður boðið upp á kvöldverð kl. 19:30.

4 tímar
Kvöldverður

Frjáls tími fram að brottför. Kl. 11:00 er ekið er til Drumnadrochit við Loch Ness þar sem við munum skoða hinn stórfenglega Urquhart kastala. Eftir að kastalinn er skoðaður er frjáls tími til að kaupa sér hádegisverð í þjónustumiðstöðinni í kastalanum.

Síðan er ekið til Burghead (Borgarhöfðavirkis í Vígroða). Þar verjum við dágóðri stund áður en ekið er til Tain, þar sem gist verður næstu nótt.

Gist verður á tveimur gististöðum í Tain.

Gististaðir: Morangie Hotel Tain & Mansfield Castle

Kvöldverður á Morangie Hotel klukkan 19:30 – þeir sem gista á Mansfield fara með rútu í kvöldverð til/frá Morangie Hotel (ca. 4 mín). 

3 & ½ tími
Kvöldverður

Kl. 8:30 ekið (3 klst) norður til Kataness. Á leiðinni sjáum við vellina þar sem þing norrænna manna er háð í Vígroða, við Lagavatn (Loch Loyal) undir Lagafjalli (Ben Loyal), Tungu (Tounge) og Þórsá (Thurso), jörð Auðar djúpúðgu. Snæðum hádegisverð í Wick (Vík).

Þaðan er ekið framhjá Freswick og Skirza (Þraðsvík og Skarði) til Duncansby Head (Dungaðsbæ í Blóðugri jörð). Stöldrum þar við og skoðum okkur um. Síðan er ekið til John O‘Groats á leið okkar til Scrabster (Skarabólstaðar). Þar tökum við ferjuna kl. 19:00 og siglum í kjölfar Auðar framhjá Hoy (Háey) til Stromness (Straumness) á Orkneyjum, þar sem Orkneyjajarl bjó undir Varðhól. Siglingin tekur 90 mínútur. Boðið verður upp á kvöldverð í ferjunni. Að siglingu lokinni er ekið til Kirkwall (Kirkjuvogs). Þar verður gist næstu 2 nætur.

Gist verður á tveimur gististöðum í Kirkwall.

Gististaðir: Kirkwall Hotel & West End Hotel

90 mínútur
Hádegis- og kvöldverður

Morgunverður á Kirkwall Hotel kl. 07:30.

Rúta frá hótelum kl. 09:00. Deginum varið í skoðunarferð á Orkneyjum þar sem við heimsækjum Skara Brae, Standing Stones of Stennes (brúðkaup og eiðataka á Steinanesi í Blóðugri jörð), steinahringinn Ring of Brodgar (Breiðgarð) og rústir Jarlahallarinnar í Birsay. Boðið upp á hádegisverð á Merkister Hotel við Loch of Harray. Að lokum er ekið til baka til Kirkwall. Áætlaður komutími til Kirkwall kl. 17:00.

Kvöldverður á Kirkwall Hotel kl. 20:00.

2 tímar  
Hádegis- & kvöldverður

Morgunverður á Kirkwall Hotel kl. 08:00.

Frjáls tími í Kirkwall.

Kl. 14:00 er ekið frá Kirkwall til Lambholm, þar sem við skoðum kapelluna sem ítalskir stríðsfangar gerðu í seinni heimstyrjöldinni.

Eftir það er keyrt til Stromness, þar sem við tökum 16:45 ferjuna yfir til Scrabster. Þaðan er stutt keyrsla til Wick. Þar snæðum við kvöldverð á Norseman Hotel.

Að því loknu er ekið suður til Inverness (Nesárósa í Vígroða) þar sem gist verður næstu nótt og  reiknum með að vera komin á hótel um 23:30.

Gististaður: Premier Inn Invermess Centre (Millburn Rd)

90 mínútur
Kvöldverður

Kl. 10:00 er ekið frá Inverness til Pitlochry. Þar er frjáls tími til að skoða sig um í bænum og snæða hádegisverð. Þaðan er ekið til Stirling þar sem gist er síðustu nóttina í ferðinni. Áætlaður komutími til Stirling kl. 16:00.

Gististaður: The Golden Lion Hotel

Sameiginlegur kvöldverður á hóteli kl. 19:30.

Kl. 21:00 verður kvöldskemmtun í sal á hótelinu.

3 tímar
Kvöldverður

Kl. 10:00 er ekið til Glasgow flugvallar. Flug FI 431 til Íslands með Icelandair kl. 14:20 og lent í Keflavík kl. 15:45.

1 tími
2 tímar & 20 mín

Hvað er innifalið

    Ekki innifalið

      Algengar spurningar

      Þegar þið pakkið í töskuna skuluð þið ímynda ykkur að þið séuð að ferðast um Ísland um miðjan júní; það má segja að veður í Skotlandi sé yfirleitt „mánuði betra“ en á Íslandi. Mikilvægt að pakka léttum regnjakka því það er aldrei að vita hvenær gerir regnskúr rétt eins og á Íslandi, eða verður "dreich" eins og sagt er á skoskunni (frb. „drích“).

      Við göngum ekki mikið og erum yfirleitt á mjög greiðfæru undirlagi en áreynslan er meiri af því að sitja í rútunni og mikilvægt að geta hreyft ökklana. Þá er gott að vera á lágum gönguskóm/íþróttaskóm sem lofta. Sterklegir gönguskór eru því óþarfi, frekar léttir og lágir skór, sem hrinda eitthvað frá sér bleytu. Athugið að við förum 2-3 sinnum yfir grasi vaxið svæði.

      Vegabréf – passa að kanna gildistíma tímanlega fyrir flug.

      Flugmiða – flugmiðar verða sendir á netföngin ykkar frá Skotgöngu.

      Breska kló – breytikló EURO í UK (gott að hafa tvær meðferðis). Þeir sem eiga ekki breytikló geta keypt þær m.a. í ELKO.

      Lyf – ef einhver eru (passa að hafa þau í handfarangri í flugi).

      Hleðslutæki – fyrir síma

      Fatnaður – af ýmsum toga. Mikilvægt að hafa með léttan útivistarjakka og þægilega skó.

      Annað – eins er gott að koma með sjóveikistöflur og litla regnhlíf.

      Við mælum með að hafa með einhvern gjaldeyri (pund) í ferðina. Á flestum stöðum er hægt að nota kort, en ágætt að hafa með reiðufé þar sem seldir eru drykkir og súkkulaði í rútunni og eins söfnum við saman þjórfé fyrir bílsjtóra í lok ferðar (£10 á mann).

      Ef þið eigið gjaldeyri heima (pund), þá þarf að passa að koma ekki út með seðla sem eru ekki lengur í gildi í UK. Þ.a. ef þið eruð með gamla seðla (bréfpeninga) þá er best að fara með þá í viðskipabankann ykkar og athuga hvort þið getið fengið nýja seðla (plastseðla).

      Þeir sem eiga erfitt með gang skulu upplýsa okkur við fyrsta tækifæri þ.a. við getum sent inn beiðni á gististaði. Vinsamlegast athugið að á einhverjum gististöðum eru engar lyftur og engin herbergi á jarðhæð. 

      Hægt er að senda inn beiðni um að vera á sömu gististöðum þar sem hópnum er skipt upp á tvö eða fleiri hótel. Vinsamlegast sendið okkur póst við fyrsta tækifæri og við gerum okkar besta til að verða við þeirri ósk.   

      Vegna BREXIT eru reikisamningar ekki lengur í gildi milli Íslands og Bretlands og nauðsynlegt að útvega sér Ferðapakka Vodafone, Símans eða samsvarandi þjónustu hjá viðeigandi símafyrirtækjum fyrir brottför ef nota á netið í símanum utan hótela. Það má gera með símtali eða í gegnum netspjall við símafyrirtæki sitt. 

      Við sjáum ekki um að bóka farþega í ákveðin flugsæti en sendum nafnalista til Icelandair ásamt beiðni að þeir sem eru saman í herbergi sitji saman í vélinni.

      Vinsamlegast athugið að sætisóskir eru um beiðni að ræða, ekki bókað eða staðfest sæti. Ef vélarbreyting verður skömmu fyrir brottför geta sætisóskir færst til og breyst.

      Hægt er að fara inn á vef Icelandair 24 klst. fyrir brottför og innrita sig með bókunarnúmeri. Þá er hægt að skoða hvort hægt sé að velja ný sæti.

      Vegna persónuverndar er ekki sendur út þátttökulisti á farþega. Aftur á móti þá verður opnuð Facebook síða fyrir ferðina og þar er ykkur frjálst að gerast meðlimir. Þar getið þið séð ferðafélaga ykkur, sent inn spurningar og deilt myndum í ferðinni.