Ævintýrið þitt byrjar hér

Fjölbreyttar og skemmtilegar ferðir víðsvegar um Evrópu, fagleg og traust íslensk fararstjórn.

Fjölskyldufyrirtæki

Skotganga er traust fjölskyldufyrirtæki með áralanga reynslu í ferðaþjónustu. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval ferða víðs vegar um Evrópu.

Persónuleg þjónusta

Við leggjum ríka áherslu á að veita persónulega þjónustu og kappkostum að öllum ferðafélögum líði vel í okkar ferðum.

Ánægðir viðskiptavinir

Fjölmargir koma í ferðir okkar ár eftir ár, aftur og aftur og aftur. Er því óhætt að segja að ánægðir viðskiptavinir séu lykillinn að velgengni Skotgöngu.

Gönguferðir
Kvennaferðir
Rútuferðir

Um okkur

Á bak við öll lítil fyrirtæki er fjölskylda

Skotganga er ferðaþjónustufyrirtæki í Skotlandi. Fyrirtækið reka þau hjónin Inga og Snorri ásamt dóttur sinni Margréti. Fyrirtækið var stofnað 2008 og eins og nafnið gefur til kynna var í fyrstu boðið upp á gönguferðir í Skotlandi. Í dag eru í boði fjölbreyttar gönguferðir víða um Evrópu og rútuferðir um Bretlandseyjar. Fyrirstækið býður eins upp á kvennaferðir og ýmsar sérferðir fyrir hópa.

Myndaalbúm

Fylgið okkur á samfélagsmiðlum