Ævi & hugarheimur Agatha Christie
Í vor buðum við upp á ferð til Suður-Englands í fótspor Jane Austen. Ferðin seldist hratt upp og 40 konur fylgdu okkur Kristínu Lindu um þessar heillandi söguslóðir. Ferðin heppnaðist afar vel og nú er samskonar ferð í sölu sem verður 8. til 15. maí 2025.
Meðan á þeirri ferð stóð, kom upp sú hugmynd að skipuleggja ferð á slóðir glæpadrottningarinnar Agöthu Christie. Við höfum dvalið í bænum þar sem hún fæddist, Torquay í Devon, í öðrum ferðum, m.a. í gönguferðunum okkar um Conrwall, Devon og Dorset. Þetta er einstaklega fallegt og heillandi svæði.
Við ákváðum að slá til og skipuleggja spennandi Agötuferð og það hefur verið mjög ánægjulegt að undirbúa hana. Í síðustu viku fórum við að heimsækja Wallingford þar sem Agatha bjó í 42 ár. Í fyrra var afhjúpuð þar stytta af Agöthu og er hún fyrir utan Wallingford Museum, sem við munum heimsækja í ferðinni. Wallingford er einnig þekktur fyrir að hafa verið tökustaður fyrir Midsommer Murders.
Ferðin hefst í Torquay, þar sem við kynnum okkur uppvaxtarár Agöthu og líf eftir að hún varð heimsfrægur rithöfundur. Við heimsækjum einnig staði sem tengjast bíómyndum byggðum á verkum hennar, þar á meðal sumarleyfisstað hennar, Greenway House. Það verður spennandi að ferðast þangað með gufulest og bát.
Eftir það förum við til Oxford þar sem við munum gista síðustu þrjár nætur ferðarinnar. Oxford er skemmtileg og lífleg borg, þekktust fyrir Oxford háskólann. Þaðan munum við fara í dagsferð til Wallingford, skoða safnið og sýninguna um Agötu og fara í sögugöngu um bæinn með staðar leiðsögumönnum.
Við hlökkum mikið til að fara í þessa ferð, sem verður 4. -11. september 2025. Þeir sem hafa áhuga á lífi og verkum Agöthu Christie og spennandi ferð um fagrar og heillandi slóðir ættu að fylgjast vel með, þar sem ferðin mun fara í sölu fljótlega!