Bókunarskilmálar
Greiðslur
Við bókun ferðar greiðist staðfestingargjald sem er óendurkræft. Bókun er ekki staðfest fyrr en þessi greiðsla hefur borist. Ferð skal vera fullgreidd eigi síðar en 10 vikum fyrir upphafsdag ferðar. Ef bókun er gerð innan 10 vikna frá upphafsdegi ferðar þá skal greiða heildarverð ferðar við bókun.
Tvíbýli (aðskilin rúm)
Við bókun ferðar í tvíbýli (aðskilin rúm) þarf alltaf að setja inn nafn á ferðafélaga. Þ.a.l. er ekki hægt að bóka í tvíbýli nema að vera með herbergisfélaga.
Afbókanir farþega
Afbókanir skulu berast skriflega með tölvupósti. Sé ferð afbókuð meira en 10 vikum fyrir upphafsdag ferðar endurgreiðist ferðin að undanskildu staðfestingargjaldi. Sé ferð afbókuð 4 – 10 vikum fyrir upphafsdag ferðar endurgreiðist 50% af verði ferðarinnar. Sé ferð afbókuð innan fjögurra vikna frá upphafsdegi ferðar er engin endurgreiðsla í boði.
Afbókanir Scot Walks Ltd
Scot Walks Ltd áskilur sér rétt á að fella niður ferðir ef á þarf að halda. Ef ferð er felld niður er tilkynning samstundis send til farþega. Farþegar fá val um fulla endurgreiðslu eða að færa sig yfir í aðra sambærilega ferð. Scot Walks Ltd ber ekki ábyrgð á öðrum kostnaði sem hlýst af afbókun og því er farþegum ráðlagt að verða sér út um viðeigandi ferðatryggingar.
Ferðatryggingar
Farþegum er ráðlagt að kaupa sér ferðatryggingu sem bætir skaða vegna afbókana, slysa og annars tjóns sem kann að verða í ferðinni.
Breytingar á ferðaáætlun
Scot Walks Ltd er heimilt að gera breytingar á ferðaáætlun áður en ferð hefst. Í þeim tilfellum verður farþegum upplýst eins fljótt og hægt er. Sé um verulega breytingu að ræða ber þátttakendum að tilkynna ferðaskrifstofunni hvort þeir óski eftir að taka þátt í ferðinni, fá endurgreiðslu eða færa sig í sambærilega ferð og greiða viðbótarkostnað við nýja ferð eða fá endurgreiðslu á mismun þar sem við á. Athugið að tímasetningar sem gefnar eru upp við pöntun ferðar eru áætlaðar og geta breyst.
Breytingar á flugi
Flugfélög hafa rétt á að breyta flugáætlun og flugtímum vegna ýmisa þátta s.s. veðurs, tafa vegna mikillar flugumferðar og bilana. Ef vélarbreyting verður skömmu fyrir brottför geta sætisóskir færst til og breyst. Scot Walks Ltd. ber ekki ábyrgð á slíkum töfum flugfélaga eða breytingum frá fyrirfram staðfestri flugáætlun og bera enga skyldu til endurgreiðslu eða fjárhagslegra bóta til handa farþegum.