Umsagnir

Meðmæli frá Skotgönguvinum

Við erum afar þakklát fyrir góða og trygga viðskiptavini. Hér má sjá brot af því sem ánægðir gestir okkar hafa að segja um Skotgöngu.

Rútuferð

Á slóðir Auðar djúpúðgu

“Þetta var alveg stórkostleg ferð, kannski sú besta sem ég hef farið. Fararstjórnin var einstök og hópurinn sem ein fjölskylda með sama markmið; að finna rætur okkar, en samkvæmt nýjustu erfðafræðirannsóknum hafa yfir 60% landnámskvenna verið frá þessum slóðum.

Á ferðalaginu í rútubíl okkar var stundum erfitt að halda sér vakandi, enda víða farið. Augun áttu til að lokast meðan dottað var og skroppið í draumheima. Væntnlega var þá farið augnablik í veröld Auðar. Þannig var ferðin eitt allsherjar tímaflakk. Ímyndun og raunveruleiki runnu saman í eitt. Flétta launheima og raunheima.”

- Ágúst H. Bjarnason

Gönguferð

Great Glen Way

“Þegar sú hugmynd kom upp í góðra vina hópi að ganga Great Glen Way ákvað ég að slá til. Ég var reyndar alls ekki viss um að mér tækist að ganga alla þessa leið á ekki lengri tíma. Á köflum reyndi á, en þetta er eitt af því besta sem ég hef gert um ævina! Að ganga í stórkostlegu umhverfi með frábærri leiðsögn og þurfa aldrei að hafa áhyggjur af neinu öðru en að færa einn fótinn fram fyrir annan er sú besta hugarhreinsun sem ég hef upplifað. Ég kom endurnærð heim ákveðin í að bæta við fleiri slíkum Skotgöngum í nánustu framtíð."

- Kristín Sigfúsdóttir

Gönguferð

Windermere Way

"Það var síðla vetrar árið 2012 sem við hjónin rákumst á auglýsingu um gönguferð í Vatnahéröðunum í Englandi með Skotgöngu og ákváðum að skella okkur með. Ekki grunaði okkur þá að þetta yrði slíkt óstöðvandi ævintýri á gönguför!

Síðan þá höfum við farið með þeim flest ár bæði á Bretlandi og á Spáni. Við höfum gengið með Ingu og Snorra í Windermere, West Highland Way alla leiðina, Great Glen Way, Hadrian´s Wall, Herriott Way í Yorkshire, Cornwall, á Costa Brava og Tenerife."

- Hrafnkell Gíslason & Ragnheiður Gísladóttir 

Gönguferð

Costa Blanca

“Ég hef farið í ógleymanlegar ferðir á Spáni með Ingu. Sennilega er mæðgnaferð okkar Helgu Elísabetar, dóttur minnar á Costa Blanca eftirminnilegust af þeim, þó allar séu þær góðar, hver á sinn hátt. Það var fyrsta ferðin með Ingu og dóttur hennar Möggu og var þessi ferð svo frábærlega vel skipulögð og hugsað fyrir öllu. Við gistum á einstaklega góðu hóteli, fengum frábæran morgunverð og kvöldverð.

Eftir að hafa ferðast einu sinni með Skotgöngu verður ekki aftur snúið."

- Jarþrúður Ólafsdóttir

Kvennaferð

Ganga og sjálfsrækt

"Þegar ég sá auglýsingu frá Skotgöngum um ferð í október 2023 til Albir á Spáni var ég fljót að senda póst til Ingu og spyrjast fyrir um ferðina. Það sem mér fannst heillandi var að þarna ætluðu konur 40+ að eiga saman stundir, í sól og hita með Ingu og Kristínu Lindu.

Þær stöllur Inga og Kristín Linda voru úrræðagóðar, skipulagðar en umfram allt frábærar að halda utan um hópinn. Svo voru þær bara svo skemmtilegar að það var unun að vera með þeim og öllum þessum frábæru konum. Það er alveg öruggt að ég á eftir að fara aftur með Skotgöngu í ferð, þetta var svo mikið gaman, fróðlegt og bara allt sem svona ferðir eiga að vera."

- Guðbjörg M. Sveinsdóttir