Algengar spurningar

Algengar spurningar

Skotganga (Scot Walks Ltd) er ferðaþjónustufyrirtæki í Skotlandi, UK.

Til að bóka í ferð er einfaldast að nota vefinn en einnig er hægt að senda okkur póst, annaðhvort með því að fylla út formið í Hafa samband eða senda á info@skotganga.co.uk

Bókun á vefnum
Byrjið á því að velja herbergi og síðan hvort þið viljið hafa flug innifalið eða kaupa flug á eigin vegum. Eftir það þarf að fylla út upplýsingar um farþega og bæta í körfu. Í framhaldi greiðist staðfestingargjald sem er óendurkræft.

Tvíbýli (hjónarúm)
Þegar bókað er í tvíbýli (hjónarúm) er bókað og greitt fyrir tvo. Báðir farþegar þurfa að staðfesta hvort þeir taki flug í hópbókun eða velji að kaupa flug á eigin vegum.

Tvíbýli (aðskilin rúm)
Þegar bókað er í tvíbýli (aðskilin rúm) er hægt að bóka fyrir einn eða tvo. Þeir sem vilja bóka og greiða fyrir tvo þurfa að fara í gegnum ferlið tvisvar. Byrjið á því að fylla út fyrir farþega 1 og setja í körfu, farið síðan aftur í ferðina og fyllið út farþega 2 og bætið í körfuna.

Athugið að það þarf alltaf að setja inn nafn á herbergisfélaga hvort sem bókað er fyrir einn eða tvo í tvíbýli (aðskilin rúm) þ.a.l. er ekki hægt að bóka í tvíbýli nema að vera með herbergisfélaga. Þeir sem eru stakir og tilbúnir að deila herbergi með öðrum verða að senda fyrirpurn á info@skotganga.co.uk

Tvö eða fleiri herbergi
Þegar fólk vill bóka tvö eða fleiri herbergi og greiða í einni greiðslu þá þarf að velja herbergi 1 og bæta í körfu (ef bókað er tvíbýli – aðskilin rúm sjá nánar hér fyrir ofan), fara síðan aftur í ferðina og bóka annað herbergi. Þegar þið hafið öll herbergin í körfu er hægt að greiða innáborgun fyrir hópinn í einni færslu.

Ef einhver kemst ekki í þá ferð sem viðkomandi hefur bókað í, er ekki hægt að fá endurgreiðslu á innáborgun né færa innáborgun yfir á aðra ferð. Við mælum með því að fólk skoði forfallatryggingar sem tengjast kredikortum sínum eða skaffi sér sérstaka ferðatryggingu.

Það er því miður ekki lengur möguleiki að nota vildarpunkta og gjafabréf í hópbókun með Icelandair. Þeir sem vilja nota vildarpunkta geta valið að kaupa sitt flug sjálfir á heimasíðu Icelandair.

Þátttaka í hópbókun krefst að minnsta kosti 10 farþega. Ef lámarksþáttaka næst ekki, gilda reglur og skilyrði hópsins ekki lengur.

Farangursheimild, ein taska sem vegur 23 kg og handfarangur 10 kg er innifalin.

Hópurinn þarf að hefja ferð saman en farþegar geta breytt heimför gegn breytingargjaldi. Breyting verður að gerast áður en flugmiði er gefinn út. Þetta á þó ekki við um ferðir þar sem um tengiflug er að ræða.

Ef þátttakandi bókar ferðina meö röngu nafni, getur Icelandair krafist nafnabreytingar gegn ákveðnu gjaldi.

Allar breytingar og aðrar fyrirspurnir varðandi flug þurfa að fara í gegnum Skotgöngu, þar sem um hópbókun er að ræða.

Hægt er að kaupa flugið út í hópbókun en ekki er hægt að kaupa flug fyrir heimferð eingöngu. Í hópbókun Icelandair er möguleiki að breyta heimferð frá öðru landi (gegn breytingargjaldi) í þeim tilfellum sem fólk er að ferðast annað eftir ferðina. Þetta á þó ekki við um ferðir þar sem um tengiflug er að ræða.

Lokagreiðsla á ferð eru 10 fyrir brottför. Þátttakendur munu fá tilkynningu þegar kemur að lokagreiðslu.