Blogg

Ömmur í orlofi

Frá Inga Geirsdóttir
12. febrúar 2025

Ömmur eru bestar – hver hefur ekki heyrt þetta áður?

Ömmur eru á öllum aldri ungar og gamlar og yngsta amman í heiminum er 23 ára og ekki óalgengt að vera orðin amma um 40 ára aldurinn. Vissulega eru aðstæður mismunandi hjá fólki en samt heyrir maður oft "Amma er alltaf best"  enda eigum við flest okkar góðar minningar um ömmur okkar.

Ég hef ferðast oft með ömmur og ömmur hafa verið duglegar að fara út fyrir þægindarammann og ferðast einar eða með vinkonum, oftar en afar, þó stundum séu undantekningar á því.

Þar sem er alltaf svo gaman að vera með flottum ömmum á öllum aldri þá ákváðum við að bjóða sérstaklega upp á ferðir fyrir ömmur "ÖMMUR Í ORLOFI" en að sjálfsögðu geta þær sem ekki eru ömmur komið með enda verður nóg af ömmum í ferðinni.

Við deilum allskonar upplifunum, góðum ráðum og sögum og tengjumst allar vel og er kærleikur og gleði allsráðandi hjá okkur.

Við bjóðum einnig upp á gjafabréf í ferðina svo ef ykkur vantar hugmyndir í afmælisgjöf fyrir ömmu ykkar eða viljið bara koma ömmu á óvart þá er tilvalið að gefa henni ævintýri og upplifun með slíku bréfi, enda er gjafakort Skotgöngu dýrmæt gjöf í minningarbankann. 

Njótið dagsins kæru ömmur og aðstandendur!