Blogg

Nýtt tækifæri – Norður Tenerfie

Frá Inga Geirsdóttir
19. febrúar 2024

Margir einfaldlega vita bara ekki af þessum gullmola í norðri, Puerto de la Cruz.

Nú hef ég eitt meiri tíma þarna en áður og svæðið heillar mig alltaf meir og meir. Veðurfar á norður Tenerife er oft á tíðum aðeins kaldara en á Amerísku en samt ekki nærri alltaf. Ég hef oftar verið þar í góðum hita og fer margoft með konurnar mínar í skoðunarferð þangað í apríl og nóvember.

Margir fara til Tenerife einfaldlega til þess að sleikja sólina og þá er betra að halda sig bara á Amerísku. Fyrir hina sem eru ekki alveg að tapa sér á sólbekknum þá er miklu fallegra fyrir norðan og endalausir möguleikar á að skoða eitthvað fallegt.

Bærinn Puerto de la Cruz er þekktastur fyrir að vera með fyrstu ferðamannastöðum í heimi, frá því snemma á 19 öld. Fyrsta hótelið var byggt þar árið 1883 og fyrsta heilsuhótelið um 1960. Þá var Puerto de la Cruz þekktur bær fyrir þá sem vildu hressa upp á sál og líkama vegna fegurðar og loftslags.

Gamli bærinn þar sem hjarta Puerto slær hefur endalaust upp á eitthvað að bjóða, fallegar þröngar götur með fagurlega máluðum húsum í öllum regnbogans litum, mörg þeirra eru einnig skreytt listaverkum og flestum vel við haldið.

Staðurinn er ekki pakkaður af fólki, eins og tilfellið er á tilbúna túristasvæðinu í suðri, heldur finnur maður vel fyrir því að maður sé innan um fólkið sem þar býr ekki bara í tilbúinni veröld eins og svo víða.

Í Puerto de la Cruz er til dæmis sundlaugargarðurinn Lago Martines niður við sjávarsíðuna og hægt að heimsækja Loro Parque sem hefur oft verið valinn besti dýragarður í heimi. Það er upplifun að fara í dýragarðinn sem er rétt hjá og öðruvísi að fara bara sem fullorðin án barna.

Á kvöldin er mikið af tónlistarfólki úti á götum og margir staðir bjóða upp á að dansa svo eitthvað sé nefnt. Á laugardögum er líka frábær antik markaður, svo er örstutt frá miðbænum í stóra verslunarmiðstöð.

Nú hef ég ákveðið að bjóða upp á kvennaferðir þar sem dvalið er í viku í þessari paradís á norðurhluta eyjunnar, svo geta þeir sem vilja vera lengur verið áfram þar nú eða flutt sig á hið hefðbundna túristasvæði á suðurhlutanum.

Sjá nánar