Viðtal

Fararstjóri sem þurfti að láta af stjórn

Frá Steinunn Jónsdóttir
18. janúar 2024

Inga Geirsdóttir hefur haft einstakan húmor sinn og jákvæðni að leiðarljósi í gegnum lífsins ólgusjó. Hún býr og starfar í Skotlandi þar sem hún rekur ferðaskrifstofuna Skotganga ásamt eiginmanni sínum og dóttur en þau leiða ferðaþyrsta Íslendinga á framandi slóðir. Fyrir nokkrum árum þurfti hún þó að taka sér frí frá fararstjórninni á meðan hún lagði á brattann í mikilli óvissuferð; krabbameinsmeðferð. Þar eins og annars staðar lét hún jákvæðnina leiða sig og þrátt fyrir að heilsan hafi brostið um stund missti hún aldrei húmorinn.

„Ég var búin að vera með ónot í hálsi í einhvern tíma og margbúin að fara til lækna bæði í Skotlandi og á Tenerife en þeir klikkuðu eitthvað á greiningunni og það var ekki fyrr en ég fór í heimsókn til Íslands að vinur minn sem er háls-, nef- og eyrnalæknir fann út að ég væri með krabbamein í hálsi,“ segir Inga sem var þó ekki að æsa sig yfir greiningunni. „Ég eiginlega vorkenndi honum meira en mér þegar hann sat þarna og sagði mér þetta en einhverra hluta vegna var ég pollróleg.“

Lesa meira