Alsace - Frakkland (7. jún)

Lengd ferðar

7 nætur

Erfiðleikastuðull

Miðlungs

Flugfélag

Icelandair

Gönguferð

Alsace - Frakkland (7. jún)

7. - 14. júní 2026

Alsace er hérað í austurhluta Frakklands nálægt landamærum Þýskalands. Það er þekkt fyrir einstaka blöndu af franskri og þýskri menningu, ríkulega matargerð, framúrskarandi hvítvín og fallegar miðaldaborgir. Gist verður í einu af fallegustu þorpum Alsace, Riquewhir sem er staðsett í hjarta vínhéraðsins á milli Vosgesfjalla og Rínardalsins.

Við munum ganga um vínakra á milli fallegra miðaldaþorpa, upp í hlíðar ofan við vínræktarsvæðin, koma við hjá vínbændum og smakka framleiðsluna auk þess sem við heimsækjum borgirnar Colmar og Strassbourg.


Herbergi

Verð fyrir einstakling í tvíbýli með flugi. Ekki er hægt að bóka nema vera með ferðafélaga.

Almennt verð £1,990.00
Almennt verð Sölu verð £1,990.00
Innáborgun: £300.00


Flug

Þú hefur valið að taka þátt í hópbókun. Innifalið í flugi er ein taska sem vegur 23 kg og handfarangur 10 kg. Vinsamlegast athugið að hópurinn þarf að hefja ferð saman en farþegar geta breytt heimför gegn breytingargjaldi. Ekki er hægt að nota vildarpunkta og gjafabréf í hópbókun.

Almennt verð £1,990.00
Almennt verð Sölu verð £1,990.00
Innáborgun: £300.00


Farþegi 1
Almennt verð £1,990.00
Almennt verð Sölu verð £1,990.00
Innáborgun: £300.00
Herbergi
Flug

How often?

Subscribe to get regular deliveries of this product

Alsace - Frakkland (7. jún)
Alsace - Frakkland (7. jún)
Alsace - Frakkland (7. jún)
Alsace - Frakkland (7. jún)
Alsace - Frakkland (7. jún)
Alsace - Frakkland (7. jún)
Alsace - Frakkland (7. jún)
Alsace - Frakkland (7. jún)
Alsace - Frakkland (7. jún)
Alsace - Frakkland (7. jún)
Alsace - Frakkland (7. jún)
Alsace - Frakkland (7. jún)
Alsace - Frakkland (7. jún)
Alsace - Frakkland (7. jún)
Alsace - Frakkland (7. jún)
Alsace - Frakkland (7. jún)
Alsace - Frakkland (7. jún)
Alsace - Frakkland (7. jún)
Alsace - Frakkland (7. jún)
Alsace - Frakkland (7. jún)
Alsace - Frakkland (7. jún)
Alsace - Frakkland (7. jún)
Alsace - Frakkland (7. jún)
Alsace - Frakkland (7. jún)
Alsace - Frakkland (7. jún)

Ferðaáætlun

Sérstök upplifun í franska vínhéraðinu Alsace

Flug FI568 með Icelandair kl. 07:20 og lent í Zurich kl. 13:05. Fararstjórar taka á móti hópnum á Zurich flugvelli. Ekið rúmlega 2 klst. til Riquewhir, en þar er gist í 7 nætur á Hotel De La Couronne.

Sameiginlegur kvöldverður í Riquewhir.

3 tímar & 45 mín
2 & 1/2 tími

Gengin hringleið frá hótelinu um vínekrur í gegnum Hunawihr á leið okkar til Ribeuville sem er eitt af þessum gullfallegu miðaldarþorpum í Alsace.

Gamli miðbærinn er einstaklega vel varðveittur með sínum litríku timburhúsum. Á aðalgötunni Grand‘Rue er að finna fjölmargar verslanir, kaffihús og vínbúðir. Þar verður boðið upp á hádegisverð.

Síðan er frjáls tími til að skoða sig um áður en gengið er til baka á hótelið okkar.

12 km – hækkun/ lækkun 220 m
Hádegisverður

Ekið að upphafsstað göngu í Keysersberg.

Gengið er í skógarhlíðum og á vínekrum milli fjögurra þorpa. Í einu þeirra (Katzental) bönkum við uppi hjá vínbónda sem fræðir okkur um framleiðsluna og gefur okkur að smakka á hinum ýmsu vínum. Gangan endar í Turckheim sem er lítill bær í hjarta Alsace Wine Route.

Þar verður gefinn frjáls tími til að skoða sig um og snæða hádegisverð áður en við ökum til baka á hótelið okkar.

11 km – hækkun 109 m/ lækkun 214 m
Kvöldverður

Ekið til Colmar (30 mín), sem er ein fallegasta borg heims, oft lýst sem sprottin úr ævintýri.

Hún er rómuð fyrir vel varðveittan miðaldabæ sem slapp að mestu óskaddaður frá heimstyrjöldunum tveimur. Þar er að finna timburhús frá 14-17 öld, falleg torg, litlar verslanir og veitingahús. Frægasti hluti borgarinnar er Petite Venise (Litlu Feneyjar) með snotrum húsaröðum í pastellitum og litlar ár og síki sem hægt er að sigla um á bátum.

Eftir stutta gönguferð í miðbænum tekur við frjáls tími til að snæða hádegisverð og skoða sig um og njóta alls þess sem þessi einstaka borg hefur uppá að bjóða.

Ekið til Ribeauville þar sem ganga dagsins hefst. Við byrjum á að ganga til Notre-Dame de Dusenbach, sem er sögufræg kirkja og pílagrímastaður í Vosges fjöllunum ofan við bæinn.

Eftir að hafa skoðað okkur um þar höldum við áfram að köstulunum þremur (Chateau de Saint Ulrich, Chateau du Haut Ribeauville og Chateau du Girsberg) sem gnæfa yfir Ribeauville. Kastalarnir voru byggðir á 11-13 öld og voru eign Ribeaupierre ættarinnar sem réðu yfir vínekrum, vínræktun og verslun á svæðinu.

Þaðan er gengið niður til Ribeauville. Ekið þaðan á hótelið okkar.

9 km – lækkun/ lækkun 479 m
Kvöldverður

Gengin hringleið frá hótelinu.

Gengið í skógarjaðri og gegnum vínekrur til Keysersberg, sem er eitt af þessum frægu Alsace þorpum með vel varðveittum og fagurlega skreyttum timburhúsum. Þar ætlum við að skoða okkur um og snæða hádegisverð.

Göngum síðan til baka á hótelið.

13 km - hækkun/ lækkun 361 m
Hádegisverður

Ekið norður til Strasbourg, höfuðborgar Alsace.

Við byrjum á að fara í siglingu á ánni iII sem rennur í gegnum miðborgina. Síðan tekur við frjáls tími til að skoða sig um í borginni. Borgin hefur að geyma eina frægustu gotnesku dómkirkju í Evrópu sem lengi var hæsta bygging heims með sínum gríðarháa turni. Miðbærinn er sögufrægur og mjög fallegur, með þröngum götum, síkjum og tréhúsaarkitektúr.

Seinnipartinn er ekið til baka á hótelið okkar.

1 tími
Kvöldverður

Ekið til Zurich flugvallar. Flug FI569 kl. 14:00 og lent á Keflavíkurflugvelli kl. 16:00.

2 & 1/2 tími
4 tímar

Hvað er innifalið

  • Áætlunarflug Icelandair KEF-ZRH
  • Áætlunarflug Icelandair ZRH-KEF
  • Ein taska max 23 kg & 10 kg handfarangur
  • Flugvallarskattar
  • Gisting í 7 nætur með morgunverði
  • 4 kvöldverðir
  • 3 hádegisverðir
  • Vínsmakk
  • Allur akstur skv. dagskrá
  • Sigling í Strasbourg
  • Íslensk fararstjórn
  • Innlend fararstjórn á gönguleiðum
  • Skattar & lögboðin tryggingagjöld

Ekki innifalið

  • Ferðatryggingar
  • 3 kvöldverðir
  • 3 hádegisverðir
  • Drykkir með mat
  • Þjórfé fyrir bílstjóra
Fararstjóri

Snorri Guðmundsson

Snorri er Reykvíkingur, en hefur búið í Skotlandi síðan 2002. Hann stofnaði ferðaþjónustufyrirtækið Scot Walks Ltd (Skotgöngu) árið 2008 ásamt eiginkonu sinni, Ingu Geirsdóttur. Snorri er menntaður tölvunarfræðingur og starfar sem slíkur en er einnig framkvæmdastjóri Skotgöngu. Snorri hefur ávallt haft ástríðu fyrir ferðalögum og hefur einnig sérlegan áhuga á sögu & menningu, gönguferðum í óspilltri náttúru, knattspyrnu, tónlist, golfi og skosku maltviskíi.

Fararstjóri

Helga Unnarsdóttir

Helga er Eskfirðingur en býr nú í Reykjavík. Hún er íþróttakennari að mennt og einnig leirkerasmiður sem hvort tveggja kemur að góðu gagni í ferðunum okkar.

Helga hefur verið með okkur í Skotgöngu frá árinu 2007, en þá kom hún með í hópferð sem „hali“ á göngu upp skosku Hálöndin. Henni þykir fátt betra en að vera í góðum hópi kvenna, að leika saman og hafa gaman.

Algengar spurningar

Veðrið er oftast milt og þægilegt yfir daginn en næturnar geta verið svalar - gott að hafa með léttan jakka eða síðbuxur ef farið er út á kvöldin. Vegna mögulegrar rigningar er gott að hafa regnföt og/eða regnhlíf með.

Meðal hæsti hiti 24 gráður á daginn og 13 gráður á nóttunni.

Göngustígar eru að mestu góðir, s.s. malarstígar og skógarstígar en það er líka malbik á milli.

Það er hægt að ganga hluta leiðar á þremur af fjórum göngudögum. Eins er hægt að taka sér frídag hvenær sem er í ferðinni.

Hôtel De La Couronne***

Heillandi gistihús í hjarta Riquewihr, hótelið skiptist í 3 byggingar þ.a. það er annaðhvort dvalið í því gula, appelsínugula eða bláa.

Hvert herbergi hefur baðherbergi með sturtu eða baðkari, fataskáp eða kommóðu, síma, sjónvarpi, viftu eða loftkælingu og hárblásara. Hægt að fá straujárn og strauborð í móttöku.

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu. 

Því miður er ekki hægt að vera 3 saman í herbergi. Þau sem ferðast 3 saman geta sent inn beiðni um að fá herbergi hlið við hlið.

Skotganga (Scot Walks Ltd) er ferðaþjónustufyrirtæki í Skotlandi, UK.

Ef einhver kemst ekki í þá ferð sem viðkomandi hefur bókað í, er ekki hægt að fá endurgreiðslu á innáborgun né færa innáborgun yfir á aðra ferð. Við mælum með því að fólk skoði forfallatryggingar sem tengjast kredikortum sínum eða skaffi sér sérstaka ferðatryggingu.

Þátttaka í hópbókun krefst að minnsta kosti 10 farþega. Ef lámarksþáttaka næst ekki, gilda reglur og skilyrði hópsins ekki lengur.

Farangursheimild, ein taska sem vegur 23 kg og handfarangur 10 kg er innifalin.Hópurinn þarf að hefja ferð saman en farþegar geta breytt heimför gegn breytingargjaldi. Breyting verður að gerast áður en flugmiði er gefinn út.

Ef þátttakandi bókar ferðina með röngu nafni, getur Icelandair krafist nafnabreytingar gegn ákveðnu gjaldi.

Þar sem um hópbókun er að ræða þurfa allar breytingar og aðrar fyrirspurnir varðandi flug að fara í gegnum Skotgöngu.

Það er því miður ekki lengur möguleiki að nota vildarpunkta og gjafabréf í hópbókun með Icelandair. Þeir sem vilja nota vildarpunkta geta valið að kaupa sitt flug sjálfir á heimasíðu Icelandair.

Hægt er að kaupa flugið út í hópbókun en ekki er hægt að kaupa flug fyrir heimferð eingöngu.

Lokagreiðsla á ferð er 10 vikum fyrir brottför. Þátttakendur munu fá tilkynningu þegar kemur að lokagreiðslu.