Ferðin mín

Í þessari ferð kynnum við okkur sögu víkinga á Írlandi og Englandi og fetum í fótspor Egils Skallagrímssonar og Þórólfs bróður hans sem börðust við hlið Aðalsteins Englandskonungs í bardaganum við Vínheiði 937.

Sögufrægar minjar frá öðrum tímum verða einnig skoðaðar, svo sem grafhýsi frá steinöld (Newgrange) á Írlandi og rómverska virkið Vindolanda við Hadrian’s Wall í Norður Englandi.

Þá verður einnig frjáls tími til að skoða sig um í Dublin og York, auk þess sem við heimsækjum einn fallegasta stað Englands, Windermere í Vatnahéraðinu.

Ertu með spurningu um ferðina?

Hér getur þú sent okkur skilaboð

Ferðaáætlun

Menningar- og skemmtiferð til Írlands, Wales & Englands

Flug FI416 til Dublin. Brottför 07:30, lending 11:05. Fararstjórar taka á móti hópnum í Dublin og ekið er í miðborg Dublin þar sem boðið verður upp á léttan hádegisverð. Að því loknu munum við skoða Dublinia safnið þar sem hægt er að kynna sér víkinga- og miðaldasögu Dublin. Einnig skoðum við Christ Church dómkirkjuna sem er við hliðina á Dublinia safninu. Ökum síðan á gististaðinn og svo tekur við frjáls tími síðdegis. Gist er á Riu Plaza Hotel í Dublin fyrstu 3 næturnar.

Sameiginlegur kvöldverður á hóteli kl. 19:30. 

2 & ½ tími
Hádegis- & kvöldverður

Morgunverður á hóteli milli 07:00 og 11:00.

Hópum skipt upp í tvennt.

Hópur 1: Skoðunarferð  9:00 – 17:30

Staðir heimsóttir í ferðinni:

  • Trinity College í Dublin. Hefur að geyma dýrgripinn Book of Kells sem skrifuð var á eyjunni helgu, Iona í Skotlandi á 8. öld. Til að koma í veg fyrir að bókinni yrði rænt af víkingum var henni forðað til Írlands.
  • Newgrange (5.200 ára grafhýsi frá steinöld).
  • Hill of Tara (krýningarstaður írskra konunga til forna).
  • Trim kastali (tólftu aldar kastali í County Meath. Einn af tökustöðum Braveheart myndarinnar).

Sameiginlegur kvöldverður á hóteli kl. 19:30.

Hópur 2: Frjáls dagur og kvöld í Dublin.

3 tímar (hópur 1)
Kvöldverður (hópur 1)

Morgunverður á hóteli milli 06:45 og 10:30.

Hópur 1: Frjáls dagur og kvöld í Dublin.

Hópur 2: Skoðunarferð 9:00 – 17:30 (Trinity College, Newgrange, Hill of Tara, Trim kastali).

Sameiginlegur kvöldveðrur á hóteli kl. 19:30.

3 tímar (hópur 2)
Kvöldverður (hópur 2)

Morgunverðarbox sótt í móttöku kl. 05:45.

Tékkað út af hótelinu og lagt af stað kl. 06:15. Ekið að ferjuhöfninni í Dublin og siglt til Holyhead í Wales. Ekið til Beaumaris á Anglesey. Þar verður frjáls tími til að skoða sig um í bænum og snæða hádegisverð. Að því loknu er ekið til Macdonald New Blossoms Hotel Chester þar sem við gistum næstu nótt.

Sameiginlegur kvöldverður á Panda Mami kl. 19:30 - ca. 4 mín göngufæri frá hóteli.

3 & ½ tími  
Kvöldverður

Morgunverður á hóteli kl. 07:30.

Tékkað út af hóteli og lagt af stað með rútu kl. 09:00.

The Battle of Brunanburh (nefnd orrustan á Vínheiði í Egils sögu) var háð árið 937 þar sem her Aðalsteins Englandskonungs atti kappi við sameinaðan her Ólafs Dyflinnarkonungs, Constantine II Skotlandskonungs og Owain konungs Strathclyde. Bræðurnir Egill og Þórólfur Skallagrímssynir börðust þar í her Aðalsteins. Þessi bardagi þykir einn sá mikilvægasti í sögu Bretlandseyja. Skiptar skoðanir eru um staðsetningu orrustunnar, en vinsælasta kenningin er sú að hún hafi verið háð á Wirral skaga. Við munum aka um skagann og velta fyrir okkur vænlegum bardagastöðum.

Síðan tökum við stefnuna norður á bóginn og ökum til Vatnahéraðsins (Lake District), en þar munum við gista næstu 2 nætur í Bowness-on-Windermere. Bowness er afar fallegur bær við Lake Windermere sem er stærsta stöðuvatn Englands. Gist er á The Ro Hotel í 2 nætur.

Kl. 18:00 er farið í klukkutíma siglingu um Lake Windermere. Boðið verður upp á kampavínsglas um borð.

Sameiginlegur kvöldverður á hóteli kl. 20:00.

2 & ½ tímar
Kvöldverður

Morgunverður milli 07:00 og 10:00.

Frjáls dagur til að skoða sig um og njóta lífsins í Bowness og nágrenni. Hægt að fara í  gönguferð á útsýnisstaðinn Orrest Head, skoða The World of Beatrix Potter, heimsækja Hole in t‘ Wall (krá frá árinu 1612 sem var í miklu uppáhaldi hjá Charles Dickens) og margt fleira.

Sameiginlegur kvöldverður á hóteli kl. 19:30.

Kvöldverður

Morgunverður frá kl. 07:00.

Kl 09:00 kveðjum Vatnahéraðið og tökum stefnuna á Hadrian’s Wall, sem er veggur sem byggður var af Rómverjum 122 - 128AD og markaði landamæri Rómaveldis í Bretlandi. Þar skoðum við rómverska virkið Vindolanda og kynnum okkur sögu Rómverja á svæðinu og byggingu Hadrian’s Wall.

Boðið upp á hádegisverð skammt frá safninu. Ökum þaðan til York þar sem gist verður síðustu 2 nætur ferðarinnar á Hotel Indigo.

Sameiginlegur kvöldverður á hóteli kl. 19:30.

4 tímar
Hádegis- & kvöldverður

Morgunverður milli 07:00 og 11:00.

Göngum frá hótelinu að JORVIK Viking Centre þar sem við kynnum okkur víkingasögu borgarinnar. Síðan tekur við frjáls tími í borginni, þar sem þið getið skoðað það fjölmarga sem York hefur upp á að bjóða, svo sem dómkirkjuna Yorkminster, Clifford‘s Tower, Borgarmúrana, The Shambles (ein best varðveitta miðalda verslunargata í Evrópu) ofl. ofl.

Morgunverður kl. 07:00.

Kl. 08:00 er ekið til Manchester flugvallar. Flug FI441 kl. 13:00 og lent kl. 14:50.

2 tímar
2 tímar & 45 mín

Hvað er innifalið

    Ekki innifalið

      Algengar spurningar

      Þó að við getum aldrei treyst á veðrið, er ágúst oftast heitasti tíminn á Bretlandseyjum og Írlandi með meðalhita um 19- 21°. 

      Þeir sem eru að ferðast í hóp mega gjarnan láta okkur vita við fyrsta tækifæri til að tryggja að þið eruð í sama hóp í skoðunarferðinni í Dublin.  Eins er hægt að senda okkur beiðni ef annar dagurinn hentar betur í skoðunarferð.

      Við göngum ekki mikið og erum yfirleitt á mjög greiðfæru undirlagi en áreynslan er meiri af því að sitja í rútunni og mikilvægt að geta hreyft ökklana. Þá er gott að vera á lágum gönguskóm/íþróttaskóm sem lofta. Sterklegir gönguskór eru því óþarfi, frekar léttir og lágir skór, sem hrinda eitthvað frá sér bleytu. 

      Hotel Riu Plaza The Greasham Dublin****

      Riu Plaza Hotel er staðsett á O´Connell Street í hjarta Dublin. Herbergin eru rúmgóð með baðherbergi með sturtu/baði, skrifborði, sjónvarpi, öryggishólfi, ísskápi, straujárni & strauborði, hárþurrku og te & kaffi aðstöðu.

      24 tíma herbergisþjónusta er eins í boði.

      Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu.

      Macdonald Chester Hotel****

      Macdonald Hotel er staðsett í miðborg Chester. Herbergin eru með baðherbergi með sturtu/baði, skrifborði, sjónvarpi, hárblásara, straujárni & strauborði og te & kaffi aðstöðu.

      Ókeypis internetaðgangur er á gististaðnum.

      The Ro Hotel Windermere****

      Ro Hotel er í stuttu göngufæri frá miðbænum. Herbergin eru nýlega uppgerð og eru með sturtu/baði, skrifborði, sjónvarpi, straujárni & strauborði, hárþurrku, viftu og te & kaffi aðstöðu.

      Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu. 

      Hotel Indigo York****

      Hotel Indigo er glæsilegt hótel í stuttu göngufæri við helstu kennileiti borgarinnar. Herbergin eru með baðherbergi með sturtu/baði, loftkælingu, öryggishólfi, sjónvarpi, hárblásara, straujárni & strauborði og te & kaffi aðstöðu.

      Ókeypis internetaðgangur er á gististaðnum.

      Vegabréf – passa að kanna gildistíma tímanlega fyrir flug.

      Flugmiða – flugmiðar verða sendir á netföngin ykkar frá Skotgöngu.

      Fatnaður – fatnaður af ýmsum toga og hafa með léttan útivistarjakka og þægilega skó.

      Breska kló – breytikló EURO í UK (gott að hafa tvær meðferðis). Þær sem eiga ekki breytikló geta keypt þær m.a. í ELKO.

      Litla regnhlíf – en eins hægt að kaupa sér ódýrar regnhlífar úti.

      Lyf – ef einhver eru (passa að hafa þau í handfarangri í flugi) og sjóveikistöflur fyrir þá sem eru gjarnir að verða sjóveikir  

      Annað – góða skapið

      Við mælum með að hafa með einhvern gjaldeyri í ferðina. Vinsamlegast athugið að í Írlandi eru evrur og í Brelandi eru pund.

      Fyrir þau sem eiga pund, þá þarf að passa að koma ekki út með seðla sem eru ekki lengur í gildi í Bretlandi. Þ.a. ef þið eruð með gamla seðla (bréfpeninga) þá er best að fara með þá í viðskipabankann ykkar og athuga hvort þið getið fengið nýja seðla (plastseðla).

      Eins hafa einhverjir gestir náð að skipta gömlum seðlum á Keflavíkurflugvelli.

      Þegar reikningar fara yfir ákveðna upphæð þá kemur stundum fyrir að færslan er stoppuð eins og úttektarheimild sé ekki fyrir henni. Flestir bankar eru með eins konar "áhættuþröskuld" á greiðslum, þannig að það þarf að taka hann af tímabundið til að greiðsla gengi í gegn. Svo ef þið lendið í vandræðum með að greiða þá hringið þið í bankann ykkar og látið vita að þið séuð að reyna að greiða reikning til UK og þá opnar bankinn á færsluna.

      Við sjáum ekki um að bóka farþega í ákveðin flugsæti en sendum nafnalista til Icelandair ásamt beiðni að þeir sem eru saman í herbergi sitji saman í vélinni.

      Vinsamlegast athugið að sætisóskir eru um beiðni að ræða, ekki bókað eða staðfest sæti. Ef vélarbreyting verður skömmu fyrir brottför geta sætisóskir færst til og breyst.

      Hægt er að fara inn á vef Icelandair 24 tímum fyrir brottför og innrita sig með bókunarnúmeri. Þá er hægt að skoða hvort hægt sé að velja ný sæti.

      Vegna persónuverndar er ekki sendur út þátttökulisti á farþega. Aftur á móti þá munum við gera lokaða Facebook síðu fyrir ferðina og þar er ykkur frjálst að gerast meðlimir. Þar getið þið séð ferðafélaga ykkur, sent inn spurningar og deilt myndum í ferðinni.