Cornwall, Devon & Dorset (15. jún)
Ertu með spurningu um ferðina?
Hér getur þú sent okkur skilaboð
Ferðaáætlun
Gönguferð í Cornwall, Devon og Dorset
Flug FI450 kl. 07:40 með Icelandair til London Heathrow. Lent kl. 11:45 að staðartíma. Fararstjórar taka á móti hópnum á London Heathrow og við tekur akstur til St Ives, Cornwall þar sem gist verður á Tregenna Castle Hotel í 2 nætur.
Stoppað verður á leiðinni eftir ca. 2- 2 og ½ tíma og þá er hægt að kaupa sér eitthvað að borða svo það er ágætt að vera búin að borða eitthvað í flugvélinni eða hafa með snarl í rútuna.
Sameiginlegur kvöldverður kl. 20:00.
Morgunverður á hóteli kl. 07:30.
Kl. 09:00 er lagt af stað í gönguna. Í dag göngum við hringleið frá hóteli, meðfram bóndabæjum og ökrum og síðan til baka meðfram ströndinni. Eftir göngu er boðið upp á hádegisnesti í við ströndina í St Ives. Síðan er frjáls tími í bænum.
Sameiginlegur kvöldverður kl. 20:00.
Morgunverður á hóteli kl. 07:30.
Tékkað út af hóteli og lagt af stað með rútu kl. 09:00. Ekið er í um hálftíma til Cape Cornwall þar sem gangan hefst. Gengið er meðfram ströndinni á malar- og moldarstígum, upp og niður víkur og á grófum steinum. Gangan endar í Land's End.
Land's End er eitt þekktasta kennileiti Bretlands. Frjáls tími þar og kjörið að láta taka mynd af sér við hið fræga Lands End skilti. Þar er einnig að finna gjafavöruverslanir og veitingastaði. Á góðum degi er útsýni yfir til Scilly eyjar sem er 45 km vestur af ströndinni.
Eftir það er ekið til Penzance þar sem gist er næstu 2 nætur á The Longboat Inn.
Sameiginlegur kvöldverður kl. 19:30.
Morgunverður milli 07:30 og 09:00.
Kl. 09:00 er ekið frá gististað í um 30 mínútur til Land's End þar sem næsti hluti göngunnar hefst.
Áfram er gengið meðfram ströndinni, í gegnum lítið þorp, Porthgwarra, og síðan til Porthcurno. Þar munum við skoða hið einstaka Minack útileikhús sem stendur á klettóttri ströndinni í stórbrotnu landslagi.
Eftir heimsóknina þangað er gengið til Treen, þar sem gangan endar. Þaðan ökum við til Marazion. Skammt undan ströndinni er St Michael's Mount, lítil eyja sem hægt er að ganga út í á fjöru. Gengið/ siglt út í eyjuna og kastalinn þar skoðaður.
Að lokinni heimsókninni til St Michael's Mount er ekið til Penzance.
Sameiginlegur kvöldverður kl. 19:30.
orgunverður milli 07:30 og 09:00.
Tékkað út og lagt af stað kl. 09:00 með rútu. Í dag er ekið til Torquay með viðkomu í Port Isaac.
Port Isaac er heillandi fiskiþorp á norðurströnd Cornwall, frægt fyrir að vera sögusvið Doc Martin sjónvarpsþáttanna sem hafa notið mikilla vinsælda víða um heim. Boðið verður upp á gönguferð um bæinn í fylgd heimamanns sem mun fræða okkur um sögu bæjarins og allt sem þið viljið vita um Doc Martin þættina. Að loknum göngutúrnum verður boðið upp á hádegisverð á veitingasaðnum The Slipway. Frjáls tími eftir hádegisverð til kl. 14:00.
Eftir það tekur við ca. 2 tíma akstur til Torquay sem er vinsæll ferðamannastaður á Ensku Riverunni í Devon. Þar munum við gista á Grand Hotel í 2 nætur.
Sameiginlegur kvöldverður kl. 20:00.
Morgunverðarhlaðborð á hóteli frá kl. 07:00.
Lagt af stað í göngu frá hóteli kl. 09:00. Gengið meðfram strandlengjunni frá Torquay til Brixham sem er fallegur fiskibær. Boðið verður upp á hádegisverð í bænum á vinsælum sjávarréttarstað. Síðan er frjáls tími í bænum. Kl. 15:00 tekur við um ½ tíma akstur heim á hótel.
Frjáls eftirmiðdagur og kvöld í Torquay.
Morgunverðarhlaðborð á hóteli frá kl. 07:00.
Kl. 09:00 er ekið til Lulworth Cove sem er smábær við fallega vík í Dorset. Við byrjum á því að ganga saman um bæinn og eftir það er frjáls tími. Þeir sem vilja geta gengið til/frá Durdle Door (4 km – hækkun/ lækkun 200 m) og aðrir geta farið í siglingu að klettunum. Frjáls tími í hádegisverð og tilvalið að fá sér Cream Tea á einum af veitingastöðunum sem þar er að finna. Kl. 15:00 tekur við um klukkkutíma akstur til Salisbury, þar sem gist er síðustu nóttina á Red Lion Hotel.
Sameiginlegur kvöldverður á hóteli kl. 20:00.
Ekið til Heathrow flugvallar. Flug FI451 með Icelandair klukkan 13:05 og lent í Keflavík klukkan 15:15.
Hvað er innifalið
- Áætlunarflug með Icelandair KEF-LHR
- Áætunarflug með Icelandair LHR-KEF
- Ein taska max 23 kg & 10 kg handfarangur
- Gistingar með morgunverði í 7 nætur
- Allur akstur samkv. dagskrá
- 6 kvöldverðir
- 2 hádegisverðir á veitingastöðum
- 3 hádegisnesti
- Gönguferð með heimamanni í Port Isaac
- Aðgangseyrir St Michael‘s Mount kastala
- Aðgangseyrir Minack Theatre
- Íslensk fararstjórn
- Skattar & lögboðin tryggingagjöld í UK
Ekki innifalið
- Ferðatryggingar
- 1 kvöldverður
- 3 hádegisverðir
- Drykkir með mat
- Bátsferð að Durdle Door
- Þjórfé fyrir rútubílstjóra
Snorri Guðmundsson
Margrét Snorradóttir
Algengar spurningar
Þó að við getum aldrei treyst á veðrið, er júní oftast besti mánuðurinn fyrir gönguferðir í Cornwall, Devon og Dorset. Í þessum mánuði er almennt hlýtt (16-21°) og að meðaltali 7 sólarstundir á dag.
Gönguleiðin er meðfram strandlengju þar sem farið er upp og niður víkur á fjölbreyttum göngustígum. Undirlagið er aðallega mold og möl og stundum er gengið á grasi, malbiki, smáu grjóti og einstaka sinnum í stórgrýti.
Á flestum dagleiðum er hægt að ganga hluta af leiðinni og eins er hægt að taka sér frídag hvenær sem er í ferðinni.
Vegabréf - passa að kanna gildistíma tímanlega fyrir flug.
Flugmiða – flugmiðar verða sendir á netföngin ykkar frá Skotgöngu.
Gönguskór – best er að vera í skóm með góðum sóla og einhverjum öklastuðning t.d. utanvegarhlaupaskó. Fyrir þá sem eru ekki í mikilli æfingu eða hafa lent í meiðslum á ökla er æskilegt að vera með hærri gönguskó.
Eins mælum við með að koma með íþróttaskó og/eða sandala til skiptanna.
Bakpoki – það nægir að koma með lítinn bakpoka. Eina sem þarf að bera yfir daginn er vatn, sólarvörn og nesti á þeim göngudögum sem ekki er endað í hádegisverð á veitingastað. Í rigningu bætast við regnföt og þá er eins gott að vera með pokahlíf fyrir bakpokann.
Göngustafir – eru ekki nausynlegir en fyrir þá sem eru vanir að ganga með göngustafi þá mælum við með að taka þá með. Göngustafir dreifa álaginu betur um líkamann og geta dregið úr líkum á hnémeiðslum í göngunum.
Vatnsbrúsi – gott er að koma með vatnsbrúsa eða vatnspoka með slöngu en eins er hægt að kaupa vatn í minni flöskum og hafa með í göngurnar. Mikilvægt er að vökva sig vel í göngum og því er æskilegt að hafa meðferðis tvær hálfs lítra flöskur eða eina 1l flösku á hverjum göngudegi.
Fatnaður – best er að pakka fatnaði sem er léttur og úr efni sem þornar fljótt. Derhúfur eða der eru mikilvæg fyrir sólríka daga og regnfatnað (buxur og jakki/regnslá) ef ske kynni að rignir.
Sólarvörn – takið með sólarvörn sem hentar ykkar húðgerð t.d. fyrir viðkvæma húð er mikilvægt að nota sólarvörn númer 50. Sólarvörn dugar einungis í ákveðinn tíma á húðinni og því er mikilvægt að bera á sig sólarvörn á tveggja tíma fresti yfir daginn. Eins er gott að hafa með aftersun.
Breska kló – breytikló EURO í UK (gott að hafa tvær meðferðis). Þeir sem eiga ekki breytikló geta keypt þær m.a. í ELKO.
Sjúkraveski – Verkjatöflur, second skin, plástrar og fleira.
Annað – gott er að hafa með sólgleraugu, mittistösku fyrir síma og veski, vaðskó (ef tækifæri gefst að ganga landbrúnna frá St. Michael´s Mount), ferðahandklæði (ef einhverjir vilja vaða eða synda í sjónum), sundföt (fyrir þá gististaði sem eru með sundlaug og/eða gufu), litla regnhlíf og góða skapið.
Á flestum stöðum er tekið við kortum en ágætt að vera með einhverja seðla á sér. T.d. þá söfnum við saman þjórfé fyrir bílstjóra í lok ferðar (£10 á mann).
Þau sem eiga gjaldeyri heima (pund), þá þarf að passa að koma ekki út með seðla sem eru ekki lengur í gildi í UK. Þ.a. ef þið eruð með gamla seðla þá er best að fara með þá í viðskipabankann ykkar og athuga hvort þið getið fengið nýja seðla.
Tregenna Castle St Ives**** (2 nætur)
Á hótelinu er veitingastaður, bar, innisundlaug, útisundlaug og heilsulind. Herbergin eru snyrtileg með baðherbergi með sturtu, sjónvarpi, hárblásara og hitakatli.
Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu.
Longboat Inn Penzance*** (2 nætur)
Fjölskyldurekið gistihús með 17 herbergi, bar & veitingastað og bjórgarði. Öll herbergin eru með baðherbergi, sjónvarpi, hárblásara og hitakatli.
Ókeypis internetaðgangur er á gististaðnum.
Grand Hotel Torquay**** (2 nætur)
Á hótelinu er veitingastaður, bar, innisundlaug, útisundlaug og heilsulind. Herbergin eru snyrtileg með baðherbergi með sturtu, sjónvarpi, hárblásara og hitakatli.
Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu.
Red Lion Hotel Salisbury **** (1 nótt)
Hótelið er staðsett í hjarta Salisbury í stuttu göngufæri frá helstu kennileitum borgarinnar. Herbergin eru með baðherbergi með sturtu og eða baði, sjónvarpi, skrifboði, hárblásara, hitakatli, strauborði og straujárni.
Hótelið býður upp á frítt internet.
Vegna BREXIT eru reikisamningar ekki lengur í gildi milli Íslands og Bretlands og nauðsynlegt að útvega sér Ferðapakka Vodafone, Símans eða samsvarandi þjónustu hjá viðeigandi símafyrirtækjum fyrir brottför ef nota á netið í símanum utan hótela. Það má gera með símtali eða í gegnum netspjall við símafyrirtæki sitt.
Þegar reikningar fara yfir ákveðna upphæð þá kemur stundum fyrir að færslan er stoppuð eins og úttektarheimild sé ekki fyrir henni. Flestir bankar eru með eins konar "áhættuþröskuld" á greiðslum, þannig að það þarf að taka hann af tímabundið til að greiðsla gengi í gegn. Svo ef þið lendið í vandræðum með að greiða þá hringið þið í bankann ykkar og látið vita að þið séuð að reyna að greiða reikning til UK og þá opnar bankinn á færsluna.
Við sjáum ekki um að bóka farþega í ákveðin flugsæti en sendum nafnalista til Icelandair ásamt beiðni að þeir sem eru saman í herbergi sitji saman í vélinni.
Vinsamlegast athugið að sætisóskir eru um beiðni að ræða, ekki bókað eða staðfest sæti. Ef vélarbreyting verður skömmu fyrir brottför geta sætisóskir færst til og breyst.
Hægt er að fara inn á vef Icelandair 24 klst. fyrir brottför og innrita sig með bókunarnúmeri. Þá er hægt að skoða hvort hægt sé að velja ný sæti.
Vegna persónuverndar er ekki sendur út þátttökulisti á farþega. Aftur á móti þá verður opnuð Facebook síða fyrir ferðina og þar er ykkur frjálst að gerast meðlimir. Þar getið þið séð ferðafélaga ykkur, sent inn spurningar og deilt myndum í ferðinni.