Your Costa Brava (28. maí) Trip

Gönguferð

Costa Brava (28. maí)

28. maí - 4. júní 2025

Costa Brava er þekkt fyrir fallegar srandlengjur, með fallegum litlum sjávarþorpum og bíður svæðið upp á stórkostlegar gönguleiðir.

Í ferðinni munum við m.a. heimsækja borgina Girona sem er talinn vera falinn fjársjóður Spánar með öllum sínum fallegu byggingum og söfnum.

Við blöndum saman göngu og menningu og gistum við bæði á suður hluta Costa Brava og eins á norður hlutanum við landamæri Frakklands.

Ertu með spurningu um ferðina?

Hér getur þú sent okkur skilaboð

Costa Brava (28. maí)
Costa Brava (28. maí)
Costa Brava (28. maí)
Costa Brava (28. maí)
Costa Brava (28. maí)
Costa Brava (28. maí)
Costa Brava (28. maí)
Costa Brava (28. maí)
Costa Brava (28. maí)
Costa Brava (28. maí)
Costa Brava (28. maí)
Costa Brava (28. maí)
Costa Brava (28. maí)
Costa Brava (28. maí)
Costa Brava (28. maí)
Costa Brava (28. maí)
Costa Brava (28. maí)

Ferðaáætlun

Hvað er innifalið

  • Áætlunarflug með Icelandair KEF-BCN
  • Áætlunarflug með Icelandair BCN-KEF
  • Ein taska hámark 23kg &10kg handfarangur
  • Flugvallarskattar
  • Gisting í 7 nætur með morgunverði
  • 7 kvöldverðir - vín & vatn með mat
  • Nesti á göngudögum
  • Allur akstur skv. dagskrá
  • Innlend fararstjórn á gönguleiðum
  • Íslensk fararstjórn
  • Ferðamannaskattur
  • Skattar & lögboðin tryggingagjöld

Ekki innifalið

  • Ferðatryggingar
  • 2 hádegisverðir
  • Leigubílar (ef einhver vill stytta göngur)
  • Þjórfé fyrir bílstjóra & staðar leiðsögumanns
Fararstjóri

Inga Geirsdóttir

Inga er frá Eskifirði, bjó í Reykjavík um árabil en flutti til Skotlands árið 2003. Þar hóf hún fljótlega að bjóða vinkonum sínum í göngur um skosku Hálöndin. Það vatt hratt upp á sig og í dag leiðir hún ásamt fjölskyldu sinni hópferðir vítt og breitt um Bretland, Írland, Austurríki, Slóveníu, Króatíu, Ítalíu og Spán. Inga er mikill húmoristi og þykir ekkert skemmtilegra en að vera með hópunum sínum.

Fararstjóri

Kristín Geirsdóttir

Kristín hefur verið partur af Skotgöngu frá upphafi. Hún er Eskfirðingur og litla systir Ingu, sem er einn af eigendum Skotgöngu.

Kristín flutti til Reykjavíkur til að mennta sig og þaðan til Svíþjóðar þar sem hún hefur búið síðan 1997 og starfar sem lyfjatæknir.

Hún er mikill göngugarpur, fer flestar ferða sinna á tveimur jafnfljótum og þykir ekki slæmt að fá að vera aðstoðarmaður stóru systur í hinum ýmsu ferðum.

FAQs