Ferðin mín

Fjölbreytt dagskrá fyrir þær vilja vera í skemmtilegum hópi kvenna og hafa gaman. Þar verður ýmislegt brallað s.s. skoðunarferðir, hannyrðahorn, léttar göngur, sundleikfimi, út á lífið, leikur og gleði. Þessi ferð er tilvalin fyrir konur á öllum aldri og eru stakar konur sérstaklega hvattar til að koma, taka þátt og mynda ný vinabönd.
Ertu með spurningu um ferðina?

Hér getur þú sent okkur skilaboð

Ferðaáætlun

Skemmtun, sól & sæla á Albir

Flug FI584 með Icelandair kl. 16:25 og lent í Alicante kl. 22:55. Helga flýgur með hópnum út og Inga tekur á móti hópnum á Alicante flugvelli. Þaðan er ekið á Albir Playa Hotel & Spa****.

4 tímar & 30 mín
1 tími

Kynning á hóteli og síðan er boðið upp á göngu um svæðið. Rölt er á verslunargötuna í Albir og niður að strönd. Þar er hægt að setjast í drykk eða hádegisverð áður en farið er aftur heim á hótel.

Í sundlaugargarðinum verður í boði vatnsleikfimi, teygjur og slökun fyrir þær sem vilja. Síðan verður hópnum skipt upp í létt og skemmtilegt hópaverkefni.

Sameiginlegur kvöldverður á hóteli.

Gengið frá hóteli á sunnudagsmarkaðinn og þar er frjáls tími til að skoða sig um og versla. Markaðurinn er opinn frá 10:00- 14:00.

Eftir það er gengið niður að strönd og þar verður boðið upp á sjósund fyrir þær sem vilja. Eins verður í boði strandganga fyrir áhugasamar (4 km).

Seinnipartinn verður hannyrðahorn/ samverustund á hótelinu.

Sameiginlegur kvöldverður á hóteli.

Ekið frá hóteli að Klein-Schreuder Sculpture Garden sem er fallegur garður með 36 skúlptúrum og ýmsum miðjarðarhafs plöntum.

Eftir það stoppum við í prjónabúð fyrir þær sem hafa áhuga á að skoða garn og uppskriftir og síðan er ekið Altea og þar verður frjáls tími að skoða sig um og fá sér hádegisverð.

Seinnipartinn verður boðið upp á vatnsleikfimi, teyjur & slökun í sundlaugargarðinum, hannyrðahorn og frjálsan tíma.

Frjáls tími – njótið dagsins!

Tilvalið að nýta sér aðstöðuna á hótelinu og skella sér í SPA eða nudd, liggja í sólbaði, lesa, prjóna eða versla. Eins er hægt að taka leigubíl til Benidorm sem er oft kölluð New York Evrópu eða í verslunarmiðstöðina Centro Comercial La Marina.

Í dag verður í boði bæði ganga og sjósund. Gangan að El Faro vitanum eru 9 km alls en hægt er að ganga hluta af leiðinni og snúa við hvenær sem er. Frá vitanum er gríðarlega fallegt útsýni.

Þegar heim er komið verður vatnsleikfimi, teygjur & slökun og eins verður hannyrðahornið/ samverustundin á sínum stað.

Sameiginlegur kvöldverður á hóteli.

Lagt er af stað með rútu til Guadalest sem er eitt sérstæðasta fjallaþorp Spánar. Í þorpinu er frjáls tími og tilvalið að skoða sig um, fá sér hádegisverð og kíkja í söfn.

Þegar heim er komið verður í boði vatnsleikfimi og hannyrðahorn og um kvöldið verður síðan fordrykkur og skemmtidagskrá á hótelinu. Þema kvöldsins er BLEIKT.

Frjáls dagur. Sameiginlegur kvöldverður á hóteli og tékkað út af herbergjum rétt fyrir brottför. Kl. 20:00 er ekið frá hóteli til Alicante flugvallar. Flug FI585 kl. 23:50 og lent kl. 02:35 (+1).

1 tími
4 tímar & 45 mín

Hvað er innifalið

    Ekki innifalið

      Algengar spurningar

      Þó við getum aldrei treyst á veðrið þá er meðalhitinn á Albir um 19° í október.

      Albir Playa Hotel & Spa er 4**** hótel á frábærum stað rétt við ströndina í Albir. Það tekur örfáar mínútur að rölta á ströndina sem er steinvöluströnd. Þjónustan á hótelinu er afar fjölbreytt og því flestir sem geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

      Það er útisundlaug í hótelgarðinum en einnig er innisundlaug og heilsulind. Á hverju herbergi er sjónvarp, hárþurrka, ísskápur/minibar, svalir og þráðlaust net án endurgjalds.

      Ef einhver kemst ekki í þá ferð sem viðkomandi hefur bókað, er ekki hægt að færa innáborgunina yfir á aðra ferð. Við mælum með því að fólk skoði forfallatryggingar sem tengjast kredikortum sínum eða skaffi sér sérstaka ferðatryggingu þar sem innáborgun á ferð er óafturkræf.

      Vegabréf – passa að kanna gildistíma tímanlega fyrir flug.

      Flugmiða – flugmiðar verða sendir á netföngin ykkar frá Skotgöngu.

      Leyninúmeri (PIN) fyrir kredit/debet kort – ATH Geymið ekki númerið hjá kortunum

      Evrópsku sjúkratryggingakorti - umsókn og upplýsingar er að finna á vefslóðinni: http://www.sjukra.is eða í síma 515-0000 (kortið gildir í 3 ár).

      Vinsamlegast athugið að þetta kort kemur ekki í staðinn fyrir ferðatryggingu.

      Lyf – ef einhver eru (passa að hafa þau í handfarangri í flugi).  

      Fatnaður – léttir gönguskór, derhúfa/höfuðfat, ýmis fatnaður, íþróttaskór & sandalar, léttur regnfatnaður og sundföt. 

      Annað – sólgleraugu, sólarvörn & aftersun, hannyrðir og mittisbudda/innáveski.

      Við sjáum ekki um að bóka farþega í ákveðin flugsæti en sendum nafnalista til Icelandair ásamt beiðni að þeir sem eru saman í herbergi sitji saman í vélinni.

      Vinsamlegast athugið að sætisóskir eru um beiðni að ræða, ekki bókað eða staðfest sæti. Ef vélarbreyting verður skömmu fyrir brottför geta sætisóskir færst til og breyst.

      Hægt er að fara inn á vef Icelandair 24 tímum fyrir brottför og innrita sig með bókunarnúmeri. Þá er hægt að skoða hvort hægt sé að velja ný sæti.

      Vegna persónuverndar er ekki sendur út þátttökulisti á farþega. Aftur á móti þá munum við gera lokaða Facebook síðu fyrir ferðina og þar er ykkur frjálst að gerast meðlimir. Þar getið þið séð ferðafélaga ykkur, sent inn spurningar og deilt myndum í ferðinni.