Dekurferð - Tenerife (12. nóv)
Fjölbreytt dagskrá fyrir þær vilja vera í skemmtilegum hópi kvenna og hafa gaman. Hér erum við komnar til að njóta og kynnast nýjum konum og eru stakar konur sérstaklega hvattar til þess að skrá sig.
Puerto de la Cruz hefur endalaust upp á eitthvað að bjóða, fallegar þröngar götur með fagurlega máluðum húsum í öllum regnbogans litum og er hvergi skemmtilegra að fara á kvöldrölt en þar.
Ertu með spurningu um ferðina?
Hér getur þú sent okkur skilaboð
Ferðaáætlun
Flug FI580 með Icelandair kl. 08:40 og lent á Tenerife kl. 14:05. Helga kemur með hópnum út og Inga tekur á móti
hópnum á Tenerife flugvelli. Þaðan er ekið á Hotel AF Valle Orotava**** í Puerto de la Cruz.
Kl. 18:00 er kynningarfundur á barnum.
Sameiginlegur kvöldverður á hóteli.
Kl. 10:00 býður Inga upp á kynningargöngu um svæðið. Gengið er frá hóteli og að gamla bænum sem er fallegur með sínum einstaka stíl og karakter.
Milli 16:30 og 17:00 er Helga með vatnsleikfimi, teyjur og slökun í sundlauginni á þaki hótelsins. Eftir það, eða kl. 17:30 hittist hópurinn í hannyrðahorninu í hópaverkefni.
Kl. 09:00 er ekið í ca. 30 mín til Icod de los Vinos, þar sem við munum heimsækja vinsælt fiðrildasafn með meira en 800 fiðrildum.
Eftir það er frjáls tími og þá er hægt að skoða El drago, sem er talið vera elsta drekatré í heimi, setjast í hádegisverð og skoða sig um eða kíkja í verslanir.
Síðan tekur við um hálftíma akstur á bananabúgarðinn í La Orotava og þar fáum við leiðsögn um garðinn, fáum að vita allt um bananaræktun. Þaðan eru 15 mín á hótel.
Síðan er frjáls tími tilvalið að taka leigubíl í ca. 15 mínútur til Centro Comercial La Villa. Vatnsleikfimi kl. 16:30- 17:00 og hannyrðahorn frá 17:30- 19:00.
Við byrjum daginn á morgungöngu meðfram strandlengjunni og sjósundi. Síðan er frjáls tími og tilvalið að fá sér hádegisverð í bænum, skoða sig um og kíkja í einhverjar af verslununum sem þar eru.
Hannyrðahornið á sínum stað frá 17:00- 18:30.
Eftir kvöldmatinn röltum við saman um miðbæinn en þar er að finna mikið af tónlistarfólki úti á götu og margir staðir bjóða upp á að dansa. Tilvalið að setjast inn á einn staðinn í einhvern flottan drykk og njóta lífsins.
Frjáls dagur - njótið dagsins!
Hægt er að slappa af á hótelinu, rölta um bæinn eða heimsækja Loro Parque sem hefur oft verið valinn besti dýragarður í heimi.
Boðið verður upp á göngu með fararstjóra fyrir hádegi á flóamarkaðinn el Rastro sem er opinn alla laugardaga fyrir áhugasamar.
Kl. 09:30 er gengið að orkíteugarðinum Jardin de Orquideas. Við skoðum okkur þar um stund og göngum svo saman að grasagarðinum Jardín Botánico. Frjáls tími til að skoða sig um garðinn.
Á leiðinni til baka er stoppað við litríkar tröppur sem voru málaðar til heiðurs Agatha Christie. Hver trappa táknar einn af bókakjölum bóka hennar en Agatha hreifst mjög af Puerto de La Cruz, þegar hún kom þangað 1927.
Eftir hádegi er í boði sundleikfimi kl. 16:30 og hannyrðahornið á sínum stað milli 17:00 og 18:30.
Kl. 09:30 er gengið frá hóteli og meðfram ströndinni. Þar ætlar Helga að bjóða þeim sem vilja í sjósund og aðrar geta rölt lengra með Ingu.
Síðan er frjáls tími. Tilvalið að nýta sér aðstöðuna á hótelinu, leggjast í sólbað eða á efstu hæð hótelsins eða fara í SPA. Eins er hægt að fara í Lago Martiánez sem er fallegur sundlaugargarður við sjóinn.
Kl. 16:00 hittumst við i hannyrðahorninu.
Við hittumst síðan í sal á hóteli kl. 18:00 og við skorum á allar að klæðast einhverju bleiku um kvöldið. Gaman saman í sal á hótelinu og síðan förum við saman út að borða um kvöldið.
Frjáls dagur fram að brottför. Kl. 11:00 er ekið frá hóteli til Tenreife flugvallar. Flug FI581 kl. 15:05 og lent kl. 20:35.
Hvað er innifalið
- Áætlunarflug með Icelandair KEF-TFS
- Áætunarflug með Icelandair TFS-KEF
- Ein taska hámark 23kg 10kg handfarangur
- Flugvallarskattar
- Gistingar með morgunverði í 7 nætur
- 6 kvöldverðir á hóteli
- 1 kvöldverður á veitingastað
- Allur akstur skv. dagskrá
- Sundleikfimi & sjósund
- Aðgangseyrir í fiðrildasafnið
- Aðgangseyrir í grasagarðinn
- Aðgangseyrir í orkíteugarðinn
- Aðgangseyrir á bananabúgarðinn
- Íslensk fararstjórn
- Skattar & tryggingagjöld í UK
Ekki innifalið
- Hádegisverðir
- Drykkir með mat
- Ferðatryggingar
- Þjórfé fyrir bílstjóra í skoðunarferðum
Inga Geirsdóttir
Helga Unnarsdóttir
Algengar spurningar
Veðurfar fyrir norðan er oft á mildara og að margra mati þægilegra loftslag þar sem meðalhiti er í kringum 16- 21 stig á daginn yfir vetrar mánuðina. Hægt er að framlengja ferðina og njóta sólinarinnar á suðurhlutanum en þar er hitastig jafnt allan ársins hring með hita um 20- 22 gráður.
Hotel AF Valle Orotava er fjögurra stjörnu gisting í hjarta Puerto de la Cruz. Hótelið er nýuppgert með veitingastað, börum og sundlaug á þaki hótelsins með stórkostlegu útsýni yfir bæinn.
Herbergin eru rúmgóð, með ísskáp, sjónvarpi, skrifborði og fataskáp. Öll herbergin eru með svalir og sér baðherbergi með sturtu og hárblásara.
Ókeypis WiFi og reglulega er skemmtidagskrá á hótelbarnum á kvöldin.
Ef einhver kemst ekki í þá ferð sem viðkomandi hefur bókað, er ekki hægt að færa innáborgunina yfir á aðra ferð. Við mælum með því að fólk skoði forfallatryggingar sem tengjast kredikortum sínum eða skaffi sér sérstaka ferðatryggingu þar sem innáborgun á ferð er óafturkræf.
Vegabréf – passa að kanna gildistíma tímanlega fyrir flug.Flugmiða – flugmiðar verða sendir á netföngin ykkar frá Skotgöngu.
Leyninúmeri (PIN) fyrir kredit/debet kort – ATH Geymið ekki númerið hjá kortunum
Evrópsku sjúkratryggingakorti - umsókn og upplýsingar er að finna á vefslóðinni: http://www.sjukra.is eða í síma 515-0000 (kortið gildir í 3 ár).
Vinsamlegast athugið að þetta kort kemur ekki í staðinn fyrir ferðatryggingu.
Lyf – ef einhver eru (passa að hafa þau í handfarangri í flugi).
Fatnaður – léttir gönguskór, derhúfa/höfuðfat, ýmis fatnaður, íþróttaskór & sandalar, léttur regnfatnaður og sundföt.
Annað – sólgleraugu, sólarvörn & aftersun, hannyrðir og mittisbudda/innáveski.
Við mælum með að hafa með einhvern gjaldeyri í ferðina (evrur).
Þegar reikningar fara yfir ákveðna upphæð þá kemur stundum fyrir að færslan er stoppuð eins og úttektarheimild sé ekki fyrir henni. Flestir bankar eru með eins konar "áhættuþröskuld" á greiðslum, þannig að það þarf að taka hann af tímabundið til að greiðsla gengi í gegn. Svo ef þið lendið í vandræðum með að greiða þá hringið þið í bankann ykkar og látið vita að þið séuð að reyna að greiða reikning til UK og þá opnar bankinn á færsluna.
Við sjáum ekki um að bóka farþega í ákveðin flugsæti en sendum nafnalista til Icelandair ásamt beiðni að þeir sem eru saman í herbergi sitji saman í vélinni.
Vinsamlegast athugið að sætisóskir eru um beiðni að ræða, ekki bókað eða staðfest sæti. Ef vélarbreyting verður skömmu fyrir brottför geta sætisóskir færst til og breyst.
Hægt er að fara inn á vef Icelandair 24 tímum fyrir brottför og innrita sig með bókunarnúmeri. Þá er hægt að skoða hvort hægt sé að velja ný sæti.
Vegna persónuverndar er ekki sendur út þátttökulisti á farþega. Aftur á móti þá munum við gera lokaða Facebook síðu fyrir ferðina og þar er ykkur frjálst að gerast meðlimir. Þar getið þið séð ferðafélaga ykkur, sent inn spurningar og deilt myndum í ferðinni.