Ferðin mín

Gengið framhjá hæsta fjalli Bretlandseyja (Ben Nevis), fylgt stærsta jarðfræðilega misgengi Bretlands og meðfram frægasta vatni Bretlands (Loch Ness). Gangan endar í Inverness, sem er nyrsta borg Skotlands og höfuðborg Hálandanna. Mikið af göngunni er meðfram siglingarleiðinni Calendonian Canal, en smíði hennar þykir eitt mesta verkfræðilega afrek Viktoríutímans í Skotlandi.
Ertu með spurningu um ferðina?

Hér getur þú sent okkur skilaboð

Ferðaáætlun

125 km löng gönguleið frá Fort William til Inverness

Flug FI430 með Icelandair klukkan 10:15 til Glasgow. Lent klukkan 13:30 og frá flugvelli er ekið til Fort William, sem er 10.000 manna bær við rætur Ben Nevis (hæsta fjall Bretlandseyja) í Hálöndum Skotlands. Gist í Fort William næstu 2 næturnar á Alexandra Hotel.

Sameiginlegur kvöldverður á hóteli kl. 19:30.

2 tímar & 15 mín
3 tímar

Morgunverðarhlaðborð á hóteli frá 07:00.

Kl. 09:00 er lagt af stað frá hóteli og er þessi dagur þægilegur í göngu. Gengið að Inverlochy kastala (byggður 1260) og hann skoðaður. Síðan gengið að Neptune's Staircase skipastiganum og áfram upp með Caledonian Canal til Gairlochy. Þaðan er keyrt aftur til Fort William (ca. 30 mín). Áætlaður komutími til Fort William kl. 15:00.

Frjáls eftirmiðdagur og kvöld í Fort William.

19,5 km
hækkun 73 m/ lækkun 47 m

Morgunverðarhlaðborð á hóteli frá 07:00.

Kl. 09:00 er ekið frá Fort William til Gairlochy. Gengið frá Gairlochy til South Laggan. Frekar létt ganga þennan daginn meðfram Loch Lochy vatninu til South Laggan. Kl. 15:30 sækir rúta okkur og ekið er í ca. 30 mín til Fort Augustus. Þar verður gist næstu 2 nætur. Hópnum er skipt á 2 gistihús í stuttu göngufæri við hvort annað, Lorien House og Loch Ness Guest House.

Sameiginlegur kvöldverður á Loch Inn kl. 19:00.

20 km
hækkun 311 m/ lækkun 303 m

Morgunverður á gististöðum frá 08:00.

Kl. 09:45 er ekið frá Fort Augustus til South Laggan (ca. 30 mín). Gengið meðfram Loch Oich vatni í skóglendi áleiðis til Fort Augustus.

Frjáls eftirmiðdagur og kvöld í Fort Augustus.

19 km
hækkun 288 m/ lækkun 309 m

Morgunverður á gististöðum frá 08:00.

Um morguninn gefst kostur á að fara í siglingu um Loch Ness áður en lagt er af stað í gönguna. Þeir sem vilja fara í siglingu mæta við Cruise Loch Ness fyrir 09:50 þar sem hægt er að kaupa sér miða í bátinn (ca. £20 á mann). Siglingin er frá 10:00- 10:50 þ.a. þeir sem ætla ekki í siglingu hitta hópinn við Cruise Loch Ness kl. 10:50. Þaðan er lagt af stað í göngu dagsins og gengið er meðfram Loch Ness. Á þessari dagleið má sjá einu eyjuna á vatninu (Cherry Island) sem er reyndar örsmá. Gengið í skógi áleiðis til Invermoriston, sem er lítill bær við Loch Ness. Þar verður gist um nóttina á Glemoriston Arms Hotel.

Sameiginlegur kvöldverður á hóteli kl. 19:00.

12,5 km
hækkun 514 m/ lækkun 488 m

Morgunverður frá 07:30 og lagt af stað í göngu kl. 09:00.

Áfram er þrammað meðfram Loch Ness - á þessari dagleið er mjög gott útsýni yfir Great Glen. Áningarstaður þennan daginn er Drumnadrochit, sem er vinalegur bær og þar er hægt að kynna sér sögu Nessie (Loch Ness skrýmslisins). Örstutt frá bænum er hinn stórkostlegi Urquhart kastali sem upphaflega var byggður 1250. Gist er á Loch Ness Inn í Drumnadrochit.

Sameiginlegur kvöldverður á Loch Ness Inn kl. 20:00.

21,5 km
hækkun 694 m/ lækkun 709 m

Morgunverður kl. 07:30.

Í dag er lagt í lokaáfanga leiðarinnar kl. 09:00. Þetta er lengsti dagur göngunnar en að sama skapi afskaplega skemmtilegur - hér er hæsti punktur leiðarinnar sem býður upp á stórkostlegt útsýni. Á lokakaflanum er gengið frá Loch Ness til Inverness, höfuðborgar Hálandanna. Gangan endar við Inverness kastala. Gist er á Premier Inn Milburn Road í Inverness.

Sameiginlegur kvöldverður á hóteli kl. 20:00.

32,5 km
hækkun 570 m/ lækkun 582 m

Morgunverður á hóteli kl. 08:00.

Kl. 09:00 er farið með rútu frá Inverness til Glasgow. Gist er á Motel One í miðborg Glasgow.

Frjáls dagur og kvöld í Glasgow.

3 tímar 

Morgunverður á hóteli milli 07:00 og 11:00.

Kl. 11:00 er ekið frá hóteli upp á Glasgow flugvöll. Flug FI431 með Icelandair frá Glasgow kl. 14:25 og lent í kl. 15:45.

20 mín
2 tímar & 15 mín

Hvað er innifalið

  Ekki innifalið

   Algengar spurningar

   Göngustígarnir eru að mestu meðfram kanal á malarstígum og skógarstígum meðfram Loch Ness. Þegar gengið er inn í og úr bæjum er eins gengið á malbiki. 

   Það er ekki hægt að ganga hluta af dagleið en hægt að taka sér frídag hvenær sem er í ferðinni. 

   Vegabréf – passa að kanna gildistíma tímanlega fyrir flug.

   Flugmiða – flugmiðar verða sendir á netföngin ykkar frá Skotgöngu.

   Gönguskór – best er að vera í skóm með góðum sóla og einhverjum öklastuðning t.d. utanvegarhlaupaskó. Fyrir þá sem eru ekki í mikilli æfingu eða hafa lent í meiðslum á ökla er æskilegt að vera með hærri gönguskó. Eins mælum við með að koma með íþróttaskó og/eða sandala til skiptanna. 

   Bakpoki – það nægir að koma með lítinn bakpoka. Eina sem þarf að bera yfir daginn er vatn, sólarvörn og nesti og regnföt. Eins er gott að hafa með flugnaáburð og flugnanet.

   Göngustafir – eru ekki nausynlegir en fyrir þá sem eru vanir að ganga með göngustafi þá mælum við með að taka þá með.  Göngustafir dreifa álaginu betur um líkamann og geta dregið úr líkum á hnémeiðslum í göngunum.

   Vatnsbrúsi – gott er að koma með vatnsbrúsa eða vatnspoka með slöngu en eins er hægt að kaupa vatn í minni flöskum og hafa með í göngurnar. Mikilvægt er að vökva sig vel í göngum og því er æskilegt að hafa meðferðis a.m.k. tvær hálfs lítra flöskur eða eina 1l flösku á hverjum göngudegi.

   Fatnaður – best er að pakka fatnaði sem er léttur og úr efni sem þornar fljótt. Derhúfur eða der eru mikilvæg fyrir sólríka daga og regnfatnað (buxur og jakki/regnslá).

   Sólarvörn – takið með sólarvörn sem hentar ykkar húðgerð t.d. fyrir viðkvæma húð er mikilvægt að nota sólarvörn númer 50.  Sólarvörn dugar einungis í ákveðinn tíma á húðinni og því er mikilvægt að bera á sig sólarvörn á tveggja tíma fresti yfir daginn. Eins er gott að hafa með aftersun. 

   Breska kló – breytikló EURO í UK (gott að hafa tvær meðferðis). Þeir sem eiga ekki breytikló geta keypt þær m.a. í ELKO. 

   Sjúkraveski – verkjatöflur, second skin, plástrar og fleira.

   Annað – gott er að hafa með sólgleraugu, mittistösku fyrir síma & veski pg litla regnhlíf.

   Á flestum stöðum er tekið við kortum en ágætt að vera með einhverja seðla á sér. T.d. þá söfnum við saman þjórfé fyrir bílstjóra í lok ferðar (£5 á mann).

   Þau sem eiga gjaldeyri heima (pund), þá þarf að passa að koma ekki út með seðla sem eru ekki lengur í gildi í UK. Þ.a. ef þið eruð með gamla seðla þá er best að fara með þá í viðskipabankann ykkar og athuga hvort þið getið fengið nýja seðla.

   Gist er á hótelum og minni gistihúsum í ferðinni. Á öllum gististöðum eru baðherbergin með sturtu/baði, sjónvarpi, hárblásara og te & kaffi aðstöðu. Á flestum stöðum er frítt internet en athugið að í Hálöndunum getur netsamband verið slakt. Ekki er alltaf netsamband á herbergjum en yfirleitt í öllum lobbíum.

   Vegna BREXIT eru reikisamningar ekki lengur í gildi milli Íslands og Bretlands og nauðsynlegt að útvega sér Ferðapakka Vodafone, Símans eða samsvarandi þjónustu hjá viðeigandi símafyrirtækjum fyrir brottför ef nota á netið í símanum utan hótela. Það má gera með símtali eða í gegnum netspjall við símafyrirtæki sitt.

   Þar sem er gengið mikið meðfram vötnum er gott að hafa með flugnanet og flugnasprey. Gott er að byrja að taka ofnæmistöflur ca. 2 vikum fyrir komu til að forðast kláða ef fólk er viðkvæmt fyir mýflugum. 

   Þegar reikningar fara yfir ákveðna upphæð þá kemur stundum fyrir að færslan er stoppuð eins og úttektarheimild sé ekki fyrir henni. Flestir bankar eru með eins konar "áhættuþröskuld" á greiðslum, þannig að það þarf að taka hann af tímabundið til að greiðsla gengi í gegn. Svo ef þið lendið í vandræðum með að greiða þá hringið þið í bankann ykkar og látið vita að þið séuð að reyna að greiða reikning til UK og þá opnar bankinn á færsluna.

   Við sjáum ekki um að bóka farþega í ákveðin flugsæti en sendum nafnalista til Icelandair ásamt beiðni að þeir sem eru saman í herbergi sitji saman í vélinni.

   Vinsamlegast athugið að sætisóskir eru um beiðni að ræða, ekki bókað eða staðfest sæti. Ef vélarbreyting verður skömmu fyrir brottför geta sætisóskir færst til og breyst.

   Hægt er að fara inn á vef Icelandair 24 klst. fyrir brottför og innrita sig með bókunarnúmeri. Þá er hægt að skoða hvort hægt sé að velja ný sæti.

   Vegna persónuverndar er ekki sendur út þátttökulisti á farþega. Aftur á móti þá verður opnuð Facebook síða fyrir ferðina og þar er ykkur frjálst að gerast meðlimir. Þar getið þið séð ferðafélaga ykkur, sent inn spurningar og deilt myndum í ferðinni.