Ferðin mín

Gönguferð

Heilsuvika á Tenerife (19. nóv)

19. - 26. nóvember 2024

Fjölbreytt og heilsueflandi dagskrá, alhliða hreyfing í styrk og úthaldi með Hinriki Páls, kraflyftingarþjálfara og hinum glaðværa fararstjóra Ingu Geirs.

Hinrik heldur vandað námskeið um næringu og býður upp á styrktaræfingar. Að auki er hægt að bóka tíma í frekari ráðgjöf og/eða einkaþjálfun. Inga sér síðan um skemmtilegar gönguferðir fyrir hópinn í nágrenni Los Cristianos og í Canadas þjóðgarðinum.  

Ferðin er fyrir fólk 35+, sem vilja fræðast betur um hvernig hægt er að nota næringu til að ná betri árangri, eru virk í hreyfingu eða vilja efla heilsusamlegan lífstíl.

Ertu með spurningu um ferðina?

Hér getur þú sent okkur skilaboð

Heilsuvika á Tenerife (19. nóv)
Heilsuvika á Tenerife (19. nóv)
Heilsuvika á Tenerife (19. nóv)
Heilsuvika á Tenerife (19. nóv)
Heilsuvika á Tenerife (19. nóv)
Heilsuvika á Tenerife (19. nóv)
Heilsuvika á Tenerife (19. nóv)
Heilsuvika á Tenerife (19. nóv)
Heilsuvika á Tenerife (19. nóv)
Heilsuvika á Tenerife (19. nóv)
Heilsuvika á Tenerife (19. nóv)
Heilsuvika á Tenerife (19. nóv)
Heilsuvika á Tenerife (19. nóv)
Heilsuvika á Tenerife (19. nóv)
Heilsuvika á Tenerife (19. nóv)
Heilsuvika á Tenerife (19. nóv)
Heilsuvika á Tenerife (19. nóv)

Ferðaáætlun

Styrkur, næring, sól & útivera í Los Cristianos

Flug FI580 með Icelandair kl. 08:40 og lent á Tenerife kl. 14:05. Fararstjórar taka á móti hópnum á Tenerife flugvelli og ekið er til Los Cristianos.

Kl. 17:00 er boðið upp á stutta göngu um svæðið og síðan er kynningarfundur á barnum og sameiginlegur kvöldverður.

5 tímar & 25 mín
15 mín

Næringarfyrirlestur á hóteli frá 09:00- 10:00.

Kl. 11:00 er boðið upp á styrktaræfingar með Hinrik í líkamsræktarstöðinni HAMMER sem er í ca. 10 mín göngufæri við hótelið.

Kl. 15:00 býður Inga upp á létta göngu til Playa de Las Americas. Þau sem vilja geta gengið til baka eða taka leigubíl á hótelið.

Eftir það er frjáls tími það sem eftir er dags.

Kl. 09:00 er lagt af stað frá hóteli að Montaña Guaza og gengið upp á fjallið. Meðal erfið ganga og ekkert príl. Frábært útsýni hvert sem litið er og á góðum degi sést yfir til eyjanna Gran Canary og La Gomera.

9 km
hækkun/ lækkun 400 m


Næringarfyrirlestur á hóteli frá 09:00- 10:00.

Kl. 11:00 er boðið upp á styrktaræfingar með Hinrik í HAMMER.

Frjáls tími það sem eftir er dags - upplagt í útiveru, sól, göngutúr, hjólatúr, spa eða nudd.

Rúta frá hóteli upp í Las Canadas þjóðgarðinn. Gönguleiðin byrjar í 2112 m hæð og mikilvægt er að hafa með sér hlýjan fatnað þar sem getur verið vindasamt við fjallið.

Gengið er á sandstígum milli fagurlega lagaðra keltta í miðjum þjóðgarðinum. Þægilegir stígar og hraðgengin leið.

Við munum enda gönguna við Parador þar sem við getum sest niður og fengið okkur hressingu áður en ekið er aftur heim á hótel.

2 tímar alls
7 km

Frjáls dagur – njótið dagsins!

Tilvalið að kíkja á sunnudagsmarkaðinn sem er til hliðar við hótelið, fara í siglingu, skreppa í Siam Mall eða slappa af.

Næringarfyrirlestur á hóteli frá 09:00- 10:00.

Kl. 11:00 er boðið upp á styrktaræfingar með Hinrik í HAMMER.

Kl. 15:00 býður Inga upp á létta göngu upp á Montaña Chayofita.

Siðan er sameiginlegur lokakvöldverður á hóteli.

5 km
hækkun/ lækkun 60 m

Ekið frá hóteli á flugvöll.

Flug FI581 með Icelandair kl. 15:05 og lent kl. 20:35

15 mín
5 & ½ tími

Hvað er innifalið

 • Áætlunarflug með Icelandair KEF-TFS
 • Áætunarflug með Icelandair LFS-KEF
 • Ein taska hámark 23kg & 10kg handfarangur
 • Flugvallarskattar
 • Gisting með morgunverði í 7 nætur
 • 7 kvöldverðir á hóteli
 • Allar rútur samkvæmt dagskrá
 • Fræðslustundir í sal á hóteli
 • Styrktarþjálfun í 3 daga
 • Íslensk fararstjórn allan tíman
 • Skattar & tryggingagjöld í UK

Ekki innifalið

 • Einkaþjálfun/ ráðgjöf (valfrjálst)
 • Vikupassi í Hammer €45 (valfrjálst)
 • Hádegisverðir
 • Drykkir með mat
 • Ferðatryggingar
 • Þjórfé fyrir rútubílstjóra í dagsferð
Fararstjóri

Inga Geirsdóttir

Inga er frá Eskifirði, bjó í Reykjavík um árabil en flutti til Skotlands árið 2003. Þar hóf hún fljótlega að bjóða vinkonum sínum í göngur um skosku Hálöndin. Það vatt hratt upp á sig og í dag leiðir hún ásamt fjölskyldu sinni hópferðir vítt og breitt um Bretland, Írland, Austurríki, Slóveníu, Króatíu, Ítalíu og Spán. Inga er mikill húmoristi og þykir ekkert skemmtilegra en að vera með hópunum sínum.

Fararstjóri

Hinrik Pálsson

Hinrik er kraftlyftingaþjálfari og næringarþjálfari. Hann hefur á undanförnum árum unnið með íþróttamönnum í ýmsum íþróttagreinum við að bæta næringu til að hámarka árangur og endurheimt.

Einnig hefur hann verið þjálfari í mörgum landsliðsverkefnum hjá Kraftlyftingasambandinu. Hann er sjálfur keppandi í kraftlyftingum í öldungaflokki, en hefur mikla ánægju af fjölbreyttri hreyfingu og útivist.

Nánari upplýsingar hér - hinrikp.is

Algengar spurningar

Á Tenerife er hitastigið nokkuð jafnt allt árið. Í nóvember er meðal­hit­inn á suðurhluta Tenerife um  23°C. 

Spring Arona Gran & up! er staðsett á rólegum stað í Los Cristianos. Hótelið er við strandlengjuna og er með frábært útsýni út á haf.

Heimilisfang - Avenida Juan Carlos I, 38, 38650, Arona (Santa Cruz de Tenerife)

Spring Arona Gran er fjögurra stjörnu hótel fyrir 18+ og er sérstaklega heillandi og fallegt, blómum prýtt með mörgum huggulegum svæðum til samveru.

Herbergin eru snyrtileg með baðherbergi, sjónvarpi, síma, hárblásara, ísskápi, öryggishólfi (gegn gjaldi), loftkælingu og svölum. Öllum herbergjum fylgja náttsloppar, inniskór og sundlaugarhandklæði.

Á hótelinu eru tvær upphitaðar sundlaugar með sólbaðsaðstöðu og sundlaugarbar, heilsulind þar sem hægt er að kaupa allskyns meðferðir og nudd, þá er einnig að finna líkamsrækt þar sem m.a. er hægt að bóka sig í jóga og fleira.

Hótelið býður upp á hálft fæði (morgun- og kvöldverð) sem er innifalið í verði. Boðið er upp á flott hlaðborð þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Ókeypis wifi er á öllu hótelinu fyrir gesti. Skemmtidagskrá er á kvöldin.

Þau sem hafa áhuga á að uppfæra herbergi geta sent okkur fyrirspurn og við getum kannað hvað kostar að uppfæra herbergið.

Ef einhver kemst ekki í þá ferð sem viðkomandi hefur bókað, er ekki hægt að færa innáborgunina yfir á aðra ferð. Við mælum með því að fólk skoði forfallatryggingar sem tengjast kredikortum sínum eða skaffi sér sérstaka ferðatryggingu þar sem innáborgun á ferð er óafturkræf.

Vegabréf – passa að kanna gildistíma tímanlega fyrir flug.

Flugmiða – flugmiðar verða sendir á netföngin ykkar frá Skotgöngu.

Leyninúmeri (PIN) fyrir kredit/debet kort – ATH Geymið ekki númerið hjá kortunum

Evrópsku sjúkratryggingakorti - umsókn og upplýsingar er að finna á vefslóðinni: http://www.sjukra.is eða í síma 515-0000 (kortið gildir í 3 ár).

Vinsamlegast athugið að þetta kort kemur ekki í staðinn fyrir ferðatryggingu.

Lyf – ef einhver eru (passa að hafa þau í handfarangri í flugi).  

Fatnaður – léttir gönguskór, derhúfa/höfuðfat, ýmis fatnaður, íþróttaskór & sandalar, léttur regnfatnaður og sundföt. 

Annað – sólgleraugu, sólarvörn & aftersun, mittisbudda/innáveski og góða skapið.

Við mælum með að hafa með einhvern gjaldeyri í ferðina (evrur). 

Við sjáum ekki um að bóka farþega í ákveðin flugsæti en sendum nafnalista til Icelandair ásamt beiðni að þeir sem eru saman í herbergi sitji saman í vélinni.

Vinsamlegast athugið að sætisóskir eru um beiðni að ræða, ekki bókað eða staðfest sæti. Ef vélarbreyting verður skömmu fyrir brottför geta sætisóskir færst til og breyst.

Hægt er að fara inn á vef Icelandair 24 tímum fyrir brottför og innrita sig með bókunarnúmeri. Þá er hægt að skoða hvort hægt sé að velja ný sæti.

Vegna persónuverndar er ekki sendur út þátttökulisti á farþega. Aftur á móti þá munum við gera lokaða Facebook síðu fyrir ferðina og þar er ykkur frjálst að gerast meðlimir. Þar getið þið séð ferðafélaga ykkur, sent inn spurningar og deilt myndum í ferðinni.