Ferðin mín

Gönguferð

Króatía (2. okt)

2. - 9. oktober 2024

Dalmatía í austurhluta Króatíu liggur að Adríahafi og er vinsælt ferðamannasvæði bæði fyrir sóldýrkendur og útivistafólk sem nýta sér fjölmargar fallegar gönguleiðir á svæðinu.

Gengið er í 4 daga við Makarska stöndina og í hlíðum og fjöllum Dalmatíu. Að auki verður boðið uppá siglingu til Dalmatísku eyjanna Hvar og Brac og einnig verður í boði að fara í dagsferð til Bosníu.

Ertu með spurningu um ferðina?

Hér getur þú sent okkur skilaboð

Króatía (2. okt)
Króatía (2. okt)
Króatía (2. okt)
Króatía (2. okt)
Króatía (2. okt)
Króatía (2. okt)
Króatía (2. okt)
Króatía (2. okt)
Króatía (2. okt)
Króatía (2. okt)
Króatía (2. okt)
Króatía (2. okt)
Króatía (2. okt)
Króatía (2. okt)
Króatía (2. okt)
Króatía (2. okt)
Króatía (2. okt)

Ferðaáætlun

Gönguferð í Dalmatíuhéraði í Króatíu

Vinsamlegast athugið að þar sem flugið er eftir miðnætti þarf að mæta á Keflavíkurflugvöll kvöldið 01/10.

Flug OS 328 með Austrian Airlines kl. 00:10 (02/10) og lent í Vienna kl. 06:15. Flug OS 745 með Austrian Airlines kl. 13:20 og lent í Split kl. 14:25.

Fararstjórar taka á móti hópnum á Spit flugvelli og ekið er suður til Podgora, sem er lítill strandbær. Þar verður gist á Medora Auri Family Beach Resort**** í 6 nætur.

1 & ½ tími   
Kvöldverður

Gengið frá hótelinu í norðurátt meðfram ströndinni til Makarska (9.5 km). Þar er frjáls tími til að skoða sig um í bænum og snæða hádegisverð. Síðan er ekið til baka á hótelið.

9,5 km  – hækkun 151 m
Hádegisnesti & kvöldverður

Ekið til Veliko Brdo sem er lítið þorp skammt frá Makarska. Þaðan er gengið í hlíðunum fyrir ofan Makarska ströndina og niður til Tučepi.

12 km – hækkun 263 m/lækkun 529 m
Hádegisnesti & kvöldverður

Ekið til Makarska. Þar verður stigið um borð í seglskipið Calypso.

Siglt til eyjunnar Hvar, þar sem við höfum eina klukkustund til að skoða okkur um í gamla bænum Jelsa. Síðan er siglt til eyjarinnar Brac. Á leiðinni er boðið uppá hádegisverð í skipinu. Á Brac verður stoppað á frægustu stönd Króatíu (Bol). Þar er frjáls tími í 4 klst þar sem hægt er að ganga um svæðið og sóla sig og synda við ströndina.

Að því loknu er siglt til baka til Makarska og ekið þaðan á hótelið. 

Ekið í Biokovo þjóðgarðinn, þar sem hægt er að velja um tvær göngur í fjöllunum í þjóðgarðinum. Önnur gangan er auðveld en hin erfiðari þ.a. allir ættu að finna sér eitthvað við sitt hæfi. Þeir sem vilja geta farið í fjallgöngu upp á topp en hinir geta gengið styttra.

Eftir það er ekið til Skywalk sem er útsýnispallur með stórfenglegu útsýni yfir Makarska ströndina og Dalmatísku eyjanna.

Þaðan er haldið á veitingarstað þar sem snæddur verður hádegisverður. Að því loknu er ekið til baka á hótelið.

4,5 km – hækkun 369 m/ lækkun 92 m (erfiðari leið)
Hádegis- & kvöldverður

Boðið upp á skoðunarferð til Bosníu fyrir þá sem vilja. Tekin er stefnan til borgarinnar Mostar. Síðan er gefinn frjáls tími til að skoða sig um og fara í hádegisverð áður en ekið er til baka.

Vinsamlegast athughið að lámarksþátttaka í ferðina eru 6 manns.

Aðrir eiga frjálsan dag. Hægt að hafa það huggulegt í Podgora eða fara með strætó eða leigubíl til Drubrovnik.

Tékkað út af hótelinu í Tucepi og ekið norður til Omis, þar sem næsta gönguleið hefst. Gengið upp fjallaskarð með stórkostlegu útsýni. Gangan endar við Cetina ána, þar munum við snæða króatískan hádegisverð á vinælum veitingastað.

Eftir hádegisverðinn ökum við til Split þar sem gist verður síðustu nóttina í ferðinni á Art Hotel****.  

Frjálst síðdegi og kvöld í Split.

5,5 km – hækkun 431 m/lækkun 402 m
2 tímar   

Frjáls tími fram að brottför. Ekið til Split flugvallar. Flug OS 412 með Croatian Airlines kl. 14:45 og lent í Frankfurt kl. 16:35. Flug LH 868 með Lufthansa kl. 21:50 og lent í Keflavík kl. 23:30.

Hvað er innifalið

 • Áætlunarflug á vegum VITA ferða KEF-VIE
 • Áætunarflug á vegum VITA ferða VIE-SPU
 • Áætlunarflug á vegum VITA ferða SPU-FRA
 • Áætlunarflug á vegum VITA ferða FRA-KEF
 • Ein taska max 23 kg & 8 kg handfarangur
 • Flugvallarskattar
 • Gisting í 7 nætur með morgunverði
 • 6 kvöldverðir
 • 3 hádegisverðir
 • Allur akstur skv. dagskrá
 • Íslensk fararstjórn
 • Innlend fararstjórn á gönguleiðum
 • Skattar & lögboðin tryggingagjöld í UK

Ekki innifalið

 • Ferðatryggingar
 • Dagsferð til Bosníu (valfrjálst - €50 á mann)
 • Kvöldverður í Split
 • 3 hádegisverðir
 • Þjórfé fyrir bílstjóra & staðal leiðsögumanns
Fararstjóri

Snorri Guðmundsson

Snorri er Reykvíkingur, en hefur búið í Skotlandi síðan 2002. Hann stofnaði ferðaþjónustufyrirtækið Scot Walks Ltd (Skotgöngu) árið 2008 ásamt eiginkonu sinni, Ingu Geirsdóttur. Snorri er menntaður tölvunarfræðingur og starfar sem slíkur, en er einnig framkvæmdastjóri Skotgöngu. Snorri hefur ávallt haft ástríðu fyrir ferðalögum og hefur einnig sérlegan áhuga á sögu & menningu, gönguferðum í óspilltri náttúru, knattspyrnu, tónlist, golfi og skosku maltviskíi.

Fararstjóri

Inga Geirsdóttir

Inga er frá Eskifirði, bjó í Reykjavík um árabil en flutti til Skotlands árið 2003. Þar hóf hún fljótlega að bjóða vinkonum sínum í göngur um skosku Hálöndin. Það vatt hratt upp á sig og í dag leiðir hún ásamt fjölskyldu sinni hópferðir vítt og breitt um Bretland, Írland, Austurríki, Slóveníu, Króatíu, Ítalíu og Spán. Inga er mikill húmoristi og þykir ekkert skemmtilegra en að vera með hópunum sínum.

Algengar spurningar

Þó að við getum aldrei treyst á veðrið, er lok september talinn vera frábær tími fyrir gönguferðir í Króatíu með meðalhita um 18-23 °.

Göngustígar eru mismunandi eftir dagleiðum en yfirhöfuð erum við að ganga á breiðum malar- og moldarstígum. Einnig er gengið á malbiki að hluta fyrsta daginn til Makarska. Athugið að göngurnar eru grýttar á köflum.

Á tveimur dagleiðum er hægt að ganga hluta af leiðinni og eins er hægt að taka sér frídag hvenær sem er í ferðinni.

Vegabréf – passa að kanna gildistíma tímanlega fyrir flug.

Flugmiða – flugmiðar verða sendir á netföngin ykkar frá Skotgöngu.

Leyninúmeri (PIN) fyrir kredit/debet kort – ATH Geymið ekki númerið hjá kortunum

Evrópska sjúkratryggingakortið - umsókn og upplýsingar er að finna á vefslóðinni: http://www.sjukra.is eða í síma 515-0000 (kortið gildir í 3 ár).

Vinsamlegast athugið að þetta kort kemur ekki í staðinn fyrir ferðatryggingu 

Gönguskór – best er að vera í skóm með góðum sóla og einhverjum öklastuðning t.d. utanvegarhlaupaskó. Fyrir þá sem eru ekki í mikilli æfingu eða hafa lent í meiðslum á ökla er æskilegt að vera með hærri gönguskó.

Eins mælum við með að koma með íþróttaskó og/eða sandala til skiptanna.

Bakpoki – það nægir að koma með 20- 25l poka. Eina sem þarf að bera yfir daginn er vatn, sólarvörn og léttan fatnað t.d. regnslá/ peysu.

Göngustafir – eru ekki nausynlegir en fyrir þá sem eru vanir að ganga með göngustafi þá mælum við með að taka þá með.  Göngustafir dreifa álaginu betur um líkamann og geta dregið úr líkum á hnémeiðslum í göngunum.

Vatnsbrúsi – gott er að koma með vatnsbrúsa eða vatnspoka með slöngu en eins er hægt að kaupa vatn í minni flöskum og hafa með í göngurnar. Mikilvægt er að vökva sig vel í göngum og því er æskilegt að hafa meðferðis tvær hálfs lítra flöskur eða eina 1l flösku á hverjum göngudegi.

Fatnaður – best er að pakka fatnaði sem er léttur og úr efni sem þornar fljótt. Derhúfur eða der eru mikilvæg fyrir sólríka daga og regnfatnað (buxur og jakki/regnslá) ef ske kynni að rignir.

Sólarvörn – takið með sólarvörn sem hentar ykkar húðgerð t.d. fyrir viðkvæma húð er mikilvægt að nota sólarvörn númer 50.  Sólarvörn dugar einungis í ákveðinn tíma á húðinni og því er mikilvægt að bera á sig sólarvörn á tveggja tíma fresti yfir daginn. Eins er gott að hafa með aftersun.

Sjúkraveski – Verkjatöflur, second skin, plástrar og fleira.

Annað – gott er að hafa með sólgleraugu, mittistösku fyrir síma og veski, sundföt og góða skapið.

Medora Auri Family Beach Resort**** (6 nætur)

Hotel Medora er glæsilegt hótel við ströndina í Podgora. Hótelið býður upp á upphitaðaútisundlaug, heilsulind, líkamsrækt, veitingastað og bar.

Herbergin eru snyrtileg með svölum, baðherbergi með sturtu, skrifborði, sjónvarpi,öryggishólfi, ísskápi, loftkælingu, te og kaffi aðstöðu og hárblásara.

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu. 

Art Hotel Split**** (1 nótt)

Art Hotel býður upp á sundlaug, líkamsrækt, veitingastað, bar og heilsulind. Hótelið er staðsett í aðeins 10 mín göngu frá helstu kennileitum borgarinnar.

Herbergin eru með baðherbergi með sturtu, skrifborði, sjónvarpi, öryggishólfi, ísskápi, loftkælingu, te og kaffi aðstöðu og hárblásara.

Hótelið býður upp á frítt internet.

Ef einhver kemst ekki í þá ferð sem viðkomandi hefur bókað, er ekki hægt að færa innáborgunina yfir á aðra ferð. Við mælum með því að fólk skoði forfallatryggingar sem tengjast kredikortum sínum eða kaupi sérstaka ferðatryggingu þar sem innáborgun á ferð er óafturkræf.

13 vikum fyrir brottför greiðast £500 og lokareikning þarf að greiða 5 vikum fyrir upphafsdag ferðar.

Þátttakendur fá póst þegar kemur að greiðslum.

Þegar reikningar fara yfir ákveðna upphæð þá kemur stundum fyrir að færslan er stoppuð eins og úttektarheimild sé ekki fyrir henni. Flestir bankar eru með eins konar "áhættuþröskuld" á greiðslum, þannig að það þarf að taka hann af tímabundið til að greiðsla gengi í gegn. Svo ef þið lendið í vandræðum með að greiða þá hringið þið í bankann ykkar og látið vita að þið séuð að reyna að greiða reikning til UK og þá opnar bankinn á færsluna.

Við sjáum ekki um að bóka farþega í ákveðin flugsæti en sendum nafnalista til Icelandair ásamt beiðni að þeir sem eru saman í herbergi sitji saman í vélinni.

Vinsamlegast athugið að sætisóskir eru um beiðni að ræða, ekki bókað eða staðfest sæti. Ef vélarbreyting verður skömmu fyrir brottför geta sætisóskir færst til og breyst.

Vegna persónuverndar er ekki sendur út þátttökulisti á farþega. Aftur á móti þá verður opnuð Facebook síða fyrir ferðina og þar er ykkur frjálst að gerast meðlimir. Þar getið þið séð ferðafélaga ykkur, sent inn spurningar og deilt myndum í ferðinni.