Ferðin mín

Dalmatía í austurhluta Króatíu liggur að Adríahafi og er vinsælt ferðamannasvæði bæði fyrir sóldýrkendur og útivistafólk sem nýta sér fjölmargar fallegar gönguleiðir á svæðinu.


Gengið er í 4 daga við Makarska stöndina og í hlíðum og fjöllum Dalmatíu. Að auki verður boðið uppá siglingu til Dalmatísku eyjanna Hvar og Brac og einnig verður í boði að fara í dagsferð til Bosníu.

Ertu með spurningu um ferðina?

Hér getur þú sent okkur skilaboð

Ferðaáætlun

Gönguferð í Dalmatíuhéraði í Króatíu

Vinsamlegast athugið að þar sem flugið er eftir miðnætti þarf að mæta á Keflavíkurflugvöll kvöldið 23/09.

Flug LH 869 með Lufthansa kl. 00:25 (24/09) og lent í Frankfurt kl. 05:55. Flug OU 413 með Croatian Airlines kl. 12:05 og lent í Split kl. 13:45.

Fararstjórar taka á móti hópnum á Spit flugvelli og ekið er suður til Podgora, sem er lítill strandbær. Þar verður gist á Medora Auri Family Beach Resort**** í 6 nætur.

1 & ½ tími   
Kvöldverður

Gengið frá hótelinu í norðurátt meðfram ströndinni til Makarska (9.5 km). Þar er frjáls tími til að skoða sig um í bænum og snæða hádegisverð. Síðan er ekið til baka á hótelið.

9,5 km  – hækkun 151 m
Hádegisnesti & kvöldverður

Ekið til Veliko Brdo sem er lítið þorp skammt frá Makarska. Þaðan er gengið í hlíðunum fyrir ofan Makarska ströndina og niður til Tučepi.

12 km – hækkun 263 m/lækkun 529 m
Hádegisnesti & kvöldverður

Ekið til Makarska. Þar verður stigið um borð í seglskipið Calypso.

Siglt til eyjunnar Hvar, þar sem við höfum eina klukkustund til að skoða okkur um í gamla bænum Jelsa. Síðan er siglt til eyjarinnar Brac. Á leiðinni er boðið uppá hádegisverð í skipinu. Á Brac verður stoppað á frægustu stönd Króatíu (Bol). Þar er frjáls tími í 4 klst þar sem hægt er að ganga um svæðið og sóla sig og synda við ströndina.

Að því loknu er siglt til baka til Makarska og ekið þaðan á hótelið. 

Ekið í Biokovo þjóðgarðinn, þar sem hægt er að velja um tvær göngur í fjöllunum í þjóðgarðinum. Önnur gangan er auðveld en hin erfiðari þ.a. allir ættu að finna sér eitthvað við sitt hæfi. Þeir sem vilja geta farið í fjallgöngu upp á topp en hinir geta gengið styttra.

Eftir það er ekið til Skywalk sem er útsýnispallur með stórfenglegu útsýni yfir Makarska ströndina og Dalmatísku eyjanna.

Þaðan er haldið á veitingarstað þar sem snæddur verður hádegisverður. Að því loknu er ekið til baka á hótelið.

4,5 km – hækkun 369 m/ lækkun 92 m (erfiðari leið)
Hádegis- & kvöldverður

Boðið upp á skoðunarferð til Bosníu fyrir þá sem vilja. Tekin er stefnan til borgarinnar Mostar. Síðan er gefinn frjáls tími til að skoða sig um og fara í hádegisverð áður en ekið er til baka.

Vinsamlegast athughið að lámarksþátttaka í ferðina eru 6 manns.

Aðrir eiga frjálsan dag. Hægt að hafa það huggulegt í Podgora eða fara með strætó eða leigubíl til Drubrovnik.

Tékkað út af hótelinu í Tucepi og ekið norður til Omis, þar sem næsta gönguleið hefst. Gengið upp fjallaskarð með stórkostlegu útsýni. Gangan endar við Cetina ána, þar munum við snæða króatískan hádegisverð á vinælum veitingastað.

Eftir hádegisverðinn ökum við til Split þar sem gist verður síðustu nóttina í ferðinni á Art Hotel****.  

Frjálst síðdegi og kvöld í Split.

5,5 km – hækkun 431 m/lækkun 402 m
2 tímar   

Frjáls tími fram að brottför. Ekið til Split flugvallar. Flug OS 746 með Austrian Airlines kl. 15:15 og lent í Vienna kl. 16:25. Flug OS 327 með Austrian Airlines kl. 21:00 og lent í Keflavík kl. 23:20.

Hvað er innifalið

    Ekki innifalið

      Algengar spurningar

      Þó að við getum aldrei treyst á veðrið, er lok september talinn vera frábær tími fyrir gönguferðir í Króatíu með meðalhita um 18-23 °.

      Göngustígar eru mismunandi eftir dagleiðum en yfirhöfuð erum við að ganga á breiðum malar- og moldarstígum. Einnig er gengið á malbiki að hluta fyrsta daginn til Makarska. Athugið að göngurnar eru grýttar á köflum.

      Á tveimur dagleiðum er hægt að ganga hluta af leiðinni og eins er hægt að taka sér frídag hvenær sem er í ferðinni.

      Medora Auri Family Beach Resort**** (6 nætur)

      Hotel Medora er glæsilegt hótel við ströndina í Podgora. Hótelið býður upp á upphitaðaútisundlaug, heilsulind, líkamsrækt, veitingastað og bar.

      Herbergin eru snyrtileg með svölum, baðherbergi með sturtu, skrifborði, sjónvarpi,öryggishólfi, ísskápi, loftkælingu, te og kaffi aðstöðu og hárblásara.

      Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu. 

      Art Hotel Split**** (1 nótt)

      Art Hotel býður upp á sundlaug, líkamsrækt, veitingastað, bar og heilsulind. Hótelið er staðsett í aðeins 10 mín göngu frá helstu kennileitum borgarinnar.

      Herbergin eru með baðherbergi með sturtu, skrifborði, sjónvarpi, öryggishólfi, ísskápi, loftkælingu, te og kaffi aðstöðu og hárblásara.

      Hótelið býður upp á frítt internet.

      Ef einhver kemst ekki í þá ferð sem viðkomandi hefur bókað, er ekki hægt að færa innáborgunina yfir á aðra ferð. Við mælum með því að fólk skoði forfallatryggingar sem tengjast kredikortum sínum eða kaupi sérstaka ferðatryggingu þar sem innáborgun á ferð er óafturkræf.

      Lokagreiðsla á ferð er 10 vikum fyrir brottför. Þáttakendur munu fá tilkynningu þegar kemur að lokagreiðslu.